Enski boltinn

Mourinho: Eigum ekki lengur möguleika á titlinum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho með Gary Cahill eftir leikinn.
Jose Mourinho með Gary Cahill eftir leikinn. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var að sjálfsögðu ekki kátur eftir 1-0 tap á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag en það vakti kannski mesta athygli að hann telur sitt lið ekki lengur eiga möguleika á enska meistaratitlinum.

Chelsea er enn á toppnum en Manchester City kemst í toppsætið með sigri á Arsenal í kvöld. Þetta var hinsvegar annað 0-1 tap Chelsea á stuttum tíma á móti liði úr neðri hlutanum.

„Nú eigum við ekki lengur möguleika á titlinum. Við þurfum að treysta of mikið á önnur úrslit," sagði Jose Mourinho við BBC.

„Crystal Palace átti sigurinn skilinn og þeir voru að berjast fyrir lífi sínu. Við fengum nokkur góð færi og markvörðurinn þeirra varði nokkrum sinnum vel í fyrri hálfleiknum. Liðsandi þeirra var hinsvegar sterkari, ástríða þeirra var meiri og þeir gáfu meira af sér fyrir málstaðinn. Það olli mér vonbrigðum en þetta er tap sem við getum aðeins kennt okkur sjálfum um," sagði Jose Mourinho.

„Sumum af okkar leikmönnum líður ekki vel við svona aðstæður eins og á móti Stoke á útivelli, á móti Newcastle á útivelli og á móti Everton á útivelli. Get ég breytt þessu? Ég veit það ekki. Varnarmennirnir mínir eru meiriháttar en leikmenn í öðrum stöðum á vellinum eru í vandræðum," sagði Jose Mourinho.


Tengdar fréttir

Rooney fór upp fyrir Lampard

Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í 4-1 sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og hækkaði sig um leið á listanum yfir mesti markaskorara deildarinnar frá upphafi.

Varamaður Arons Einars tryggði Cardiff stig á síðustu stundu

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City náðu í stig á útivelli á móti West Bromwich Albion í dag þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir eftir aðeins níu mínútna leik. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir tvö mörk í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×