„Úthugsað herbragð sem heppnaðist býsna vel“ Hjörtur Hjartarson skrifar 4. júní 2014 19:15 Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur að atburðarrásin í svokölluðu moskumáli hafi verið úthugsuð, bæði hjá oddvita flokksins í Reykjavík, sem og hjá núverandi formanni. Skortur á viðbrögðum megi túlka sem mikla stefnubreytingu hjá flokknum. Erfitt er að aðskilja uppgang Framsóknarflokksins í Reykjavík við ummæli oddvitans um að hún vildi afturkalla lóð múslima undir mosku, viku fyrir kosningar. Gróflega reiknað þrefaldaði flokkurinn fylgi sitt á þessum tíma og náði á endanum inn tveimur borgarfulltrúum.Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur flokkinn ekki vera í óvæntri né er hægt að segja að hann sé í vandræðum. „Ég á erfitt með að segja það því mér virðist þetta hafa verið vel undirbúið herbragð sem heppnaðist býsna vel í atkvæðatölum. Forsætisráðherra og formaður flokksins í raun og veru tekur undir með oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík. Það er ekki hægt að skilja það öðruvísi,“ segir Jón. Jón telur að viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið úthugsuð. „Ég get ekki skilið það öðruvísi. Hann hafði langan tíma til að undirbúa sig. Hann vissi af þessu máli með góðum fyrirvara. Þegar hann tjáir sig svo um þetta mál þá fyrst og fremst finnur hann að viðbrögðum annarra.“Miðstjórnafundur Framsóknarflokksins er á næsta leyti. Jón reiknar ekki með hörðum átökum þar. „Ég á ekki von á því. Ég held að flokksformaðurinn hafi mjög góðan stuðning í flokknum. Ég tel að menn séu mjög mótaðir af því að þetta hafi skilað atkvæðum og ég á ekki von á að þetta verði mjög umdeilt núna, ekki fyrr en kannski síðar.“ Jón starfaði lengi fyrir Framsóknarflokkinn og var formaður hans frá miðju ári 2006 fram yfir Alþingiskosningarnar, vorið 2007. „Þó að við höfðum verið þjóðrækilega sinnaðir og erum það ennþá og þjóðhyggjufólk, þá voru okkar viðhorf mjög ólík þessum viðhorfum. Ég tel að þetta séu mjög óheppileg og óæskileg sjónarmið sem hérna hafa komið fram. En ef engin viðbrögð við þessu þá er það býsna alvarlegt og mikil breyting á stefnu flokksins,“ sagði formaðurinn fyrrverandi. Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira
Fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur að atburðarrásin í svokölluðu moskumáli hafi verið úthugsuð, bæði hjá oddvita flokksins í Reykjavík, sem og hjá núverandi formanni. Skortur á viðbrögðum megi túlka sem mikla stefnubreytingu hjá flokknum. Erfitt er að aðskilja uppgang Framsóknarflokksins í Reykjavík við ummæli oddvitans um að hún vildi afturkalla lóð múslima undir mosku, viku fyrir kosningar. Gróflega reiknað þrefaldaði flokkurinn fylgi sitt á þessum tíma og náði á endanum inn tveimur borgarfulltrúum.Jón Sigurðsson, fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins telur flokkinn ekki vera í óvæntri né er hægt að segja að hann sé í vandræðum. „Ég á erfitt með að segja það því mér virðist þetta hafa verið vel undirbúið herbragð sem heppnaðist býsna vel í atkvæðatölum. Forsætisráðherra og formaður flokksins í raun og veru tekur undir með oddvita Framsóknarmanna í Reykjavík. Það er ekki hægt að skilja það öðruvísi,“ segir Jón. Jón telur að viðbrögð Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar hafi verið úthugsuð. „Ég get ekki skilið það öðruvísi. Hann hafði langan tíma til að undirbúa sig. Hann vissi af þessu máli með góðum fyrirvara. Þegar hann tjáir sig svo um þetta mál þá fyrst og fremst finnur hann að viðbrögðum annarra.“Miðstjórnafundur Framsóknarflokksins er á næsta leyti. Jón reiknar ekki með hörðum átökum þar. „Ég á ekki von á því. Ég held að flokksformaðurinn hafi mjög góðan stuðning í flokknum. Ég tel að menn séu mjög mótaðir af því að þetta hafi skilað atkvæðum og ég á ekki von á að þetta verði mjög umdeilt núna, ekki fyrr en kannski síðar.“ Jón starfaði lengi fyrir Framsóknarflokkinn og var formaður hans frá miðju ári 2006 fram yfir Alþingiskosningarnar, vorið 2007. „Þó að við höfðum verið þjóðrækilega sinnaðir og erum það ennþá og þjóðhyggjufólk, þá voru okkar viðhorf mjög ólík þessum viðhorfum. Ég tel að þetta séu mjög óheppileg og óæskileg sjónarmið sem hérna hafa komið fram. En ef engin viðbrögð við þessu þá er það býsna alvarlegt og mikil breyting á stefnu flokksins,“ sagði formaðurinn fyrrverandi.
Mest lesið Áhugi á Valhöll Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Innlent Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Erlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Fleiri fréttir Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Sjá meira