Kórinn tæmdist á korteri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. ágúst 2014 14:05 Tónleikagestir þyrptust í strætisvagna fyrir utan Kórinn eftir að tónleikunum lauk í gærkvöldi. Vísir/Tinni Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi. „Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“ Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum. Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum. „Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“ Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir. Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn. Tengdar fréttir „Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47 Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Það tók aðeins sextán mínútur fyrir alla sautján þúsund gestina á tónleikum Justin Timberlake að komast undir beran himinn í gærkvöldi. Þetta staðfestir Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri Kópavogs, í samtali við Vísi. „Á innan við klukkutíma var allt svæðið orðið tómt,“ segir Ármann. „Ég verð að hrósa lögreglunni og öllum sem komu að tónleikunum. Það voru allir að gera sitt besta. Ég hugsa að þetta verði eitthvað módel sem byggt verði á í framtíðinni.“ Ármann telur að göngustígarnir í Kópavoginum hafi líklega aldrei verið jafnvel nýttir. Gaman hafi verið að sjá hve vel tónleikagestir hafi virt kerfið sem komið hafi verið á fót. Fólk hafi haldið sig á gönguleiðum og góður andi svifið yfir vötnunum. Strætó áætlar að á milli fjórtán og fimmtán þúsund tónleikagestir hafi nýtt sér akstur félagsins. Í tilkynningu frá Strætó segir að flutningar til og frá Kórnum hafi gengið að óskum. „Aðeins tók rúman klukkutíma að flytja alla frá Kórnum og að skiptistöðvum og um hálftíma í viðbót að aka þeim heim í sín hverfi.“ Alls voru 35 vagnar nýttir í að tæma tónleikasvæðið um kvöldið en 14 vagnar sáu um aksturinn fyrir tónleikana. Ekið var frá Mjódd, Smáralind og Víkurhverfi í Kórinn. Strætó bs. var með þrjá vettvangsstjóra á staðnum sem sáu um að allt gengi vel fyrir sig varðandi strætóferðir. Helgin var sú stærsta í sögu Strætó en aldrei hafa fleiri tekið sér far með vögnum fyrirtækisins en á Menningarnótt. Er áætlað að um 100 þúsund manns hafi verið í vögnunum þann daginn.
Tengdar fréttir „Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47 Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15 Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26 Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
„Var svolítið eins og að taka strætó á busaballið" Thelma Einarsdóttir og Davíð Valsson eru mætt á Justin Timberlake tónleikana í Kórnum. Þau lögðu bílnum sínum við Smáralind og tóku strætó að Kórnum. Þeim fannst þau heldur eldri en hinir gestirnir í strætóinum. 24. ágúst 2014 18:47
Löng bílaröð í Kórahverfið Þótt enn sé tæp klukkustund í að Kórinn verði opnaður fyrir tónleikagesti er bílalest inn í Kórahverfið. 24. ágúst 2014 17:15
Beðið eftir strætó Að loknum vel heppnuðum tónleikum Justin Timberlake í Kórnum í Kópavogi í kvöld þurftu um sautján þúsund tónleikagestir að koma sér til síns heima. 24. ágúst 2014 23:26