Handbolti

Sig­valdi kallaður inn í ís­lenska hópinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur skorað ófá mörkin á síðustu stórmótum Íslands og kemur nú aftur til móts við liðið.
Sigvaldi Björn Guðjónsson hefur skorað ófá mörkin á síðustu stórmótum Íslands og kemur nú aftur til móts við liðið. EPA/Adam Ihse

Sigvaldi Björn Guðjónsson, leikmaður Kolstad í Noregi, hefur verið kallaður inn í íslenska landsliðshópinn sem ferðaðist í dag til Herning. 

Sigvaldi er þegar kominn til móts við hópinn og því klár ef á hann reynir.

Sigvaldi, sem er hægri hornamaður og öflugur hraðaupphlaupsmaður, hefur verið í íslenska landsliðinu á síðustu stórmótum en Snorri Steinn Guðjónsson valdi hann óvænt ekki í hópinn heldur valdi frekar Teit Örn Einarsson.

Ísland leikur undanúrslitaleik sinn á Evrópumótinu á morgun gegn heimamönnum í Danmörku. Leikurinn hefst klukkan 19:30.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×