Vottuðu og óvottuðu kjöti blandað saman Snærós Sindradóttir skrifar 1. júlí 2014 09:15 Ómögulegt er að segja til um hvort þessar kindur eru aldar við gæðastýrðan landbúnað eða ekki. Fréttablaðið/Vilhelm Lambakjöt úr gæðastýrðri framleiðslu er ekki sérstaklega merkt í verslunum. Það þýðir að neytendur vita ekki hvernig eftirliti hefur verið háttað við framleiðslu á kjötinu sem þeir kaupa. 7,3 prósent af lambakjöti á markaði koma ekki frá gæðastýrðum býlum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur vilji gjarnan sérmerkja kjöt sem kemur frá gæðastýrðum býlum. Það strandi á vilja sláturhúsanna sem hafi hingað til blandað kjöti saman án aðgreiningar. Þórarinn Ingi Pétursson„Sláturleyfishafarnir kaupa af okkur kjötið. Eftir að þeir hafa keypt vöruna er erfiðara fyrir okkur bændur að hafa bein áhrif á það hvernig henni er ráðstafað.“ Þórarinn segir að mikilvægt sé að neytendur komi kröfum sínum um merkingu á vörum á framfæri. „Sauðfjárbændur vilja koma til móts við neytendur eins og mögulegt er. Ef krafan frá neytendum kemur almennilega fram þá er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við.“ Þeir bændur sem ekki fylgja gæðastýringu eru í minnihluta. Sérstakar greiðslur, rúmlega 156 krónur á kílóið, leggjast ofan á framleiðslu þeirra sem fylgja gæðastýringu og með þeim hætti hafa bændur verið hvattir til að taka þátt í kerfinu. Gæðastýringarálagið nemur um fjórðungi af tekjum sauðfjárbænda. Þórarinn segir að þeir sem ekki fylgi gæðastýringu hafi ýmist ekki áhuga á því sem henni fylgir, svo sem aukinni skriffinnsku, eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til að hljóta vottunina. Steinþór SkúlasonSteinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstjóri SS, segir að þrátt fyrir að sum býli fylgi ekki gæðastýringu þýði það ekki að gæði kjötsins séu minni. „Varan er metin í sláturhúsi gegnum kjötmat og eftirlit dýralækna. Ég hef ekki séð neinn halda því fram að það sé gæðamunur á afurðunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að stuðla að betri búskaparháttum.“ Steinþór segir að engin umræða hafi verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt.“ Tilgangur gæðastýringar að búa beturGæðastýringu í sauðfjárrækt var komið á með reglugerð árið 2000. Það sem vegur þyngst í gæðastýringu er krafan um skynsamlega nýtingu beitilands. Við kaup á gæðastýrðu kjöti er því hægt að ganga að því vísu að við framleiðsluna hafi ekki verið gengið of nærri landinu með ofbeit. Þess er krafist að bændur skili inn upplýsingum um lyfjanotkun og veikindi dýra sem og áburðarnotkun á tún og fóðurmagn til skepnanna. Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Lambakjöt úr gæðastýrðri framleiðslu er ekki sérstaklega merkt í verslunum. Það þýðir að neytendur vita ekki hvernig eftirliti hefur verið háttað við framleiðslu á kjötinu sem þeir kaupa. 7,3 prósent af lambakjöti á markaði koma ekki frá gæðastýrðum býlum. Þórarinn Ingi Pétursson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, segir að sauðfjárbændur vilji gjarnan sérmerkja kjöt sem kemur frá gæðastýrðum býlum. Það strandi á vilja sláturhúsanna sem hafi hingað til blandað kjöti saman án aðgreiningar. Þórarinn Ingi Pétursson„Sláturleyfishafarnir kaupa af okkur kjötið. Eftir að þeir hafa keypt vöruna er erfiðara fyrir okkur bændur að hafa bein áhrif á það hvernig henni er ráðstafað.“ Þórarinn segir að mikilvægt sé að neytendur komi kröfum sínum um merkingu á vörum á framfæri. „Sauðfjárbændur vilja koma til móts við neytendur eins og mögulegt er. Ef krafan frá neytendum kemur almennilega fram þá er ekkert annað í stöðunni en að bregðast við.“ Þeir bændur sem ekki fylgja gæðastýringu eru í minnihluta. Sérstakar greiðslur, rúmlega 156 krónur á kílóið, leggjast ofan á framleiðslu þeirra sem fylgja gæðastýringu og með þeim hætti hafa bændur verið hvattir til að taka þátt í kerfinu. Gæðastýringarálagið nemur um fjórðungi af tekjum sauðfjárbænda. Þórarinn segir að þeir sem ekki fylgi gæðastýringu hafi ýmist ekki áhuga á því sem henni fylgir, svo sem aukinni skriffinnsku, eða uppfylli ekki þær kröfur sem gerðar eru til að hljóta vottunina. Steinþór SkúlasonSteinþór Skúlason, varaformaður Landssamtaka sláturleyfishafa og forstjóri SS, segir að þrátt fyrir að sum býli fylgi ekki gæðastýringu þýði það ekki að gæði kjötsins séu minni. „Varan er metin í sláturhúsi gegnum kjötmat og eftirlit dýralækna. Ég hef ekki séð neinn halda því fram að það sé gæðamunur á afurðunum. Þetta snýst fyrst og fremst um að stuðla að betri búskaparháttum.“ Steinþór segir að engin umræða hafi verið um að merkja kjöt frá gæðastýrðum býlum sérstaklega. „Það er spurning hvað yrði gert við ógæðastýrt kjöt. Staðan er sú að þú færð enga verslun til að taka inn kjöt sem væri merkt ógæðastýrt.“ Tilgangur gæðastýringar að búa beturGæðastýringu í sauðfjárrækt var komið á með reglugerð árið 2000. Það sem vegur þyngst í gæðastýringu er krafan um skynsamlega nýtingu beitilands. Við kaup á gæðastýrðu kjöti er því hægt að ganga að því vísu að við framleiðsluna hafi ekki verið gengið of nærri landinu með ofbeit. Þess er krafist að bændur skili inn upplýsingum um lyfjanotkun og veikindi dýra sem og áburðarnotkun á tún og fóðurmagn til skepnanna.
Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Innlent Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Innlent Fleiri fréttir Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATÓ Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent