Aumir hælar, tognaðir vöðvar, glóðuraugu og brotin nef í Sirkus Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 20:00 Hér má sjá Lee Nelson fyrir framan tjaldið gríðarstóra. Sirkus Íslands er nú í óðaönn við að undirbúa sirkussýningar sínar í Reykjavík en frumsýning er á miðvikudag. „Við byrjuðum að setja upp 18. júní í mikilli rigningu,“ segir Lee Nelson atvinnutrúður sem fer fyrir hópnum. „Þann 19. júní gerðum við sviðið klárt,“ heldur hann áfram. „Nú erum við að æfa tæknilegu hliðar atriðsins og svo er frumsýning á miðvikudag.“ Tjaldið er tólf metra hátt og á vef Sirkus Íslands kemur fram að það taki 400 manns á sýningum. Lee bauð Vigdísi Finnbogadóttur á frumsýninguna og barnabörnum hennar. „Ég vona að hún komi.“ „Við verðum á Klambratúni til 13. júlí. Færum okkur svo til Ísafjarðar. Frumsýnum þar 16. júlí,“ útskýrir Lee en Sirkus Íslands sýnir þrjár mismunandi sýningar á ferð sinni um landið. Sýningarnar heita Heima, Skinnsemi og S.I.R.K.U.S. „Fólk mun skemmta sér konunglega spái ég. Þetta verður hefðbundinn sirkus. Það eru trúðar, atriði sem fá þig til að bregða, atriði sem fá þig til að hlæja og klappa. Þetta er fullt af íslensku fólki að gera ótrúlega hluti.“ 25 manns eru í hópnum og eru allir Íslendingar fyrir utan Lee en hann hefur búið hér á landi í níu ár.Varð ástfanginn af orkunni, þetta reddast viðhorfinu og fallegri konu Lee ætlaði aldrei að stoppa lengi á einum stað heldur var hann farandtrúður en eitthvað gerðist þegar hann kom til Íslands. „Ísland gerðist. Ég kom hingað í maí og þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði sólarljós allan sólahringinn. Þetta voru uppgangsárin þannig að allt var mögulegt, fólk var sjúklega ríkt og viðskipti auðveld.“ „Ég varð ástfanginn af birtunni hér, orkunni og hæfni Íslendinga til að segja bara þetta reddast,“ útskýrir hann. Lee varð ástfanginn af fleiru en orkunni hér á landi. „Ég hitti fallega konu sem er nú konan mín og hún gat mér 2 börn.“ Skemmtileg tilviljun er að parið hittist á barnum Sirkus sem var starfræktur á Klapparstíg fyrir nokkrum árum. Lee er mjög stoltur af sirkusnum sínum en á 26 dögum sýndu þau 110 sýningar. Tjaldið er nýtt og var fyrst sett upp á þessu ári. „Það var sett upp í Viðey eins og kunnugt er,“ segir hann og hlær. En tjaldið vakti athygli þegar það var notað þar í fertugsafmæli Birgis Más Ragnarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Samson. „Tjaldið kom ekki með neinum leiðbeiningum þannig að í fyrsta skipti sem við settum það upp þá tók það svolítið langan tíma. Við þurftum að gera allt sex sinnum til að komast að því hvaða leið er fljótlegust en nú vitum við hver hún er. Nú getum við sett það upp á einum degi.“ „Hér höfum við séð vöðva togna, glóðuraugu, brotin nef og auma hæla en við höfum aldrei lent í alvarlegu slysi,“ segir Lee „Ekkert sem hefur hamlað fólki frá því að sinna starfinu sínu.“ Nánari upplýsingar um Sirkus Íslands og sýningaráætlun má nálgast hér. . Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira
Sirkus Íslands er nú í óðaönn við að undirbúa sirkussýningar sínar í Reykjavík en frumsýning er á miðvikudag. „Við byrjuðum að setja upp 18. júní í mikilli rigningu,“ segir Lee Nelson atvinnutrúður sem fer fyrir hópnum. „Þann 19. júní gerðum við sviðið klárt,“ heldur hann áfram. „Nú erum við að æfa tæknilegu hliðar atriðsins og svo er frumsýning á miðvikudag.“ Tjaldið er tólf metra hátt og á vef Sirkus Íslands kemur fram að það taki 400 manns á sýningum. Lee bauð Vigdísi Finnbogadóttur á frumsýninguna og barnabörnum hennar. „Ég vona að hún komi.“ „Við verðum á Klambratúni til 13. júlí. Færum okkur svo til Ísafjarðar. Frumsýnum þar 16. júlí,“ útskýrir Lee en Sirkus Íslands sýnir þrjár mismunandi sýningar á ferð sinni um landið. Sýningarnar heita Heima, Skinnsemi og S.I.R.K.U.S. „Fólk mun skemmta sér konunglega spái ég. Þetta verður hefðbundinn sirkus. Það eru trúðar, atriði sem fá þig til að bregða, atriði sem fá þig til að hlæja og klappa. Þetta er fullt af íslensku fólki að gera ótrúlega hluti.“ 25 manns eru í hópnum og eru allir Íslendingar fyrir utan Lee en hann hefur búið hér á landi í níu ár.Varð ástfanginn af orkunni, þetta reddast viðhorfinu og fallegri konu Lee ætlaði aldrei að stoppa lengi á einum stað heldur var hann farandtrúður en eitthvað gerðist þegar hann kom til Íslands. „Ísland gerðist. Ég kom hingað í maí og þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði sólarljós allan sólahringinn. Þetta voru uppgangsárin þannig að allt var mögulegt, fólk var sjúklega ríkt og viðskipti auðveld.“ „Ég varð ástfanginn af birtunni hér, orkunni og hæfni Íslendinga til að segja bara þetta reddast,“ útskýrir hann. Lee varð ástfanginn af fleiru en orkunni hér á landi. „Ég hitti fallega konu sem er nú konan mín og hún gat mér 2 börn.“ Skemmtileg tilviljun er að parið hittist á barnum Sirkus sem var starfræktur á Klapparstíg fyrir nokkrum árum. Lee er mjög stoltur af sirkusnum sínum en á 26 dögum sýndu þau 110 sýningar. Tjaldið er nýtt og var fyrst sett upp á þessu ári. „Það var sett upp í Viðey eins og kunnugt er,“ segir hann og hlær. En tjaldið vakti athygli þegar það var notað þar í fertugsafmæli Birgis Más Ragnarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Samson. „Tjaldið kom ekki með neinum leiðbeiningum þannig að í fyrsta skipti sem við settum það upp þá tók það svolítið langan tíma. Við þurftum að gera allt sex sinnum til að komast að því hvaða leið er fljótlegust en nú vitum við hver hún er. Nú getum við sett það upp á einum degi.“ „Hér höfum við séð vöðva togna, glóðuraugu, brotin nef og auma hæla en við höfum aldrei lent í alvarlegu slysi,“ segir Lee „Ekkert sem hefur hamlað fólki frá því að sinna starfinu sínu.“ Nánari upplýsingar um Sirkus Íslands og sýningaráætlun má nálgast hér. .
Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fleiri fréttir Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Sjá meira