Féll fimmtán metra en gengur óstuddur Kristjana Arnarsdóttir skrifar 2. júní 2014 07:00 Á myndinni má sjá hversu hátt fallið var. Þó svo að þetta sé ekki sama bygging og sú sem Ævar féll neðan af er um sömu hæð að ræða. Fréttablaðið/vilhelm „Ég er bara farinn að labba um, get að vísu ekki hlaupið enn, en ég keypti mér reiðhjól. Þessu fylgja auðvitað verkir, sjúkraþjálfun og píningar en þetta er allt að koma,“ segir Ævar Sveinn Sveinsson, 24 ára smiður úr Árbænum. Ævar lenti í hörmulegu vinnuslysi í Kórahverfinu í febrúar þegar hann féll 15 metra niður á steinsteypta stétt. Hann hlaut opið beinbrot á báðum ökklum, hryggbrotnaði og mjaðmagrindarbrotnaði og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð sem tók níu klukkustundir. Við tók dvöl á endurhæfingardeild Grensásdeildar og nú, tæpum fjórum mánuðum síðar, er hann kominn á gott ról. „Þetta hefur verið heldur skjótur bati. Ég byrjaði á því að losna við grindina framan á mjöðminni og mátti þá byrja að labba í vatni, þannig er maður léttari. Svo fékk ég smám saman leyfi til þess að fara í tíu mínútna göngutúr á dag en þá blés auðvitað allt út og bólgnaði svo að þess á milli var ég bara í hjólastólnum. Svo fór ég á hækjurnar en er nú búinn að losna við þær,“ segir Ævar um bataferlið. Hann segir að allt frá upphafi hafi hann verið staðráðinn í því að ná fullum bata. „Tímaramminn sem læknarnir gefa manni er alltaf rúmur. Þeir reiknuðu með því að ég gæti kannski farið að ganga í haust en mér tókst þetta á fjórum mánuðum, sem er alveg frábært.“ Ævar hefur stundað mótókross af kappi um langt skeið og vill ólmur komast aftur á hjólið. „Mótókross er mjög líkamlega erfið íþrótt en á sama tíma er þetta lífsstíll. Ef maður ætlar að gera þetta af alvöru má maður ekki bara líta á þetta sem áhugamál.“ Kærasta Ævars, Halldís Sævarsdóttir, hefur stutt við bakið á Ævari á meðan hann hefur verið að jafna sig af meiðslunum. „Ég er með stöðuga verki svo ég er kannski ekki alltaf skemmtilegur. Nú ætla ég að bjóða henni í tveggja vikna ferð til Tenerife í þakklætisskyni og við ætlum að taka pínu hálfleik í þessu leiðindaverkefni. Svo tökum við seinni hálfleikinn þegar við komum heim, endurhæfum og styrkjum,“ segir Ævar að lokum. Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira
„Ég er bara farinn að labba um, get að vísu ekki hlaupið enn, en ég keypti mér reiðhjól. Þessu fylgja auðvitað verkir, sjúkraþjálfun og píningar en þetta er allt að koma,“ segir Ævar Sveinn Sveinsson, 24 ára smiður úr Árbænum. Ævar lenti í hörmulegu vinnuslysi í Kórahverfinu í febrúar þegar hann féll 15 metra niður á steinsteypta stétt. Hann hlaut opið beinbrot á báðum ökklum, hryggbrotnaði og mjaðmagrindarbrotnaði og var fluttur í skyndi á sjúkrahús þar sem hann gekkst undir aðgerð sem tók níu klukkustundir. Við tók dvöl á endurhæfingardeild Grensásdeildar og nú, tæpum fjórum mánuðum síðar, er hann kominn á gott ról. „Þetta hefur verið heldur skjótur bati. Ég byrjaði á því að losna við grindina framan á mjöðminni og mátti þá byrja að labba í vatni, þannig er maður léttari. Svo fékk ég smám saman leyfi til þess að fara í tíu mínútna göngutúr á dag en þá blés auðvitað allt út og bólgnaði svo að þess á milli var ég bara í hjólastólnum. Svo fór ég á hækjurnar en er nú búinn að losna við þær,“ segir Ævar um bataferlið. Hann segir að allt frá upphafi hafi hann verið staðráðinn í því að ná fullum bata. „Tímaramminn sem læknarnir gefa manni er alltaf rúmur. Þeir reiknuðu með því að ég gæti kannski farið að ganga í haust en mér tókst þetta á fjórum mánuðum, sem er alveg frábært.“ Ævar hefur stundað mótókross af kappi um langt skeið og vill ólmur komast aftur á hjólið. „Mótókross er mjög líkamlega erfið íþrótt en á sama tíma er þetta lífsstíll. Ef maður ætlar að gera þetta af alvöru má maður ekki bara líta á þetta sem áhugamál.“ Kærasta Ævars, Halldís Sævarsdóttir, hefur stutt við bakið á Ævari á meðan hann hefur verið að jafna sig af meiðslunum. „Ég er með stöðuga verki svo ég er kannski ekki alltaf skemmtilegur. Nú ætla ég að bjóða henni í tveggja vikna ferð til Tenerife í þakklætisskyni og við ætlum að taka pínu hálfleik í þessu leiðindaverkefni. Svo tökum við seinni hálfleikinn þegar við komum heim, endurhæfum og styrkjum,“ segir Ævar að lokum.
Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Sjá meira