Zuism tekið af trúfélagaská eftir áralöng svik og pretti Kjartan Kjartansson skrifar 18. desember 2025 15:50 Bræðurnir Ágúst Arnar (f.m.) og Einar (t.v.) Ágústssynir voru fundnir sekir um fjársvik og peningaþvætti í tengslum við trúfélagið Zuism. Vísir/Vilhelm Sýslumaðurinn á Vestfjörðum hefur fellt Zuism úr trúfélagaskrá. Forráðamenn félagsins hlutu fangelsisdóma fyrir fjársvik og peningaþvætti í tengslum við félagið fyrr á þessu ári. Auglýsing um afskráninguna birtist í Lögbirtingarblaðinu í dag og tóku réttaráhrif hennar gildi á sama tíma. Afskráningin þýðir að Zuism á ekki rétt á sóknargjöldum úr ríkissjóði. Félagið hafði þó ekki fengið þau greidd frá því að sýslumaður frysti greiðslurnar snemma árs 2019 vegna óvissu um að félagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu sem trúfélag. Zuism var einnig afskráð sem félag í dag samkvæmt upplýsingum í fyrirtækjaskrá Skattsins. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir hlutu tveggja og eins og hálfs fangelsisdóma fyrir misferli í Hæstarétti í mars. Þeir voru taldir hafa blekkt ríkið til þess að greiða félaginu tugi milljóna króna í sóknargjöld sem það átti ekki rétt á. Ávinningnum ráðstöfuðu þeir að mestu leyti til eigin nota, þar á meðal í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Skrautleg tólf ára löng saga Saga Zuism var skrautleg. Bræðurnir fengu það skráð sem trúfélag árið 2013 við þriðja mann en félagar voru teljandi á fingrum annarrar handar eftir að það hlaut skráningu. Félagið komst hins vegar í fréttirnar þegar sýslumaður hugðist afskrá það árið 2015. Þá falaðist hópur, ótengdur bræðrunum, eftir því að taka við Zuism. Fyrir hópnum vakti að mótmæla sóknargjaldakerfinu. Auglýsti hópurinn að Zuism ætlaði að endurgreiða söfnuði sínum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Eins og hendi væri veifað varð Zuism að einu fjölmennasta trúfélagi landsins með yfir þrjú þúsund félaga. Í krafti þessarar gríðarlegu fjölgunar átti félagið nú rétt á tugum milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu. Það var á þessum tímapunkti sem bræðurnir sem stofnuðu félagið kröfðust þess að fá yfirráð yfir því, og nýfengnum fjármunum, aftur. Þeim varð að ósk sinni árið 2017. Til að byrja með tóku þeir loforð fyrri hópsins um endurgreiðslu sóknargjalda upp á sína arma. Fáir fengu þó endurgreitt. Sýslumaður stöðvaði greiðslur sóknargjalda til Zuism árið 2019 vegna óvissu um hvort félagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu sem trúfélag. Skömmu síðar voru bræðurnir handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Upphaflega sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur þá af ákærunni en þeirri niðurstöðu var snúið við í Landsrétti. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóma bræðranna í mars. Með afskráningu sýslumanns á félaginu nú virðist því viðburðaríkri sögu þess lokið. Zuism Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira
Auglýsing um afskráninguna birtist í Lögbirtingarblaðinu í dag og tóku réttaráhrif hennar gildi á sama tíma. Afskráningin þýðir að Zuism á ekki rétt á sóknargjöldum úr ríkissjóði. Félagið hafði þó ekki fengið þau greidd frá því að sýslumaður frysti greiðslurnar snemma árs 2019 vegna óvissu um að félagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu sem trúfélag. Zuism var einnig afskráð sem félag í dag samkvæmt upplýsingum í fyrirtækjaskrá Skattsins. Bræðurnir Ágúst Arnar og Einar Ágústssynir hlutu tveggja og eins og hálfs fangelsisdóma fyrir misferli í Hæstarétti í mars. Þeir voru taldir hafa blekkt ríkið til þess að greiða félaginu tugi milljóna króna í sóknargjöld sem það átti ekki rétt á. Ávinningnum ráðstöfuðu þeir að mestu leyti til eigin nota, þar á meðal í veitingahúsaferðir, áfengi og ferðalög. Skrautleg tólf ára löng saga Saga Zuism var skrautleg. Bræðurnir fengu það skráð sem trúfélag árið 2013 við þriðja mann en félagar voru teljandi á fingrum annarrar handar eftir að það hlaut skráningu. Félagið komst hins vegar í fréttirnar þegar sýslumaður hugðist afskrá það árið 2015. Þá falaðist hópur, ótengdur bræðrunum, eftir því að taka við Zuism. Fyrir hópnum vakti að mótmæla sóknargjaldakerfinu. Auglýsti hópurinn að Zuism ætlaði að endurgreiða söfnuði sínum sóknargjöld sem félagið fengi frá ríkinu. Eins og hendi væri veifað varð Zuism að einu fjölmennasta trúfélagi landsins með yfir þrjú þúsund félaga. Í krafti þessarar gríðarlegu fjölgunar átti félagið nú rétt á tugum milljóna króna í sóknargjöld frá ríkinu. Það var á þessum tímapunkti sem bræðurnir sem stofnuðu félagið kröfðust þess að fá yfirráð yfir því, og nýfengnum fjármunum, aftur. Þeim varð að ósk sinni árið 2017. Til að byrja með tóku þeir loforð fyrri hópsins um endurgreiðslu sóknargjalda upp á sína arma. Fáir fengu þó endurgreitt. Sýslumaður stöðvaði greiðslur sóknargjalda til Zuism árið 2019 vegna óvissu um hvort félagið uppfyllti skilyrði fyrir skráningu sem trúfélag. Skömmu síðar voru bræðurnir handteknir og síðar ákærðir fyrir fjársvik og peningaþvætti. Upphaflega sýknaði Héraðsdómur Reykjavíkur þá af ákærunni en þeirri niðurstöðu var snúið við í Landsrétti. Hæstiréttur staðfesti fangelsisdóma bræðranna í mars. Með afskráningu sýslumanns á félaginu nú virðist því viðburðaríkri sögu þess lokið.
Zuism Trúmál Stjórnsýsla Mest lesið Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Erlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Erlent Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Innlent Karlarnir leiða að ósk kvennanna Innlent Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Erlent Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Innlent Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Innlent Fleiri fréttir Ólga meðal eldfjallafræðinga og bruni á Húsavík Fjármál barnanna geti haft áhrif á eftirlaun foreldranna Áfengi efnafræðilega skylt lampaolíu, terpentínu og bensíni Karlarnir leiða að ósk kvennanna Þessi skipa lista Samfylkingarinnar í Reykjanesbæ Nær altjón í iðnaðarhúsnæði eftir bruna á Húsavík Guðrún svarar fyrir gömul ummæli um aðildarviðræður að ESB Afneitun helfararinnar verði gerð refsiverð og fræðsla aukin Rúmlega tvöhundruð skjálftar við Lambafell í Þrengslum Höfðu afskipti af „trylltum“ manni og ofurölvi útlendingi Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Sjá meira