Tónleikar á sérstökum stöðum Baldvin Þormóðsson skrifar 19. júlí 2014 13:00 ,,Þetta er bara svona lítil og væn folk-tónlistarhátíð sem var haldin fyrst 2012 en hefur verið að stækka smátt og smátt síðan,‘‘ segir Elín Ólafsdóttir, ein skipuleggjenda Baunagrassins á Bíldudal sem fer fram í þriðja sinn um helgina á Vestfjörðum. ,,Þegar við getum ekki verið úti þá höfum við verið að halda tónleikana á dálítið sérstökum stöðum sem eru ekki þessir týpísku tónleikastaðir,‘‘ segir Elín. ,,Eins og á fyrstu hátíðinni þá vorum við með pramma úti á sjó og siglt með tónlistarmennina út á prammann og til baka.‘‘ Í fyrra fóru tónleikarnir fram í frystihúsinu Arnarlaxi og að sögn Elínar fóru þeir svo vel fram að þar verða laugardagstónleikar aftur í ár. ,,Þar spila Skúli Mennski, Markús and the Diversion Sessions, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnars úr Fjallabræðrum, þetta er bara skemmtileg folk-tónlist,‘‘ segir Elín en einnig verða tónleikar í Skrímslasafninu á Bíldudal á föstudeginum og er það Hafdís Huld sem kemur fram þar. ,,Hérna fyrir innan er síðan Selárdalur og mjög skemmtilegar slóðir að heimsækja og skoða,‘‘ segir Elín og mælir eindregið með því að fólk geri sér ferð um umhverfið í kringum Bíldudal. ,,Þarna bjó Gísli á Uppsölum, þarna er listasafn Samúels Jónssonar og síðan eru náttúrulaugar og ýmislegt skemmtilegt sem hægt er að gera,‘‘ segir Elín. ,,Fólk getur mætt á hátíðina sem er náttúrulega frítt fyrir alla og síðan kíkt í Selárdalinn að skoða list og njóta náttúrunnar.‘‘ Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
,,Þetta er bara svona lítil og væn folk-tónlistarhátíð sem var haldin fyrst 2012 en hefur verið að stækka smátt og smátt síðan,‘‘ segir Elín Ólafsdóttir, ein skipuleggjenda Baunagrassins á Bíldudal sem fer fram í þriðja sinn um helgina á Vestfjörðum. ,,Þegar við getum ekki verið úti þá höfum við verið að halda tónleikana á dálítið sérstökum stöðum sem eru ekki þessir týpísku tónleikastaðir,‘‘ segir Elín. ,,Eins og á fyrstu hátíðinni þá vorum við með pramma úti á sjó og siglt með tónlistarmennina út á prammann og til baka.‘‘ Í fyrra fóru tónleikarnir fram í frystihúsinu Arnarlaxi og að sögn Elínar fóru þeir svo vel fram að þar verða laugardagstónleikar aftur í ár. ,,Þar spila Skúli Mennski, Markús and the Diversion Sessions, Sverrir Bergmann og Halldór Gunnars úr Fjallabræðrum, þetta er bara skemmtileg folk-tónlist,‘‘ segir Elín en einnig verða tónleikar í Skrímslasafninu á Bíldudal á föstudeginum og er það Hafdís Huld sem kemur fram þar. ,,Hérna fyrir innan er síðan Selárdalur og mjög skemmtilegar slóðir að heimsækja og skoða,‘‘ segir Elín og mælir eindregið með því að fólk geri sér ferð um umhverfið í kringum Bíldudal. ,,Þarna bjó Gísli á Uppsölum, þarna er listasafn Samúels Jónssonar og síðan eru náttúrulaugar og ýmislegt skemmtilegt sem hægt er að gera,‘‘ segir Elín. ,,Fólk getur mætt á hátíðina sem er náttúrulega frítt fyrir alla og síðan kíkt í Selárdalinn að skoða list og njóta náttúrunnar.‘‘
Tónlist Mest lesið „Hann var bara draumur“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira