Enski boltinn

Varamaður Arons Einars tryggði Cardiff stig á síðustu stundu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mats Moller Daehli fagnar jöfnunarmarkinu.
Mats Moller Daehli fagnar jöfnunarmarkinu. Vísir/Getty
Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City náðu í stig á útivelli á móti West Bromwich Albion í dag þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir eftir aðeins níu mínútna leik. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir tvö mörk í uppbótartíma.

Leikurinn var frábær skemmtun, sannkallaður sex stiga fallbaráttuslagur þar sem bæði lið þurftu á stigum að halda. Dramatíkin var síðan í hámarki í blálokin þegar bæði lið skoruðu á lokasekúndum leiksins.

Stigið er gríðarlega mikilvægt fyrir velska liðið sem er enn í fallsæti en Cardiff-menn hefðu misst WBA-liðið sex stigum á undan sér hefði leikurinn tapast.

Aron Einar fékk bara fyrri hálfleikinn í dag en Ole Gunnar Solkskjær tók hann útaf í hálfleik og setti Mats Moller Daehli, 19 ára landa sinn, inná í staðinn. Aron Einar hefur ekki fengið mörg tækifæri að undanförnu.

Mats Moller Daehli átti eftir að ráða úrslitum í leiknum því hann tryggði Cardiff stig með jöfnunarmarki á fjórðu mínútu í uppbótartíma.

Leikurinn byrjaði skelfilega fyrir Cardiff liðið því þeir Morgan Amalfitano og Graham Dorrans komu WBA í 2-0 á fyrstu níu mínútunum.

Aron Einar átti síðan stoðsendinguna á Jordon Mutch sem minkaði muninn með skoti utan af kanti á 30. mínútu. Það var þó ekki nóg til að  Solkskjær héldi honum inn á vellinum.

Steven Caulker jafnaði metin á 73. mínútu með skalla eftir aukaspyrnu Gary Medel en það var ekki síðasta markið í leiknum.

Bæði liðin skoruðu í uppbótartímanum, Thievy Bifouma kom WBA í 3-2 eftir fyrirgjöf frá Saido Berahino en Norðmaðurinn tryggði Cardiff stigið með marki á síðustu stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×