Egill Ólafs ræsti út sýslumann og lét fljúga með atkvæðið sitt 2. júní 2014 16:40 Þessi rándýra „selfie“ er fengin með leyfi Bubba Morthens. Þarna eru frá vinstri: Brynjar, sonur Bubba, Egill Ólafsson, Bubbi Morthens og Raggi Bjarna. Söngvarinn góðkunni, Egill Ólafsson, ræsti út sýslumanninn á Seyðisfirði og fjölda annarra til þess að koma atkvæði sínu til skila frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Egill var staddur á Austurlandi þar sem hann var að skemmta ásamt einvala liði íslenskra stórstjarna. Hann vildi gera tilraun, hvort Reykvíkingur gæti kosið á Eskifirði á kjördag og gerði allt sem hann gat til þess að koma atkvæði sínu réttar leiðir. Inn í þessa lýðræðislegu tilraun fléttuðust Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir, auk þess sem Sólmundur Hólm segir frá flugferð hópsins austur á Egilsstaði, sem var vægast sagt í dýrara lagi að mati grínistans.Vildi sjá hvort að þetta væri hægt „Ég ákvað að láta reyna á þetta fyrir áeggjan sonar míns. Við vildum sjá hvort það væri hægt; fyrir mann með lögheimili í Reykjavík að kjósa fyrir austan,“ útskýrir Egill. Og hann þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir því að koma þessu atkvæði til skila. „Já, maður vill trúa því að hvert atkvæði skipti máli. Það er lítið varið í samfélag þar sem fólk lætur allt yfir sig ganga, þá er dauðinn eiginlega bara á næsta leyti,“ segir Egill.Sólmundur Hólm grínisti.Dýrasta flugferð Sóla Hólm Egill flaug austur og var förinni heitið á Eskifjörð þar sem hann átti að skemmta ásamt Ragga Bjarna, Bubba Morthens, Guðrúnu Gunnars, Matta Matt, Ernu Hrönn og Sólmundi Hólm. Stór hluti hópsins flaug saman og er myndin hér að ofan fengin frá Bubba Morthens. Sólmundur Hólm segir þetta hafa verið einn dýrasta hóp sem hann hefur flogið með. „Já, þetta var svakalegur hópur. Ég hugsaði bara með mér: „Ókei, það er glatað ef vélin hrapar“. Því það voru svo margir frægir í vélinni, það hefði líklega enginn minnst á mig. Kannski sagt: „Já, það var einhver grínisti hérna líka.“ En við komumst á leiðarenda sem betur fer,“ segir Sólmundur hlæjandi. Fljúga þurfti með atkvæði Egils til Reykjavíkur.Ræsti út fjölda fulltrúa Á Eskifirði ætlaði Egill að fá að kjósa. „Ég hafði samband við fullt af fólki, ég þurfti að trufla alls konar fulltrúa til að kjósa. Til að bæta gráu ofan á svart var ég með nýjan síma sem datt einhvernveginn alltaf út, þannig að truflunin var ennþá meiri fyrir vikið. En á endanum náði ég í sýslumanninn á Seyðisfirði og hún gaf mér góð ráð.“ Agli var bent á að hann þyrfti að fara með atkvæðið sitt á flugvöllinn á Egilsstöðum og þaðan yrði flogið með það til Reykjavíkur og því komið í réttan kjörkassa. „Við drifum okkur þá á Egilsstaði. Ég taldi best að kjósa þar, því það var næst flugvellinum,“ segir Egill. Og með honum í för voru Guðrún Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna.Raggi Bjarna og ameríski bíllinn.Raggi Bjarna beið úti í bíl „Það var svo gaman að fylgjast með Agli, hann ætlaði sér að kjósa. Egill er svo skemmtilegur maður, með fallegan orðaforða, hann talar alveg yndislega íslensku með flottum áherslum,“ rifjar Raggi Bjarna upp hlæjandi. Hann var Agli stoð og stytta í þessari tilraun hans til að kjósa fyrir Austan. „Já við þvældumst þarna með honum, við Guðrún Gunnars. Hann var alveg harðákveðinn í því að kjósa. Það var farið á milli staða og menn ræstir út til þess að komast að því hver væri heppilegastur til þess að taka við atkvæðinu.“ Raggi fylgist sjálfur ekki mikið með stjórnmálum. „Eina sem mér finnst skipta máli er að það sé ekki verið að þrengja göturnar. Ég á stóran amerískan bíl og mér þykja þessar þrengingar og þessi fuglabúr bara ekkert spennandi. Umferðin á að fá að flæða. Það sparar öllum bensín og það hlýtur að vera mengandi að láta alla bíða í röð með bílana í gangi. Svo þarf að tryggja að sjúkrabílar og slökkvibílar geti komist um allt á sem skemmstum tíma. Þetta var það sem skipti mig máli í þessum kosningum.“Ástin á lýðræðinu Egill kom atkvæðinu loks til skila og var ánægður með afrekið. Hann hefur áhyggjur af minnkandi kjörsókn. „Maður leggur þetta á sig til þess að reyna að hafa áhrif. Fyrri kynslóðir færðu fórnir og börðust fyrir lýðræðinu og það er réttur sem þarf að nýta. Hér eru allar skoðanir jafn réttháar og allir eiga erindi og eiga að geta haft áhrif hvort sem það er með því að kjósa eða að bjóða sig fram,“ segir Egill og bætir við: „Við lifum á tímum sigurvegaranna. Það fattar það enginn að til þess að sigur náist þurfa menn að tapa nokkur þúsund sinnum fyrst. Ungt fólk vill bara sigur. Það virðist ekki skilja af hverju samfélög verða til og á hverju þau byggja. Þau byggja á því að menn hafi skoðanir og að menn leggi sitt að mörkum með sinni vinnu og eins með því að hafa áhuga á því og móta það. Öðruvísi verður þetta ekki samfélag. Áttum okkur á þessu gegnsæja íslenska orði. Samfélag er félag sem við búum til saman.“ Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira
Söngvarinn góðkunni, Egill Ólafsson, ræsti út sýslumanninn á Seyðisfirði og fjölda annarra til þess að koma atkvæði sínu til skila frá Egilsstöðum til Reykjavíkur. Egill var staddur á Austurlandi þar sem hann var að skemmta ásamt einvala liði íslenskra stórstjarna. Hann vildi gera tilraun, hvort Reykvíkingur gæti kosið á Eskifirði á kjördag og gerði allt sem hann gat til þess að koma atkvæði sínu réttar leiðir. Inn í þessa lýðræðislegu tilraun fléttuðust Ragnar Bjarnason og Guðrún Gunnarsdóttir, auk þess sem Sólmundur Hólm segir frá flugferð hópsins austur á Egilsstaði, sem var vægast sagt í dýrara lagi að mati grínistans.Vildi sjá hvort að þetta væri hægt „Ég ákvað að láta reyna á þetta fyrir áeggjan sonar míns. Við vildum sjá hvort það væri hægt; fyrir mann með lögheimili í Reykjavík að kjósa fyrir austan,“ útskýrir Egill. Og hann þurfti að hafa gríðarlega mikið fyrir því að koma þessu atkvæði til skila. „Já, maður vill trúa því að hvert atkvæði skipti máli. Það er lítið varið í samfélag þar sem fólk lætur allt yfir sig ganga, þá er dauðinn eiginlega bara á næsta leyti,“ segir Egill.Sólmundur Hólm grínisti.Dýrasta flugferð Sóla Hólm Egill flaug austur og var förinni heitið á Eskifjörð þar sem hann átti að skemmta ásamt Ragga Bjarna, Bubba Morthens, Guðrúnu Gunnars, Matta Matt, Ernu Hrönn og Sólmundi Hólm. Stór hluti hópsins flaug saman og er myndin hér að ofan fengin frá Bubba Morthens. Sólmundur Hólm segir þetta hafa verið einn dýrasta hóp sem hann hefur flogið með. „Já, þetta var svakalegur hópur. Ég hugsaði bara með mér: „Ókei, það er glatað ef vélin hrapar“. Því það voru svo margir frægir í vélinni, það hefði líklega enginn minnst á mig. Kannski sagt: „Já, það var einhver grínisti hérna líka.“ En við komumst á leiðarenda sem betur fer,“ segir Sólmundur hlæjandi. Fljúga þurfti með atkvæði Egils til Reykjavíkur.Ræsti út fjölda fulltrúa Á Eskifirði ætlaði Egill að fá að kjósa. „Ég hafði samband við fullt af fólki, ég þurfti að trufla alls konar fulltrúa til að kjósa. Til að bæta gráu ofan á svart var ég með nýjan síma sem datt einhvernveginn alltaf út, þannig að truflunin var ennþá meiri fyrir vikið. En á endanum náði ég í sýslumanninn á Seyðisfirði og hún gaf mér góð ráð.“ Agli var bent á að hann þyrfti að fara með atkvæðið sitt á flugvöllinn á Egilsstöðum og þaðan yrði flogið með það til Reykjavíkur og því komið í réttan kjörkassa. „Við drifum okkur þá á Egilsstaði. Ég taldi best að kjósa þar, því það var næst flugvellinum,“ segir Egill. Og með honum í för voru Guðrún Gunnarsdóttir og Ragnar Bjarnason, betur þekktur sem Raggi Bjarna.Raggi Bjarna og ameríski bíllinn.Raggi Bjarna beið úti í bíl „Það var svo gaman að fylgjast með Agli, hann ætlaði sér að kjósa. Egill er svo skemmtilegur maður, með fallegan orðaforða, hann talar alveg yndislega íslensku með flottum áherslum,“ rifjar Raggi Bjarna upp hlæjandi. Hann var Agli stoð og stytta í þessari tilraun hans til að kjósa fyrir Austan. „Já við þvældumst þarna með honum, við Guðrún Gunnars. Hann var alveg harðákveðinn í því að kjósa. Það var farið á milli staða og menn ræstir út til þess að komast að því hver væri heppilegastur til þess að taka við atkvæðinu.“ Raggi fylgist sjálfur ekki mikið með stjórnmálum. „Eina sem mér finnst skipta máli er að það sé ekki verið að þrengja göturnar. Ég á stóran amerískan bíl og mér þykja þessar þrengingar og þessi fuglabúr bara ekkert spennandi. Umferðin á að fá að flæða. Það sparar öllum bensín og það hlýtur að vera mengandi að láta alla bíða í röð með bílana í gangi. Svo þarf að tryggja að sjúkrabílar og slökkvibílar geti komist um allt á sem skemmstum tíma. Þetta var það sem skipti mig máli í þessum kosningum.“Ástin á lýðræðinu Egill kom atkvæðinu loks til skila og var ánægður með afrekið. Hann hefur áhyggjur af minnkandi kjörsókn. „Maður leggur þetta á sig til þess að reyna að hafa áhrif. Fyrri kynslóðir færðu fórnir og börðust fyrir lýðræðinu og það er réttur sem þarf að nýta. Hér eru allar skoðanir jafn réttháar og allir eiga erindi og eiga að geta haft áhrif hvort sem það er með því að kjósa eða að bjóða sig fram,“ segir Egill og bætir við: „Við lifum á tímum sigurvegaranna. Það fattar það enginn að til þess að sigur náist þurfa menn að tapa nokkur þúsund sinnum fyrst. Ungt fólk vill bara sigur. Það virðist ekki skilja af hverju samfélög verða til og á hverju þau byggja. Þau byggja á því að menn hafi skoðanir og að menn leggi sitt að mörkum með sinni vinnu og eins með því að hafa áhuga á því og móta það. Öðruvísi verður þetta ekki samfélag. Áttum okkur á þessu gegnsæja íslenska orði. Samfélag er félag sem við búum til saman.“
Mest lesið RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Innlent Selenskí fer aftur til Washington en í þetta sinn með Evrópu sér við hlið Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Innlent Fleiri fréttir RÚV grafi undan tilvist sinni með nýrri auglýsingu Hundrað þúsund ferðamenn heimsóttu Jökulsárlón í júlí Ekkert bann við opnum kvíum en „skussinn borgi brúsann“ Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Sjá meira