Langvarandi einangrun ungrar konu gagnrýnd af Amnesty Lovísa Arnardóttir skrifar 18. desember 2025 17:28 Konan hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í byrjun september. Vísir/Vilhelm Íslandsdeild Amnesty kallar eftir umbótum í fangelsum á Íslandi vegna umfjöllunar um mál ungrar konu sem hefur verið í einangrun á Hólmsheiði frá því í september. Konan er í síbrotagæslu en er í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Hún hefur verið ákærð fyrir brot gegn valdsstjórn og skemmdarverk og bíður þess að aðalmeðferð fari fram. Íslandsdeild Amnesty kallar í yfirlýsingu eftir því að íslensk stjórnvöld komi tafarlaust á mikilvægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fangelsi að vera frjáls undan pyndingum og annarri grimmilegri meðferð. Tilefni yfirlýsingar Íslandsdeildar Amnesty er umfjöllun um unga konu sem þjáist af bæði þunglyndi og öðrum röskunum en hefur verið í einangrun á fangelsinu á Hólmsheiði frá því 2. september á þessu ári. Konan er í síbrotagæslu og hefur verið ákærð fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni, til dæmis hótanir gegn lögreglumönnum, skemmdarverk á lögreglubifreiðum og spark í lögreglumann við handtöku Einangrunarvist eigi að heyra til undantekninga „Mál konunnar hefur vakið athygli okkar og áhyggjur. Við minnum á að samkvæmt alþjóðalögum skal beiting einangrunarvistar heyra til algjörra undantekninga, hún skal vara í sem skemmstan tíma og ávallt vera háð ströngum skilyrðum. Neikvæð heilsufarsáhrif geta komið í ljós eftir aðeins örfáa daga í einangrun. Sjálfsvígshætta og sjálfsskaði eykst á fyrstu tveimur vikum einangrunarvistar,“ segir í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty. Fjallað hefur verið um mál ungu konunnar, Anítu Óskar Haraldsdóttur, á RÚV og DV. Í frétt RÚV fyrir um mánuði síðan kom fram að hún væri í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Móðir hennar sagði í viðtali ekki við fangelsisyfirvöld að sakast, enginn annar staður hefði fundist fyrir hana. Konan hefur verið ákærð fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni, til dæmis hótanir gegn lögreglumönnum, skemmdarverk á lögreglubifreiðum og spark í lögreglumann við handtöku, auk fjölmargra umferðarlagabrota. Henni er því haldið á grundvelli laga um síbrotagæslu í ótiltekinn tíma í gæsluvarðhaldi. Greint var frá því á vef DV fyrir um tíu dögum að réttarhöldum Anítu hefði verið frestað og því væri ljóst að hún myndi þurfa að vera í einangrun fram yfir áramót. Í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty kemur fram að hætta á heilsustjóni aukist með hverjum degi í einangrun og minna samtökin á að í samræmi við alþjóðlegt bann gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu ætti aldrei að hafa fólk í viðkvæmri stöðu í einangrunarvist, svo sem fólk með fötlun, geðraskanir eða taugaþroskaraskanir, þar sem einkenni gætu versnað við einangrun sem er því líkleg til að valda skaða. Að sama skapi sé það skýrt brot á banni Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum að einstaklingur sæti langvarandi einangrunarvist, það er lengur en í fimmtán daga. Takmarkað aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Amnesty International minnir jafnframt á gagnrýni CPT-nefndar Evrópuráðsins, sem heimsótti Ísland í maí 2019 og gerði úttekt á fangelsum landsins. Nefndin lýsti þar yfir alvarlegum áhyggjum yfir því að fangar á Íslandi hafi mjög takmarkaðan aðgang að geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu. Nefndin kallaði á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að tryggja að fangar með geðraskanir sem þurfa á geðheilbrigðismeðferð að halda séu vistaðir á viðeigandi stofnunum með fullnægjandi þjónustu. Frá þeim tíma hefur verið sett á stofn geðheilsuteymi fangelsa. Teymið var nýlega fært frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til Landspítalans. „Við köllum eftir því að íslensk stjórnvöld komi tafarlaust á mikilvægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fangelsi að vera frjáls undan pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Rúmlega 700 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis að konunni verði komið í annað úrræði. Geðheilbrigði Lögreglumál Fangelsismál Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira
Íslandsdeild Amnesty kallar í yfirlýsingu eftir því að íslensk stjórnvöld komi tafarlaust á mikilvægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fangelsi að vera frjáls undan pyndingum og annarri grimmilegri meðferð. Tilefni yfirlýsingar Íslandsdeildar Amnesty er umfjöllun um unga konu sem þjáist af bæði þunglyndi og öðrum röskunum en hefur verið í einangrun á fangelsinu á Hólmsheiði frá því 2. september á þessu ári. Konan er í síbrotagæslu og hefur verið ákærð fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni, til dæmis hótanir gegn lögreglumönnum, skemmdarverk á lögreglubifreiðum og spark í lögreglumann við handtöku Einangrunarvist eigi að heyra til undantekninga „Mál konunnar hefur vakið athygli okkar og áhyggjur. Við minnum á að samkvæmt alþjóðalögum skal beiting einangrunarvistar heyra til algjörra undantekninga, hún skal vara í sem skemmstan tíma og ávallt vera háð ströngum skilyrðum. Neikvæð heilsufarsáhrif geta komið í ljós eftir aðeins örfáa daga í einangrun. Sjálfsvígshætta og sjálfsskaði eykst á fyrstu tveimur vikum einangrunarvistar,“ segir í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty. Fjallað hefur verið um mál ungu konunnar, Anítu Óskar Haraldsdóttur, á RÚV og DV. Í frétt RÚV fyrir um mánuði síðan kom fram að hún væri í einangrun vegna hættu á sjálfsskaða. Móðir hennar sagði í viðtali ekki við fangelsisyfirvöld að sakast, enginn annar staður hefði fundist fyrir hana. Konan hefur verið ákærð fyrir ýmis brot gegn valdstjórninni, til dæmis hótanir gegn lögreglumönnum, skemmdarverk á lögreglubifreiðum og spark í lögreglumann við handtöku, auk fjölmargra umferðarlagabrota. Henni er því haldið á grundvelli laga um síbrotagæslu í ótiltekinn tíma í gæsluvarðhaldi. Greint var frá því á vef DV fyrir um tíu dögum að réttarhöldum Anítu hefði verið frestað og því væri ljóst að hún myndi þurfa að vera í einangrun fram yfir áramót. Í tilkynningu Íslandsdeildar Amnesty kemur fram að hætta á heilsustjóni aukist með hverjum degi í einangrun og minna samtökin á að í samræmi við alþjóðlegt bann gegn pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu ætti aldrei að hafa fólk í viðkvæmri stöðu í einangrunarvist, svo sem fólk með fötlun, geðraskanir eða taugaþroskaraskanir, þar sem einkenni gætu versnað við einangrun sem er því líkleg til að valda skaða. Að sama skapi sé það skýrt brot á banni Sameinuðu þjóðanna gegn pyndingum að einstaklingur sæti langvarandi einangrunarvist, það er lengur en í fimmtán daga. Takmarkað aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu Amnesty International minnir jafnframt á gagnrýni CPT-nefndar Evrópuráðsins, sem heimsótti Ísland í maí 2019 og gerði úttekt á fangelsum landsins. Nefndin lýsti þar yfir alvarlegum áhyggjum yfir því að fangar á Íslandi hafi mjög takmarkaðan aðgang að geðheilbrigðis- og sálfræðiþjónustu. Nefndin kallaði á íslensk stjórnvöld að grípa tafarlaust til aðgerða til að tryggja að fangar með geðraskanir sem þurfa á geðheilbrigðismeðferð að halda séu vistaðir á viðeigandi stofnunum með fullnægjandi þjónustu. Frá þeim tíma hefur verið sett á stofn geðheilsuteymi fangelsa. Teymið var nýlega fært frá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins til Landspítalans. „Við köllum eftir því að íslensk stjórnvöld komi tafarlaust á mikilvægum umbótum og tryggi rétt þeirra sem sitja í fangelsi að vera frjáls undan pyndingum og annarri grimmilegri, ómannlegri eða vanvirðandi meðferð eða refsingu.“ Rúmlega 700 manns hafa skrifað undir undirskriftalista þess efnis að konunni verði komið í annað úrræði.
Geðheilbrigði Lögreglumál Fangelsismál Heilbrigðismál Félagasamtök Mest lesið „Málið er að ástandið fer versnandi“ Innlent „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Trump dregur enn frekar úr þátttöku Bandaríkjanna á alþjóðasviðinu Erlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Ekið inn í verslun og á ljósastaur Innlent Gular viðvaranir vegna norðaustan hríðar Veður Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Fleiri fréttir „Málið er að ástandið fer versnandi“ Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Sjá meira