Fótbolti

Balotelli tæpur fyrir leikinn gegn Englandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Mario Balotelli og markavélin Ciro Immoble eldhressir á æfingu ítalska landsliðsins.
Mario Balotelli og markavélin Ciro Immoble eldhressir á æfingu ítalska landsliðsins. Vísir/getty
Mario Balotelli, framherji AC Milan og ítalska landsliðsins, glímir við eymsli í lærvöðva og er sem stendur tæpur fyrir fyrsta leik ítalíu á HM sem fram fer eftir tólf daga.

„Hann hefur átt í vandræðum síðan hann kom í æfingabúðirnar. Það er búið að reyna of mikið á vöðvana undanfarna daga og það hefur tekið sinn toll,“ segir EnricoCastelacci, læknir ítalska liðsins.

Það er mikilvægt fyrir Ítalíu að Balotelli verði heill en hann er algjör lykilmaður í ítalska liðinu.

Fyrir utan Antonio Cassano er ekki mikli reynsla í framlínu Ítalíu en AlessioCerci, CiroImmobile og LorenzoInsigne eru hinir framherjar liðsins.

Ciro Immobile er reyndar sjóðheitur eftir gott tímabil í ítölsku A-deildinni. Hann skoraði 22 mörk fyrir Tórínó og endaði sem markahæsti leikmaður deildarinnar.

Þýska stórliðið Borussia Dortmund er nú þegar búið að kaupa hann og fær Ítalinn það vandasama verkefni að leysa Pólverjann Robert Lewandowski af hólmi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×