Enski boltinn

Góð helgi fyrir Liverpool - öll mörkin úr leikjunum inn á Vísi

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Þetta var góð helgi fyrir Liverpool-menn í ensku boltanum en Liverpool-liðið komst í efsta sæti deildarinnar eftir 4-0 stórsigur á Tottenham á Anfield í dag. Eins og vanalega er hægt að nálgast flottar samantektir á öllum leikjum ensku úrvalsdeildarinnar inn á Vísi.

Liverpool nýtti sér tap Chelsea fyrir Crystal Palace í gær (sjá hér) og jafntefli Manchester City og Arsenal á Emirates-leikvanginum (sjá hér).

Liverpool vann þarna sinn áttunda leik í röð og hefur skorað 30 mörk í þessum átta leikjum með 3,8 mörk að meðaltali í leik. Það er hægt að sjá mörkin úr Liverpool-leiknum með því að smella hér.

Það gengur reyndar mjög vel hjá báðum liðunum úr Bítlaborginni því Everton vann sinn fimmta sigur í dag þegar liðið vann 3-1 sigur á Fulham á útivelli. (sjá hér).

Manchester United vann líka langþráðan heimasigur þrátt fyrir að lenda 0-1 undir á móti Aston Villa. Wayne Rooney svaraði með tveimur mörkum fyrir hálfleik og United vann 4-1. Það er hægt að sjá mörkin frá Old Trafford með því að smella hér.


Tengdar fréttir

Mourinho lét boltastrák heyra það - myndir

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var spurður út í það eftir tapleikinn á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag af hverju hann lét boltastrák heyra það í uppbótartíma eftir að strákurinn var eitthvað að hangsa með boltann.

Suarez sló markamet Fowlers

Luis Suarez sló í dag met Robbies Fowler yfir flest mörk leikmanns Liverpool á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni.

Mourinho: Eigum ekki lengur möguleika á titlinum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var að sjálfsögðu ekki kátur eftir 1-0 tap á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag en það vakti kannski mesta athygli að hann telur sitt lið ekki lengur eiga möguleika á enska meistaratitlinum.

Rooney fór upp fyrir Lampard

Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í 4-1 sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og hækkaði sig um leið á listanum yfir mesti markaskorara deildarinnar frá upphafi.

Varamaður Arons Einars tryggði Cardiff stig á síðustu stundu

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City náðu í stig á útivelli á móti West Bromwich Albion í dag þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir eftir aðeins níu mínútna leik. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir tvö mörk í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×