Foreldrar leikskólabarna á Fáskrúðsfirði óánægðir með leikskólaheimsókn Sveinn Arnarsson skrifar 22. maí 2014 11:43 Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar. Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira
Óánægju gætir meðal foreldra barna á leikskólanum Kærabæ á Fáskrúðsfirði, eftir að Sjálfstæðismenn kíktu við á leikskólann í fyrradag og dreifðu blöðrum merktum framboðinu til barnanna. Foreldrar telji börnin sín ekki eiga að vera skreytt með efni merktu pólitískum framboðum í bænum. Sigurður Sindri Stefánsson, foreldri barns í leikskólanum á Fáskrúðsfirði var ekki ánægður með uppátæki Sjálfstæðismanna og skrifaði framboðinu orðsendingu á Facebook síðu þeirra:„Kæru Sjálfsstæðismenn. Nú er ég hreint ekki ánægður með ykkur. Þegar ég sæki börnin mín á leikskólann Kærabæ núna áðan sé ég að það er búið að dreifa XD blöðrum til krakkanna. Þegar ég spurði hvaðan þær komu var svarað að þið hefðuð einfaldlega mætt á svæðið og byrjað að dreifa blöðrunum. Markaðssetning á leikskólum er bönnuð!! Þetta er ekkert annað en áróður sem í sjálfu sér er í fínu í lagi en á leikskólum á hann alls ekki heima! Ég ætla að vona að þið takið þetta til ykkar og passið að þetta gerist ekki aftur.“Valdimar Hermansson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins segir framboðið ekki hafa verið að beina blöðrunum að börnunum. „Við vorum ekkert að ota þessu að börnunum, síður en svo. Vissulega vorum með þetta með okkur því þetta var bara eins og hver önnur vinnustaðaheimsókn hjá okkur og blöðrurnar beindust ekki að börnunum. Hrafnhildur Una Guðjónsdóttir, leikskólastjóri Kærabæjar, þykir eðlilegt að þetta sé tekið til skoðunar. „Leikskólinn mun taka þetta til skoðunar. Við skiljum áhyggjur foreldra barnanna, við berum ríka ábyrgð. Við munum skoða málið nánar og fara ofan í þetta. Svona atburðir munu ekki endurtaka sig." Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið send inn kvörtun til fræðslustjóra Fjarðabyggðar vegna þessa. Ekki náðist í Þórodd Helgason, fræðslustjóra Fjarðabyggðar, vegna vinnslu fréttarinnar.
Kosningar 2014 Austurland Kosningar 2014 fréttir Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Innlent Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Fleiri fréttir Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi Erfingi sem á tugi milljóna í stórútgerðinni: „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Fjórir kettir týndust í brunanum Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Sjá meira