Guðrún vinsælli en Agnes og traust til kirkjunnar á uppleið Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 18. desember 2025 07:50 Guðrún Karls Helgudóttir er biskup Íslands. Vísir/Vilhelm Rétt tæpur helmingur þjóðarinnar ber mikið traust til Þjóðkirkjunnar, ríflega tuttugu prósent segjast bera lítið traust en tæpur þriðjungur kveðst hvorki bera mikið né lítið traust til kirkjunnar samkvæmt nýrri könnun Gallup. Traust til stofnunarinnar hefur vaxið töluvert undanfarin tvö ár en umtalsvert meiri ánægja mælist með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur biskups en með störf forvera hennar í embætti. Um er að ræða niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var dagana 30. október til 26. nóvember. Í úrtaki voru 2.815 manns og var svarhlutfall 43,5%. Athygli vekur að traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist til muna síðastliðin tvö ár og nálgast nú það sama og var fyrir hrun. Eldra fólk er líklegra til að bera meira traust til kirkjunnar og karlar bera minna traust til hennar en konur. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mest traust til kirkjunnar ef horft er til stjórnmálaviðhorfa þeirra sem svöruðu könnuninni og kjósendur Miðflokksins einna minnst, en þeir sem segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa bera þó minnst traust til þjóðkirkjunnar. Konur ánægðari með biskup en karlar Þá segjast hátt í 57% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, en ríflega 11% segjast óánægð. Um 32% segjast hvorki ánægð né óánægð og um 15% tóku ekki afstöðu. „Reynslan sýnir að ánægja með störf biskupa og fleiri embættismanna er oft mest í byrjun en hlutfall þeirra sem eru ánægð með störf Guðrúnar er hærra en hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur þegar hún hóf störf fyrir rúmum áratug,“ segir í tilkynningu Gallup, en Guðrún tók við embætti í september í fyrra. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups af Agnesi M. Sigurðardóttur í fyrrahaust.Vísir/Vilhelm Aftur eru konur líklegri en karlar til að vera ánægð með störf biskups, en 66% kvenna segjast ánægðar með störf Guðrúnar, en 48% karla. Aðeins 7% kvenna segjast óánægðar með störf hennar á móti 15% karla. Sömuleiðis eru kjósendur Framsóknarflokksins ánægðastir með störf biskups og kjósendur Miðflokksins óánægðastir. Fólk í yngsta aldurshópnum, það er 18 til 29 ára er ekki eins ánægt með störf biskups og fólk í öðrum aldurshópum, en í þeim aldurshópi er jafnframt hæst hlutfall þeirra sem segist hvorki ánægt né óánægt með störf hennar. Minnsti stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í tvo áratugi Spurt var einnig hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Um 48% sögðust hlynntir, 28% andvíg og 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Athygli vekur einnig að hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju ekki mælst lægra í næstum tvo áratugi. „Karlar eru frekar andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar honum. Fólk er almennt hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar. Þau sem kysu aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis nú eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju en þar á eftir þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru andvígust aðskilnaði,“ segir í tilkynningunni. Skoðanakannanir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira
Um er að ræða niðurstöður netkönnunar Gallup sem gerð var dagana 30. október til 26. nóvember. Í úrtaki voru 2.815 manns og var svarhlutfall 43,5%. Athygli vekur að traust til þjóðkirkjunnar hefur aukist til muna síðastliðin tvö ár og nálgast nú það sama og var fyrir hrun. Eldra fólk er líklegra til að bera meira traust til kirkjunnar og karlar bera minna traust til hennar en konur. Þá bera kjósendur Framsóknarflokksins mest traust til kirkjunnar ef horft er til stjórnmálaviðhorfa þeirra sem svöruðu könnuninni og kjósendur Miðflokksins einna minnst, en þeir sem segjast myndu skila auðu eða ekki kjósa bera þó minnst traust til þjóðkirkjunnar. Konur ánægðari með biskup en karlar Þá segjast hátt í 57% þeirra sem tóku afstöðu vera ánægð með störf Guðrúnar Karls Helgudóttur, biskups Íslands, en ríflega 11% segjast óánægð. Um 32% segjast hvorki ánægð né óánægð og um 15% tóku ekki afstöðu. „Reynslan sýnir að ánægja með störf biskupa og fleiri embættismanna er oft mest í byrjun en hlutfall þeirra sem eru ánægð með störf Guðrúnar er hærra en hlutfall þeirra sem voru ánægð með störf Agnesar M. Sigurðardóttur þegar hún hóf störf fyrir rúmum áratug,“ segir í tilkynningu Gallup, en Guðrún tók við embætti í september í fyrra. Guðrún Karls Helgudóttir tók við embætti biskups af Agnesi M. Sigurðardóttur í fyrrahaust.Vísir/Vilhelm Aftur eru konur líklegri en karlar til að vera ánægð með störf biskups, en 66% kvenna segjast ánægðar með störf Guðrúnar, en 48% karla. Aðeins 7% kvenna segjast óánægðar með störf hennar á móti 15% karla. Sömuleiðis eru kjósendur Framsóknarflokksins ánægðastir með störf biskups og kjósendur Miðflokksins óánægðastir. Fólk í yngsta aldurshópnum, það er 18 til 29 ára er ekki eins ánægt með störf biskups og fólk í öðrum aldurshópum, en í þeim aldurshópi er jafnframt hæst hlutfall þeirra sem segist hvorki ánægt né óánægt með störf hennar. Minnsti stuðningur við aðskilnað ríkis og kirkju í tvo áratugi Spurt var einnig hvort fólk væri hlynnt eða andvígt aðskilnaði ríkis og kirkju. Um 48% sögðust hlynntir, 28% andvíg og 24% segjast hvorki hlynnt né andvíg. Athygli vekur einnig að hlutfall þeirra sem segjast hlynntir aðskilnaði ríkis og kirkju ekki mælst lægra í næstum tvo áratugi. „Karlar eru frekar andvígir aðskilnaði ríkis og kirkju en konur, sem eru frekar hvorki hlynntar né andvígar honum. Fólk er almennt hlynntara aðskilnaði eftir því sem það er yngra. Íbúar höfuðborgarsvæðisins eru hlynntari aðskilnaði en íbúar landsbyggðarinnar. Þau sem kysu aðra flokka en þá sem eiga sæti á þingi ef kosið yrði til Alþingis nú eru hlynntust aðskilnaði ríkis og kirkju en þar á eftir þau sem kysu Samfylkinguna. Þau sem kysu Framsóknarflokkinn eru andvígust aðskilnaði,“ segir í tilkynningunni.
Skoðanakannanir Þjóðkirkjan Trúmál Mest lesið Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ Innlent Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Innlent Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Innlent Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Innlent Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Erlent „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Innlent Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Erlent Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu Innlent Fleiri fréttir Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla í eltingaleikjum við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Myndbirtingar foreldra geti skapað hættu Óvissustigi lýst yfir vegna snjóflóðahættu „Muni ekki valda neinu öðru en umferðaröngþveiti“ „Mér þykir leiðinlegt að þetta gangi ekki betur“ Hafði aldrei heyrt um handbolta fyrr en hún kynntist handboltaóðu þjóðinni Auglýsa forskráningu í skóla í Grindavík Segir ekkert náttúrulögmál að bílasalar þurfi að velta hækkunum út í verðlagið Þrjár hlutu heiðursverðlaun Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Sjá meira