Tónlist

Kate Bush vill hvorki gemsa né myndavélar á tónleikunum sínum

Þórður Ingi Jónsson skrifar
Kate Bush er stórkostleg tónlistarkona.
Kate Bush er stórkostleg tónlistarkona.
Eins og kunnugt er snýr breska söngkonan Kate Bush aftur í ár til að spila á fyrstu tónleikaröð sinni í 35 ár. Í vikunni skrifaði Bush færslu á heimasíðu sinni þar sem hún biðlar til aðdáenda sinna um að nota hvorki síma né myndavélar á tónleikunum.

Bush, 56 ára, segir að þetta sé henni afar mikilvægt. „Ég vildi gjarnan eiga samskipti við ykkur sem áhorfendur en ekki í gegnum iPhone, iPad eða myndavélar,“ segir hún og bætir við að hún hafi sérstaklega valið Hammersmith Apollo, lítinn og náinn tónleikasal, í staðinn fyrir stóran sal eða leikvöll.

„Þetta myndi gera okkur kleift að njóta upplifunarinnar saman,“ segir hún. Þá segist Bush vera spennt fyrir tónleikunum og segir undirbúninginn ganga afar vel. Hún mun spila á 22 tónleikum í London og eru fyrstu tónleikarnir á þriðjudaginn næstkomandi.

Aðgöngumiðar á tónleikaröðina, sem ber nafnið Before the Dawn, seldust út á fimmtán mínútum eftir að sala hófst í mars.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×