Er lagið Stairway to Heaven stolið? 19. maí 2014 21:00 Led Zeppelin eru sagðir hafa stolið hluta lagsins Stairway to Heaven. Vísir/Getty Hljómsveitin Led Zeppelin er líklega á leið í réttarsalinn vegna ásakana um að lagið, Stairway to Heaven sé að hluta til stolið frá hljómsveitinni Spirit. Inngangsstef lagsins sem Jimmy Page leikur svo fallega er sagt vera stolið úr laginu Taurus af fyrstu plötu Spirit. Samkvæmt miðlum á borð við The Guardian er lögfræðingur gítarleikara Spirit, Randy California að útbúa kröfu sem kveður á um að lögbann verði sett á lagið. Led Zeppelin hefur í hyggju að gefa út endurhljómblandaða plötu með laginu og er það ástæðan fyrir því að California fer í hart. Lögfræðingurinn fer fram á að California verði einnig skrifaður fyrir laginu og þar með, að hann og Spirit fái eitthvað fé fyrir sinn snúð. Led Zeppelin og Spirit fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 1968 og 1969 og var Zeppelin upphitunarhljómsveit á ferðalaginu. Þar með hafa lögfræðingar talið að Page hafi hnuplað stefinu á því tónleikaferðalagi en Stairway to Heaven kom út árið 1971. Page hefur þó alltaf haldið því fram að hann hafi samið lagið í sumarbústað á Wales árið 1970. Randy California hefur áður tjáð sig um málið og sagt lagið verið stolið af sér og sinni sveit. Hér fyrir neðan eru lögin tvö, sitt sýnist og heyrist hverjum. Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
Hljómsveitin Led Zeppelin er líklega á leið í réttarsalinn vegna ásakana um að lagið, Stairway to Heaven sé að hluta til stolið frá hljómsveitinni Spirit. Inngangsstef lagsins sem Jimmy Page leikur svo fallega er sagt vera stolið úr laginu Taurus af fyrstu plötu Spirit. Samkvæmt miðlum á borð við The Guardian er lögfræðingur gítarleikara Spirit, Randy California að útbúa kröfu sem kveður á um að lögbann verði sett á lagið. Led Zeppelin hefur í hyggju að gefa út endurhljómblandaða plötu með laginu og er það ástæðan fyrir því að California fer í hart. Lögfræðingurinn fer fram á að California verði einnig skrifaður fyrir laginu og þar með, að hann og Spirit fái eitthvað fé fyrir sinn snúð. Led Zeppelin og Spirit fóru saman í tónleikaferðalag um Bandaríkin árið 1968 og 1969 og var Zeppelin upphitunarhljómsveit á ferðalaginu. Þar með hafa lögfræðingar talið að Page hafi hnuplað stefinu á því tónleikaferðalagi en Stairway to Heaven kom út árið 1971. Page hefur þó alltaf haldið því fram að hann hafi samið lagið í sumarbústað á Wales árið 1970. Randy California hefur áður tjáð sig um málið og sagt lagið verið stolið af sér og sinni sveit. Hér fyrir neðan eru lögin tvö, sitt sýnist og heyrist hverjum.
Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Matur Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira