Innlent

Íbúar haldi lúpínu í skefjum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Lúpína er umdeild jurt hér á landi.
Lúpína er umdeild jurt hér á landi. Fréttablaðið/GVA
Eyðingu lúpínu á kostnað Borgarbyggðar verður hætt ef farið verður að áliti umhverfis-, skipulags- og landbúnaðarnefndar sveitarfélagsins.

Umhverfisnefndin hvetur þó jafnframt íbúa Borgarbyggðar til að halda sjálfir lúpínu í skefjum í næsta nágrenni sínu.

Einnig leggur nefndin til að sveitarfélagið haldi uppteknum hætti varðandi eyðingu skógarkerfils. Eins og kunnugt er getur hinn ágengi skógarkerfill orðið illviðráðanlegur þar sem hann nær útbreiðslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×