Innlent

Alvarlegt bifhjólaslys á Akranesvegi í gær

Randver Kári Randversson skrifar
Alvarlegt slys varð á Akranesvegi í gær.
Alvarlegt slys varð á Akranesvegi í gær. Vísir/Pjetur
Alvarlegt slys varð á veginum norðan við Akrafjall, rétt austan við bæinn Kjalardal, um klukkan 17:30 í gær, þegar bifhjól fór út af veginum.

Að sögn lögreglunnar á Akranesi kastaðist ökumaður bifhjólsins af hjólinu og lenti töluverða vegalengd frá veginum. Maðurinn var fluttur mikið slasaður á slysadeild Landspítalans, en ekki hafa fengist upplýsingar um líðan mannsins að svo stöddu. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir, en málið er í rannsókn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×