Enski boltinn

Suarez sló markamet Fowlers

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Luis Suarez hefur verið iðinn við kolann í vetur.
Luis Suarez hefur verið iðinn við kolann í vetur. Vísir/Getty
Úrúgvæinn Luis Suarez hefur farið á kostum með Liverpool á tímabilinu, nú síðast í 4-0 sigri liðsins á Tottenham á Anfield.

Suarez skoraði annað mark Liverpool í leiknum á 25. mínútu, en það var hans 29. mark í ensku úrvalsdeildinni í vetur, í aðeins 27 leikjum. Enginn leikmaður hefur nú skorað jafn mörg deildarmörk fyrir Liverpool á einu tímabili síðan enska úrvalsdeildin var sett á laggirnar tímabilið 1992-93. Robbie Fowler átti gamla metið, en hann skoraði 28 mörk fyrir Liverpool tímabilið 1995-96.

Sex leikir eru eftir af tímabilinu og Suarez á því góða möguleika á að slá metið yfir flest deildarmörk leikmanns á einu tímabili í ensku úrvalsdeildinni. Andy Cole og Alan Shearer deila því meti, en þeir skoruðu 34 mörk tímabilin 1993-94 (Cole) og 1994-95 (Shearer), þegar 22 lið léku í úrvalsdeildinni.

Suarez hefur þó ekki verið einn um að skora fyrir Liverpool í deildinni í vetur, en alls er liðið búið að skora 88 mörk í 32 deildarleikjum, eða 2,75 mörk að meðaltali í leik. Það þyrfti því ekki að koma á óvart ef Liverpool myndi slá metið yfir flest deildarmörk liðs á einu tímabili frá stofnun úrvalsdeildarinnar. Chelsea á það met, en liðið skoraði 103 mörk tímabilið 2009-10 þegar það varð Englandsmeistari í fjórða skipti.


Tengdar fréttir

Suarez skoraði eitt og lagði upp tvö - Liverpool í annað sætið

Liverpool vann sinn fjórða leik í röð í ensku úrvalsdeildinni í kvöld þegar Luis Suarez og félagar sóttu þrjú stig til Southampton. Liverpool vann Southampton 3-0 og komst þar með upp fyrir Arsenal og Manchester City og alla leið upp í annað sæti deildarinnar.

Hver var bestur? - Hver skoraði flottasta markið? | Allt inn á Vísi

Þeir sem misstu af enska boltanum um helgina eða vilja bara horfa á það helsta aftur þá er hægt að fá flott yfirlit inn á Vísi. Eins og vanalega er nefnilega hægt að finna margskonar samantektir eftir hverja umferð ensku úrvalsdeildarinnar inn á Sjónvarpsvefnum á Vísi.

Eigandi Liverpool viðurkennir klásúlu í samningi Suarez

Luis Suarez vildi fara frá Liverpool síðasta sumar og benti margt til þess að hann myndi fara. Sagt var að hann hefði verið með klausu í samningi sínum sem leyfði honum að fara ef félag byði 40 milljónir punda í hann.

Liverpool valtaði yfir Man. Utd á Old Trafford

Liverpool vann frækinn sigur, 0-3, á Man. Utd á Old Trafford í dag. Sanngjarn sigur og það endanlega staðfest að Liverpool er með betra lið en Man. Utd í dag. Liverpool er enn í titilbaráttu. Komið í annað sætið og er aðeins fjórum stigum á eftir Chelsea og á leik til góða.

Messan: Essin tvö í essinu sínu

Messuliðar fóru vel yfir leik Liverpool um helgina, sér í lagi frammistöðu þeirra Luis Suarez og Daniel Sturridge.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×