Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar 22. júní 2014 16:04 vísir/anton Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“ Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir að Íslendingar verði að taka hvalveiðar til endurskoðunar og meta hver ávinningur þjóðarbúsins af þeim er í raun og veru. Hún segir samanburð fjármálaráðherra á hvalveiðum Íslendinga og dauðarefsingum í Bandaríkjunum ekki eiga erindi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra gagnrýndi ákvörðun Bandaríkjamanna að bjóða ekki Íslendingum að vera þátttakandi á Our Ocean hafráðstefnunni sem fram fór í vikunni vegna þeirra hvalveiða sem stundaðar við Íslandsstrendur. Í pistli sem Bjarni ritaði á samfélagsmiðilinn Facebook heldur hann því fram að það sé eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga þegar á sama tíma berast fréttir af mistökum við aflífun fólks í kjölfar dauðadóms í Bandaríkjunum.Bjarni Benediktsson.vísir/daníel„Ef að hvalveiðar Íslendingar eiga að hafa þau áhrif að dregið verði úr samskiptum við Íslendinga eins og forseti Bandaríkjanna hefur látið skína í þá spyr ég. Hvers vegna ættum við að láta samskipti þjóðanna ráðast af þessu máli einu og sér? Við Íslendingar höfum svo sem næg tækifæri til að taka upp ýmis önnur málefnasvið og spyrja okkur hvort að ekki sé tilefni til að ræða þau í tengslum við samskipti þjóðanna. Þar mætti nefna efst á blaði dauðarefsingar og hvernig þær eru framkvæmdar í Bandaríkjunum. Að þær skuli yfir höfuð vera leyfðar samkvæmt lögum,“ sagði Bjarni Benediktsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 á fimmtudag. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir hvalveiðar Íslendinga ekki vera sambærilegar við dauðarefsingar Bandaríkjamanna. „Mér finnst hins vegar að Íslendingar þurfi að taka sínar hvalveiðar til endurskoðunar og hver nákvæmlega ávinningur þjóðarbúsins til að mynda af hvalveiðum er þar sem þetta kjöt hefur ekki verið að seljast vel og líka ýmsar spurningar um umhverfis- og mannúðarsjónarmið hvernig hvalir eru veiddir. Þannig að ég hefði talið betra að við tækjum þau mál þá bara til umræðu fremur en að vera að setja þetta í einhvern samanburð við dauðarefsingar Bandaríkjamanna ,“ sagði Katrín Jakobsdóttir. Katrín kveðst hafa sterkar skoðanir á dauðarefsingum Bandaríkjamanna og finnst í góðu lagi að íslensk stjórnvöld gagnrýni þær. Þessi tvö mál séu hins vegar ekki sambærileg. Hún telur brýnt að opin umræða fari fram hér á landi um hvalveiðar. „Við þurfum að setja þessi mál á dagskrá og velta því fyrir okkur hvort við séum sátt við þetta. Í ljósi þess að efnahagslegur ávinningur er ekki mikill, að ýmsir hafa gert miklar athugasemdir við það hvernig dýrin eru drepin og annað þá held ég að það væri okkur hollt að taka þá umræðu hér heima.“
Tengdar fréttir Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39 Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00 Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30 Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Innlent Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Innlent Fleiri fréttir Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Sjá meira
Íslandi ekki boðið vegna hvalveiða "Ég tel að þetta sé lang alvarlegasta aðgerðin sem Bandaríkjamenn hafa gripið til í sinni baráttu við hvalveiðum Íslendinga." 11. júní 2014 21:39
Bjarna misbýður framkoma Bandaríkjamanna Formaður Sjálfstæðisflokksins neitar því að hann hafi borið saman hvalveiðar og dauðadóma. 19. júní 2014 20:00
Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir Bandaríkjamenn ekki hafa nein efni á að segja öðrum fyrir í siðferðilegum álitaefnum og virðist ekki vilja að gefa tommu eftir hvað varðar hvalveiðar. 19. júní 2014 11:30