„Við eigum þetta allt“ Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 30. mars 2014 19:49 Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag. Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Um hundrað manns freistuðu þess í dag að skoða Geysissvæðið án þess að greiða aðgangseyri. Hópurinn átti í litlum vandræðum við að komast inn á svæðið, enda voru tollverðir landeigenda hvergi sjáanlegir. Síðustu daga hafa landeigendur við Geysi rukkað sex hundruð krónur inn á svæðið. Þegar mest lætur heimsækja um sex þúsund ferðamenn Geysissvæðið á dag. Ögmundur Jónasson boðaði komu sína á svæðið í dag og ætlaði ekki borga neitt. Fyrir hádegi voru 12 starfsmenn að rukka ferðamenn og Íslendinga en þeir voru farnir áður en Ögmundur kom á svæðið og átti því greiða leið á svæðið. „Hvers vegna skildi það vera? Jú það er þegar að fólk kemur til að standa á lagalegum rétti sýnum, þá hverfa rukkararnir af hólmi,“ sagði Ögmundur í Haukadal í dag. Talsmaður landeigenda segir ástæðuna fyrir því að engin gjaldtaka var í dag, vera markaðsátak sveitarfélaga á Suðurlandi, Leyndardómar Suðurlands. Það hafi verið heppilegt að þetta hafi fallið svona saman í dag. Þá er Ögmundur sakaður um tvískinnung í afstöðu sinni til náttúruverndar. Örvar Þór Kristinsson, formaður félags leiðsögumanna, sagði í kvöldfréttum Stöðvar að svo virtist vera sem minni hætta væri á svæðinu eftir hádegi. „Það þarf ekki að vera með öryggisverði og fólk að passa upp á svæðið. Ég skil þetta ekki alveg.“ „Það eru miklu fleiri tugþúsundir sem eru með okkur í anda,“ sagði Ögmundur. „Það er ekki nokkur stafur fyrir þessu í lögum, að þetta sé heimilt. Rukkararnir treysta sér ekki til reyna að innheimta gjaldið þegar að menn taka á móti og segjast ekki ætla að greiða. Þá hörfa þeir af hólmi.“ „Það er þetta sem þarf að gerast allsstaðar þar sem reynt er að hafa í frammi þessa lögleysu að fólk þarf að hrinda þessu af höndum okkar.“ „Væri ekki ráð að halda í Kerið þegar við keyrum til baka,“ sagði Ögmundur við hóp fólks á Geysissvæðinu í dag. „Við eigum þetta allt. Sjálf ein, þjóðin og heimurinn allur.“ Ögmundur og hópurinn allur fengu frían aðgang að Kerinu í dag.
Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira