Flottustu garðarnir í Garðabæ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. júlí 2014 13:54 Viðurkenningar fyrir snyrtilegustu garða Garðabæjar voru afhentar í gær. Myndir/Garðabær Í gær var tilkynnt um hvaða garðar í Garðabæ væru snyrtilegastir. Nefnd á vegum bæjarins valdi sjö fallegustu einbýlishúsalóðirnar og eina fjölbýlishúsalóð. Einnig voru sérstök verðlaun veitt fyrir snyrtilegustu götu bæjarins, sem að þessu sinni er gatan Jafnakur í hinu nýja Akrahverfi. Tvær lóðir á Álftanesi fengu viðurkenningu, en sveitarfélögin sameinuðust fyrir skemmstu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu viðurkenningarnar í gær á Garðatorgi. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Garðabæjar. Hér að neðan má sjá snyrtilegustu garða Garðabæjar og umsögn sem valnefndin birti á vefsíðu Garðabæjar um hvern garð fyrir sig.Ásbúð 26Mynd/GarðabærÁsbúð 26Garðurinn að Ásbúð 26 er sérlega snyrtilegur. Umhverfi lóðarinnar er einnig haldið snyrtilegu og þar á meðal göngustígnum sem liggur meðfram lóðamörkum. Bakgarðurinn er með dvalarsvæði á pöllum. Upp af því eru brattar grasbrekkur en töluverður hæðar mismunur er á lóðinni. Stórgrýti prýðir garðinn og vinnur upp á móti brattanum. Byggingarár var 1973.Bæjargil 65Mynd/GarðabærBæjargil 65Þetta er lítill skrúðgarður, með blómskrúði, lítilli tjörn með gullfiski og gróðurhúsi við bílskúrinn. Fleira mætti telja sem komið hefur verið fyrir á lóðinni. Eigendur hafa áður fengið viðurkenningu fyrir garðinn, það var árið 2003, en byggingarár var 1985.Gullakur 6Mynd/GarðabærGullakur 6Garðurinn að Gullakri 6 er sérstaklega stílhreinn og snyrtilegur, með blómskrúði við dvalarsvæði á baklóð. Götumyndin er hlýleg með runnagróðri meðfram stoðvegg. Eigendur Gullakurs 6 láta nærumhverfið sig varða og hafa tekið opið svæði umhverfis húsið í fóstur og sinna því af alúð og snyrtimennsku. Byggingarár 2010.Langalína 33-35 (fjölbýli)Mynd/GarðabærLangalína 33-35 (fjölbýli)Langalína 33-35 er fjölbýlishús sem íbúarnir hafa verið að flytja inn í í sumar. Það er aðdáunarvert að byggingarverktakinn skuli skila af sér fullbúinni lóð með grasi og trjágróðri til íbúa hússins. Hönnun lóðarinnar fellur vel að umhverfinu.Norðurtún 9Mynd/GarðabærNorðurtún 9Við komu í skrúðgarðinn að Norðurtúni 9 mætti umhverfisnefnd fjölskyldu sem var að flytja inn og sagðist því ekki eiga heiðurinn af garðinum. Fjölskyldan sagðist þó gera sér grein fyrir að hún væri að taka við sannkallaðri paradís og lofaði að sinna skrúðgarðinum vel en hann þarfnast mikillar umhirðu. Gaman væri að fleiri gætu séð garðinn sem er mikið til aflokaður, því hann er algjört augnayndi. M.a. mynda fjölbreytt blómaskrúð fjölærra blóma víða þekju yfir beðin undir trjánum og rúmgóð grasflöt er við dvalarsvæði á baklóð. Norðurtún 9 var byggt árið 1975.Smáratún 17Mynd/GarðabærSmáratún 17Fékk áður viðurkenningu árið 1996 „fyrir fallegan garð“, það á ennþá við því garðurinn er sérstaklega fallegur og skartar fallegum trjám og runnagróðri. Stórt afgirt dvalarsvæði er á baklóð. Athygli vakti smekklega frágengið þriggja hólfa tunnuskýli fyrir sorp- og pappírstunnur. Byggingarár 1984.Sunnakur 2Mynd/GarðabærSunnakur 2Er að Sunnakri 2 var komið vakti það aðdáun hve garðurinn stakk í stúf við umhverfið með frágenginni lóð með iðagrænu grasi og ungum trjá- og runnagróðri. Frágangur götumeginn er smekklegur og einnig er kominn matjurtagarður á baklóð. Eigendur lóðar í byggingarhverfi eiga heiður skilinn fyrir framtakið. Húsið að Sunnakri 2 var byggt árið 2011.Sunnuflöt 3Mynd/GarðabærSunnuflöt 3Frumbýlingar að Sunnuflöt 3 eiga heiður skilið fyrir að viðhalda garðinum allt frá árinu 1968 er uppbygging hans hófst. Við götuna er fallega hlaðinn hraunveggur og víða á lóðinni er hlaðið eða lagt með grjóti í stiklur og stíga. Athygli vakti hrauni lögð brekka með steinahæðaplöntum sem snýr mót bakgarðinum. Hún var í upphafi lögð í samstarfi nágranna en hefur verið viðhaldið af íbúum Sunnuflatar 3. Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira
Í gær var tilkynnt um hvaða garðar í Garðabæ væru snyrtilegastir. Nefnd á vegum bæjarins valdi sjö fallegustu einbýlishúsalóðirnar og eina fjölbýlishúsalóð. Einnig voru sérstök verðlaun veitt fyrir snyrtilegustu götu bæjarins, sem að þessu sinni er gatan Jafnakur í hinu nýja Akrahverfi. Tvær lóðir á Álftanesi fengu viðurkenningu, en sveitarfélögin sameinuðust fyrir skemmstu. Gunnar Einarsson, bæjarstjóri og Jóna Sæmundsdóttir, formaður umhverfisnefndar afhentu viðurkenningarnar í gær á Garðatorgi. Þetta var tilkynnt á heimasíðu Garðabæjar. Hér að neðan má sjá snyrtilegustu garða Garðabæjar og umsögn sem valnefndin birti á vefsíðu Garðabæjar um hvern garð fyrir sig.Ásbúð 26Mynd/GarðabærÁsbúð 26Garðurinn að Ásbúð 26 er sérlega snyrtilegur. Umhverfi lóðarinnar er einnig haldið snyrtilegu og þar á meðal göngustígnum sem liggur meðfram lóðamörkum. Bakgarðurinn er með dvalarsvæði á pöllum. Upp af því eru brattar grasbrekkur en töluverður hæðar mismunur er á lóðinni. Stórgrýti prýðir garðinn og vinnur upp á móti brattanum. Byggingarár var 1973.Bæjargil 65Mynd/GarðabærBæjargil 65Þetta er lítill skrúðgarður, með blómskrúði, lítilli tjörn með gullfiski og gróðurhúsi við bílskúrinn. Fleira mætti telja sem komið hefur verið fyrir á lóðinni. Eigendur hafa áður fengið viðurkenningu fyrir garðinn, það var árið 2003, en byggingarár var 1985.Gullakur 6Mynd/GarðabærGullakur 6Garðurinn að Gullakri 6 er sérstaklega stílhreinn og snyrtilegur, með blómskrúði við dvalarsvæði á baklóð. Götumyndin er hlýleg með runnagróðri meðfram stoðvegg. Eigendur Gullakurs 6 láta nærumhverfið sig varða og hafa tekið opið svæði umhverfis húsið í fóstur og sinna því af alúð og snyrtimennsku. Byggingarár 2010.Langalína 33-35 (fjölbýli)Mynd/GarðabærLangalína 33-35 (fjölbýli)Langalína 33-35 er fjölbýlishús sem íbúarnir hafa verið að flytja inn í í sumar. Það er aðdáunarvert að byggingarverktakinn skuli skila af sér fullbúinni lóð með grasi og trjágróðri til íbúa hússins. Hönnun lóðarinnar fellur vel að umhverfinu.Norðurtún 9Mynd/GarðabærNorðurtún 9Við komu í skrúðgarðinn að Norðurtúni 9 mætti umhverfisnefnd fjölskyldu sem var að flytja inn og sagðist því ekki eiga heiðurinn af garðinum. Fjölskyldan sagðist þó gera sér grein fyrir að hún væri að taka við sannkallaðri paradís og lofaði að sinna skrúðgarðinum vel en hann þarfnast mikillar umhirðu. Gaman væri að fleiri gætu séð garðinn sem er mikið til aflokaður, því hann er algjört augnayndi. M.a. mynda fjölbreytt blómaskrúð fjölærra blóma víða þekju yfir beðin undir trjánum og rúmgóð grasflöt er við dvalarsvæði á baklóð. Norðurtún 9 var byggt árið 1975.Smáratún 17Mynd/GarðabærSmáratún 17Fékk áður viðurkenningu árið 1996 „fyrir fallegan garð“, það á ennþá við því garðurinn er sérstaklega fallegur og skartar fallegum trjám og runnagróðri. Stórt afgirt dvalarsvæði er á baklóð. Athygli vakti smekklega frágengið þriggja hólfa tunnuskýli fyrir sorp- og pappírstunnur. Byggingarár 1984.Sunnakur 2Mynd/GarðabærSunnakur 2Er að Sunnakri 2 var komið vakti það aðdáun hve garðurinn stakk í stúf við umhverfið með frágenginni lóð með iðagrænu grasi og ungum trjá- og runnagróðri. Frágangur götumeginn er smekklegur og einnig er kominn matjurtagarður á baklóð. Eigendur lóðar í byggingarhverfi eiga heiður skilinn fyrir framtakið. Húsið að Sunnakri 2 var byggt árið 2011.Sunnuflöt 3Mynd/GarðabærSunnuflöt 3Frumbýlingar að Sunnuflöt 3 eiga heiður skilið fyrir að viðhalda garðinum allt frá árinu 1968 er uppbygging hans hófst. Við götuna er fallega hlaðinn hraunveggur og víða á lóðinni er hlaðið eða lagt með grjóti í stiklur og stíga. Athygli vakti hrauni lögð brekka með steinahæðaplöntum sem snýr mót bakgarðinum. Hún var í upphafi lögð í samstarfi nágranna en hefur verið viðhaldið af íbúum Sunnuflatar 3.
Mest lesið Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Innlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Tóku tugi af lífi eftir að hafa fengið lausnarfé Erlent Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Innlent Fleiri fréttir Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Sjá meira