Aumir hælar, tognaðir vöðvar, glóðuraugu og brotin nef í Sirkus Íslands Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 22. júní 2014 20:00 Hér má sjá Lee Nelson fyrir framan tjaldið gríðarstóra. Sirkus Íslands er nú í óðaönn við að undirbúa sirkussýningar sínar í Reykjavík en frumsýning er á miðvikudag. „Við byrjuðum að setja upp 18. júní í mikilli rigningu,“ segir Lee Nelson atvinnutrúður sem fer fyrir hópnum. „Þann 19. júní gerðum við sviðið klárt,“ heldur hann áfram. „Nú erum við að æfa tæknilegu hliðar atriðsins og svo er frumsýning á miðvikudag.“ Tjaldið er tólf metra hátt og á vef Sirkus Íslands kemur fram að það taki 400 manns á sýningum. Lee bauð Vigdísi Finnbogadóttur á frumsýninguna og barnabörnum hennar. „Ég vona að hún komi.“ „Við verðum á Klambratúni til 13. júlí. Færum okkur svo til Ísafjarðar. Frumsýnum þar 16. júlí,“ útskýrir Lee en Sirkus Íslands sýnir þrjár mismunandi sýningar á ferð sinni um landið. Sýningarnar heita Heima, Skinnsemi og S.I.R.K.U.S. „Fólk mun skemmta sér konunglega spái ég. Þetta verður hefðbundinn sirkus. Það eru trúðar, atriði sem fá þig til að bregða, atriði sem fá þig til að hlæja og klappa. Þetta er fullt af íslensku fólki að gera ótrúlega hluti.“ 25 manns eru í hópnum og eru allir Íslendingar fyrir utan Lee en hann hefur búið hér á landi í níu ár.Varð ástfanginn af orkunni, þetta reddast viðhorfinu og fallegri konu Lee ætlaði aldrei að stoppa lengi á einum stað heldur var hann farandtrúður en eitthvað gerðist þegar hann kom til Íslands. „Ísland gerðist. Ég kom hingað í maí og þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði sólarljós allan sólahringinn. Þetta voru uppgangsárin þannig að allt var mögulegt, fólk var sjúklega ríkt og viðskipti auðveld.“ „Ég varð ástfanginn af birtunni hér, orkunni og hæfni Íslendinga til að segja bara þetta reddast,“ útskýrir hann. Lee varð ástfanginn af fleiru en orkunni hér á landi. „Ég hitti fallega konu sem er nú konan mín og hún gat mér 2 börn.“ Skemmtileg tilviljun er að parið hittist á barnum Sirkus sem var starfræktur á Klapparstíg fyrir nokkrum árum. Lee er mjög stoltur af sirkusnum sínum en á 26 dögum sýndu þau 110 sýningar. Tjaldið er nýtt og var fyrst sett upp á þessu ári. „Það var sett upp í Viðey eins og kunnugt er,“ segir hann og hlær. En tjaldið vakti athygli þegar það var notað þar í fertugsafmæli Birgis Más Ragnarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Samson. „Tjaldið kom ekki með neinum leiðbeiningum þannig að í fyrsta skipti sem við settum það upp þá tók það svolítið langan tíma. Við þurftum að gera allt sex sinnum til að komast að því hvaða leið er fljótlegust en nú vitum við hver hún er. Nú getum við sett það upp á einum degi.“ „Hér höfum við séð vöðva togna, glóðuraugu, brotin nef og auma hæla en við höfum aldrei lent í alvarlegu slysi,“ segir Lee „Ekkert sem hefur hamlað fólki frá því að sinna starfinu sínu.“ Nánari upplýsingar um Sirkus Íslands og sýningaráætlun má nálgast hér. . Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira
Sirkus Íslands er nú í óðaönn við að undirbúa sirkussýningar sínar í Reykjavík en frumsýning er á miðvikudag. „Við byrjuðum að setja upp 18. júní í mikilli rigningu,“ segir Lee Nelson atvinnutrúður sem fer fyrir hópnum. „Þann 19. júní gerðum við sviðið klárt,“ heldur hann áfram. „Nú erum við að æfa tæknilegu hliðar atriðsins og svo er frumsýning á miðvikudag.“ Tjaldið er tólf metra hátt og á vef Sirkus Íslands kemur fram að það taki 400 manns á sýningum. Lee bauð Vigdísi Finnbogadóttur á frumsýninguna og barnabörnum hennar. „Ég vona að hún komi.“ „Við verðum á Klambratúni til 13. júlí. Færum okkur svo til Ísafjarðar. Frumsýnum þar 16. júlí,“ útskýrir Lee en Sirkus Íslands sýnir þrjár mismunandi sýningar á ferð sinni um landið. Sýningarnar heita Heima, Skinnsemi og S.I.R.K.U.S. „Fólk mun skemmta sér konunglega spái ég. Þetta verður hefðbundinn sirkus. Það eru trúðar, atriði sem fá þig til að bregða, atriði sem fá þig til að hlæja og klappa. Þetta er fullt af íslensku fólki að gera ótrúlega hluti.“ 25 manns eru í hópnum og eru allir Íslendingar fyrir utan Lee en hann hefur búið hér á landi í níu ár.Varð ástfanginn af orkunni, þetta reddast viðhorfinu og fallegri konu Lee ætlaði aldrei að stoppa lengi á einum stað heldur var hann farandtrúður en eitthvað gerðist þegar hann kom til Íslands. „Ísland gerðist. Ég kom hingað í maí og þetta var í fyrsta sinn sem ég upplifði sólarljós allan sólahringinn. Þetta voru uppgangsárin þannig að allt var mögulegt, fólk var sjúklega ríkt og viðskipti auðveld.“ „Ég varð ástfanginn af birtunni hér, orkunni og hæfni Íslendinga til að segja bara þetta reddast,“ útskýrir hann. Lee varð ástfanginn af fleiru en orkunni hér á landi. „Ég hitti fallega konu sem er nú konan mín og hún gat mér 2 börn.“ Skemmtileg tilviljun er að parið hittist á barnum Sirkus sem var starfræktur á Klapparstíg fyrir nokkrum árum. Lee er mjög stoltur af sirkusnum sínum en á 26 dögum sýndu þau 110 sýningar. Tjaldið er nýtt og var fyrst sett upp á þessu ári. „Það var sett upp í Viðey eins og kunnugt er,“ segir hann og hlær. En tjaldið vakti athygli þegar það var notað þar í fertugsafmæli Birgis Más Ragnarssonar, fyrrum framkvæmdastjóra Samson. „Tjaldið kom ekki með neinum leiðbeiningum þannig að í fyrsta skipti sem við settum það upp þá tók það svolítið langan tíma. Við þurftum að gera allt sex sinnum til að komast að því hvaða leið er fljótlegust en nú vitum við hver hún er. Nú getum við sett það upp á einum degi.“ „Hér höfum við séð vöðva togna, glóðuraugu, brotin nef og auma hæla en við höfum aldrei lent í alvarlegu slysi,“ segir Lee „Ekkert sem hefur hamlað fólki frá því að sinna starfinu sínu.“ Nánari upplýsingar um Sirkus Íslands og sýningaráætlun má nálgast hér. .
Mest lesið Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Fleiri fréttir Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Sjá meira