Kate Bush vill hvorki gemsa né myndavélar á tónleikunum sínum Þórður Ingi Jónsson skrifar 20. ágúst 2014 20:00 Kate Bush er stórkostleg tónlistarkona. Eins og kunnugt er snýr breska söngkonan Kate Bush aftur í ár til að spila á fyrstu tónleikaröð sinni í 35 ár. Í vikunni skrifaði Bush færslu á heimasíðu sinni þar sem hún biðlar til aðdáenda sinna um að nota hvorki síma né myndavélar á tónleikunum. Bush, 56 ára, segir að þetta sé henni afar mikilvægt. „Ég vildi gjarnan eiga samskipti við ykkur sem áhorfendur en ekki í gegnum iPhone, iPad eða myndavélar,“ segir hún og bætir við að hún hafi sérstaklega valið Hammersmith Apollo, lítinn og náinn tónleikasal, í staðinn fyrir stóran sal eða leikvöll. „Þetta myndi gera okkur kleift að njóta upplifunarinnar saman,“ segir hún. Þá segist Bush vera spennt fyrir tónleikunum og segir undirbúninginn ganga afar vel. Hún mun spila á 22 tónleikum í London og eru fyrstu tónleikarnir á þriðjudaginn næstkomandi. Aðgöngumiðar á tónleikaröðina, sem ber nafnið Before the Dawn, seldust út á fimmtán mínútum eftir að sala hófst í mars. Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira
Eins og kunnugt er snýr breska söngkonan Kate Bush aftur í ár til að spila á fyrstu tónleikaröð sinni í 35 ár. Í vikunni skrifaði Bush færslu á heimasíðu sinni þar sem hún biðlar til aðdáenda sinna um að nota hvorki síma né myndavélar á tónleikunum. Bush, 56 ára, segir að þetta sé henni afar mikilvægt. „Ég vildi gjarnan eiga samskipti við ykkur sem áhorfendur en ekki í gegnum iPhone, iPad eða myndavélar,“ segir hún og bætir við að hún hafi sérstaklega valið Hammersmith Apollo, lítinn og náinn tónleikasal, í staðinn fyrir stóran sal eða leikvöll. „Þetta myndi gera okkur kleift að njóta upplifunarinnar saman,“ segir hún. Þá segist Bush vera spennt fyrir tónleikunum og segir undirbúninginn ganga afar vel. Hún mun spila á 22 tónleikum í London og eru fyrstu tónleikarnir á þriðjudaginn næstkomandi. Aðgöngumiðar á tónleikaröðina, sem ber nafnið Before the Dawn, seldust út á fimmtán mínútum eftir að sala hófst í mars.
Tónlist Mest lesið Inga Tinna selur höllina í Borgartúni Lífið Eyddi kröfulistanum sem hann birti í gríni Lífið Júnía Lín komin í milljónaklúbbinn Lífið Ein heitasta stjarna í heimi Tíska og hönnun Baltasar Samper látinn Menning Sjóðheit trend sem taka yfir á nýju ári Lífið Kiefer Sutherland handtekinn grunaður um líkamsárás Lífið Svona sjá Pétur og Heiða leikskólavandann Lífið Bergþór og Laufey selja slotið Lífið Rosalia komin með skvísu upp á arminn Lífið Fleiri fréttir Skilur meðvirkni eftir í fortíðinni Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ „Ég mun aldrei stíga á svið í Bandaríkjunum aftur“ Nýtt lag frá Halla Reynis sex árum eftir andlát hans Vinsælustu lögin á Bylgjunni 2025 Heitustu lögin á FM árið 2025 Afþakka miðann til Vínar vinni þeir undankeppnina Prikið vekur athygli út fyrir landsteinana Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Sjá meira