Málsmeðferð flóttamanna verði réttlát Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 17. desember 2014 07:00 Pia Prytz Phiri, svæðisstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna í Norður-Evrópu, hvetur íslensk stjórnvöld til aukinnar samvinnu við að aðstoða flóttamenn. fréttablaðið/gva „Aðstæður eru orðnar betri en þær voru en þær eru ekki eins og best verður á kosið.“ Þetta sagði Pia Prytz Phiri, svæðisstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um dvalarstað flóttamanna á Suðurnesjum, Fit Hostel, á fundi með fréttamönnum í gær. Svæðisstjórinn, sem heimsækir Ísland reglulega og ræðir þá við hælisleitendur og stjórnvöld, nefndi sérstaklega erfiðleikana sem fylgja því að hafa ekkert við að vera á meðan beðið er í flóttamannabúðum eftir ákvörðun yfirvalda um dvalarleyfi mánuðum og jafnvel árum saman. Hún sagði hælisleitendur hafa áhyggjur af fjölskyldum sínum og að þeim liði illa vegna aðgerðaleysis á meðan á biðinni stendur. Það væri hins vegar ánægjuefni að íslensk stjórnvöld hefðu stytt afgreiðslutíma dvalarleyfa þannig að hann verði ekki lengri en 90 dagar. Einn þeirra hælisleitenda sem bíða þurftu lengi eftir ákvörðun stjórnvalda er Wali Safi. Hann kom til Íslands í júní 2008 og er nú meðal þeirra 34 umsækjenda sem lagt er til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Wali Safi segist hafa þurft að bíða í eitt ár og ellefu mánuði áður en tekin var ákvðrðun um að veita honum dvalarleyfi. „Þá fyrst gat ég farið að vinna. Ég fékk vinnu sem skólaliði í Salaskóla í Kópavogi og starfa þar enn.“ Að sögn Safi var biðin eftir dvalarleyfi erfið. „Ég mátti ekkert gera og einangrunin var slæm.“ Hann hafði flust á milli nokkurra landa áður en hann kom til Íslands. „Ég fór frá föðurlandi mínu, Afganistan, 1997 og bjó meðal annars í Grikklandi.“ Að vera orðinn hluti af íslensku samfélagi finnst honum gott. Phiri lagði áherslu á mikilvægi þess að flóttamenn fengju fjölskyldur sínar til sín. Þeir hefðu misst margt, líka starfið sitt, og þeir þyrftu tækifæri til að verða hluti af samfélaginu. Hún gat þess að framfarir hefðu orðið á ýmsum sviðum í afgreiðslu málefna flóttamanna hér á landi. Fangelsun þeirra sem koma með fölsuð eða útrunnin skilríki eða skilríkjalausir, eins og tíðkast hefur hér á landi, ætti alltaf að vera allra síðasta úrræðið og þá bara við alveg sérstakar aðstæður. Svæðisstjórinn kvaðst vona að Ísland yrði innan tíðar meðal þeirra landa þar sem málsmeðferð flóttamanna væri réttlát. Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira
„Aðstæður eru orðnar betri en þær voru en þær eru ekki eins og best verður á kosið.“ Þetta sagði Pia Prytz Phiri, svæðisstjóri Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna um dvalarstað flóttamanna á Suðurnesjum, Fit Hostel, á fundi með fréttamönnum í gær. Svæðisstjórinn, sem heimsækir Ísland reglulega og ræðir þá við hælisleitendur og stjórnvöld, nefndi sérstaklega erfiðleikana sem fylgja því að hafa ekkert við að vera á meðan beðið er í flóttamannabúðum eftir ákvörðun yfirvalda um dvalarleyfi mánuðum og jafnvel árum saman. Hún sagði hælisleitendur hafa áhyggjur af fjölskyldum sínum og að þeim liði illa vegna aðgerðaleysis á meðan á biðinni stendur. Það væri hins vegar ánægjuefni að íslensk stjórnvöld hefðu stytt afgreiðslutíma dvalarleyfa þannig að hann verði ekki lengri en 90 dagar. Einn þeirra hælisleitenda sem bíða þurftu lengi eftir ákvörðun stjórnvalda er Wali Safi. Hann kom til Íslands í júní 2008 og er nú meðal þeirra 34 umsækjenda sem lagt er til að fái íslenskan ríkisborgararétt. Wali Safi segist hafa þurft að bíða í eitt ár og ellefu mánuði áður en tekin var ákvðrðun um að veita honum dvalarleyfi. „Þá fyrst gat ég farið að vinna. Ég fékk vinnu sem skólaliði í Salaskóla í Kópavogi og starfa þar enn.“ Að sögn Safi var biðin eftir dvalarleyfi erfið. „Ég mátti ekkert gera og einangrunin var slæm.“ Hann hafði flust á milli nokkurra landa áður en hann kom til Íslands. „Ég fór frá föðurlandi mínu, Afganistan, 1997 og bjó meðal annars í Grikklandi.“ Að vera orðinn hluti af íslensku samfélagi finnst honum gott. Phiri lagði áherslu á mikilvægi þess að flóttamenn fengju fjölskyldur sínar til sín. Þeir hefðu misst margt, líka starfið sitt, og þeir þyrftu tækifæri til að verða hluti af samfélaginu. Hún gat þess að framfarir hefðu orðið á ýmsum sviðum í afgreiðslu málefna flóttamanna hér á landi. Fangelsun þeirra sem koma með fölsuð eða útrunnin skilríki eða skilríkjalausir, eins og tíðkast hefur hér á landi, ætti alltaf að vera allra síðasta úrræðið og þá bara við alveg sérstakar aðstæður. Svæðisstjórinn kvaðst vona að Ísland yrði innan tíðar meðal þeirra landa þar sem málsmeðferð flóttamanna væri réttlát.
Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Sjá meira