Sendiherra hvetur Íslendinga í Osló til að halda sig frá miðborginni Heimir Már Pétursson skrifar 27. júlí 2014 20:00 Sendiherra Íslands í Noregi skorar á Íslendinga í Osló að fara ekki í miðborgina á morgun nema þeir eigi brýnt erindi, vegna hótunar um hryðjuverk þar á morgun. Hann segir hryðjuverkamenn þegar hafa náð sínu fram að hluta með því að sá ótta meðal almennings. Norska lögreglan greindi frá því á fimmtudag að hætta væri á því að hryðjuverk yrði framið í landinu á næstu dögum, að öllum líkindum á morgun Mánudag. Gunnar Pálsson sendiherra Íslands í Noregi segir íbúa í Osló verða vara við aukinn viðbúnað lögreglu. „Almenningur er svosem engu nær um það hvort hryðjuverkamenn láti til skara skríða á morgun eða ekki. Það vitum við ekkert um. Hins vegar held ég að norska lögreglan sé við öllu búin. Ég tek eftir því að það er mikill viðbúnaður í borginni. Lögreglan er mjög sýnileg hérna í miðbænum,“ segir Gunnar. Ráðstafanir hafi verið gerðar á flugvöllum þannig að það sé orðið tafsamt að fara um alþjóðaflugvöllinn við Osló. „Og þeir eru með vörð við allar helstu stjórnarbyggingum og við konungshöllina. Það vill nú svo til að sendiráð Íslands er andspænis utanríkisráðuneytinu hér í miðbænum og við hornið á Hallargarðninum. Þannig að við erum á frekar viðkvæmum stað,“ segir Gunnar. Hann segir fáa á ferli í Osló, miðborgin sé nánast tóm. Sendiráðið geri líka sínar ráðstafanir. „Ég ætla til dæmið að hvetja Íslendinga sem höfðu hugsað sér að koma í sendiráðið á morgun að bóka frekar einhvern annan dag. Að gera sér ekki far í bæinn á meðan þetta óvissuástand ríkir, ef það getur komist hjá því,“ segir sendiherrann. Norðmenn taki þessari hótun mjög alvarlega og séu meðvitaðir um hættuna. Þótt hryðjuverkamenn láti oftast til skara skríða þegar fólk er óviðbúið. En á vissan hátt sé ákveðinn skaði skeður þegar hryðjuverkaöflum takist að koma fólki í ójafnvægi. „Það er best að vera við öllu búinn og við ætlum þess vegna sjálf að hafa litla dekkun í sendiráðinu á morgun vegna þessara viðvarana sem lögreglan hefur gefið út og munum sömuleiðis hvetja Íslendinga til þess að leggja ekki leið sína í miðbæinn nema þeir eigi brýnt erindi,“ segir Gunnar Pálsson. Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira
Sendiherra Íslands í Noregi skorar á Íslendinga í Osló að fara ekki í miðborgina á morgun nema þeir eigi brýnt erindi, vegna hótunar um hryðjuverk þar á morgun. Hann segir hryðjuverkamenn þegar hafa náð sínu fram að hluta með því að sá ótta meðal almennings. Norska lögreglan greindi frá því á fimmtudag að hætta væri á því að hryðjuverk yrði framið í landinu á næstu dögum, að öllum líkindum á morgun Mánudag. Gunnar Pálsson sendiherra Íslands í Noregi segir íbúa í Osló verða vara við aukinn viðbúnað lögreglu. „Almenningur er svosem engu nær um það hvort hryðjuverkamenn láti til skara skríða á morgun eða ekki. Það vitum við ekkert um. Hins vegar held ég að norska lögreglan sé við öllu búin. Ég tek eftir því að það er mikill viðbúnaður í borginni. Lögreglan er mjög sýnileg hérna í miðbænum,“ segir Gunnar. Ráðstafanir hafi verið gerðar á flugvöllum þannig að það sé orðið tafsamt að fara um alþjóðaflugvöllinn við Osló. „Og þeir eru með vörð við allar helstu stjórnarbyggingum og við konungshöllina. Það vill nú svo til að sendiráð Íslands er andspænis utanríkisráðuneytinu hér í miðbænum og við hornið á Hallargarðninum. Þannig að við erum á frekar viðkvæmum stað,“ segir Gunnar. Hann segir fáa á ferli í Osló, miðborgin sé nánast tóm. Sendiráðið geri líka sínar ráðstafanir. „Ég ætla til dæmið að hvetja Íslendinga sem höfðu hugsað sér að koma í sendiráðið á morgun að bóka frekar einhvern annan dag. Að gera sér ekki far í bæinn á meðan þetta óvissuástand ríkir, ef það getur komist hjá því,“ segir sendiherrann. Norðmenn taki þessari hótun mjög alvarlega og séu meðvitaðir um hættuna. Þótt hryðjuverkamenn láti oftast til skara skríða þegar fólk er óviðbúið. En á vissan hátt sé ákveðinn skaði skeður þegar hryðjuverkaöflum takist að koma fólki í ójafnvægi. „Það er best að vera við öllu búinn og við ætlum þess vegna sjálf að hafa litla dekkun í sendiráðinu á morgun vegna þessara viðvarana sem lögreglan hefur gefið út og munum sömuleiðis hvetja Íslendinga til þess að leggja ekki leið sína í miðbæinn nema þeir eigi brýnt erindi,“ segir Gunnar Pálsson.
Mest lesið Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl Erlent „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Innlent Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Innlent Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Innlent Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Innlent „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Innlent Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Innlent Leita leiða til að kveða ranglega útgefnar sektir í kútinn Fréttir Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Innlent Fleiri fréttir Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ „Ég held að það sé nú best að anda rólega“ Áhugi ungra stráka á Druslugöngunni kom skemmtilega á óvart Mögulegir Evróputollar á íslenskar vörur, lundastofn í rénun og Druslugangan Komst ekki heim frá Íran fyrr en mánuði eftir árásirnar Segir eðlilegast að strandveiðiheimildir verði fyrir utan alla potta Reyndist fjölmennt matarboð „þar sem gleðin var við völd“ Skógasafn vill Gunnfaxa en beðið svara eigenda Áfram gýs úr einum gíg „Það nægir ekki ESB að rústa eigin iðnaðarframleiðslu“ Vill bjóða borgarstjóra í vöfflukaffi eftir deilurnar Ósammála Náttúrufræðistofnun og segja veiðar á lunda forsvaranlegar Eldri borgarar í Vogum leiddu knattspyrnumenn inn á völlinn ESB leggur til tolla á Ísland: „Þetta er bara tillaga sem er á borðinu“ Uppsagnir sjómanna í Grindavík: „Hvenær er nóg, nóg?“ Vilja innlima Vesturbakkann og deilu um göngustíg lýkur með vöfflum Handtekinn vegna ólöglegs vopnaburðar Bilun í flugstjórn olli um tveggja tíma seinkun Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Keyrt á íslenska stráka á Ólympíuhátíð Ekki þeir sömu og voru handteknir vegna fyrri þjófnaðarins Minni helst á þjóðarmorð Serba á múslimum í Bosníu Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Sjá meira