Enski boltinn

Mourinho lét boltastrák heyra það - myndir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talar hér yfir stráknum.
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, talar hér yfir stráknum. Vísir/Getty
Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var spurður út í það eftir tapleikinn á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag af hverju hann lét boltastrák heyra það í uppbótartíma eftir að strákurinn var eitthvað að hangsa með boltann.

Cesar Azpilicueta vildi fá boltann þegar Chelsea var aðe reyna að jafna metin í lokin en strákurinn var ekkert að flýta sér að láta hann Chelsea-manninn fá boltann.

„Það er ekki rétt að kenna krökkum að gera svona," sagði Jose Mourinho og bætti við: „Ég fór á staðinn til að passa upp á Azpy [Azpilicueta]. Ég óttaðist að hann myndi missa stjórn á sér og hrinda stráknum eins og Eden [Hazard] gerði á síðasti ári í leiknum við Swansea. Ég sagði síðan stráknum að gera ekki svona," sagði Mourinho.

Það má sjá nokkra myndir af þessu hér fyrir neðan.

Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty
Vísir/Getty

Tengdar fréttir

Mourinho: Eigum ekki lengur möguleika á titlinum

Jose Mourinho, knattspyrnustjóri Chelsea, var að sjálfsögðu ekki kátur eftir 1-0 tap á móti Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag en það vakti kannski mesta athygli að hann telur sitt lið ekki lengur eiga möguleika á enska meistaratitlinum.

Rooney fór upp fyrir Lampard

Wayne Rooney skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í 4-1 sigrinum á Aston Villa í ensku úrvalsdeildinni í dag og hækkaði sig um leið á listanum yfir mesti markaskorara deildarinnar frá upphafi.

Varamaður Arons Einars tryggði Cardiff stig á síðustu stundu

Aron Einar Gunnarsson og félagar í Cardiff City náðu í stig á útivelli á móti West Bromwich Albion í dag þrátt fyrir að lenda tveimur mörkum undir eftir aðeins níu mínútna leik. Leikurinn endaði með 3-3 jafntefli eftir tvö mörk í uppbótartíma.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×