Segir þingmenn samþykkja lög án þess að vita hvað stendur í þeim Jóhannes Stefánsson skrifar 7. febrúar 2014 13:44 Helgi Hrafn segir þannig komið fyrir þingmönnum að þeir geti ekki kynnt sér lögin sem þeir eru að samþykkja nægilega vel. Samsett/GVA/Pjetur Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið: Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira
Þingmenn hafa ekki tækifæri til að kynna sér lög nægilega vel áður en þeir samþykkja þau samkvæmt Helga Hrafni Gunnarssyni, þingmanni Pírata. Helgi var í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun þar sem hann var að ræða afsökunarbeiðni sína vegna atkvæðis sem hann greiddi vegna laga sem heimiluðu Tryggingastofnun að afla sér frekari upplýsinga um þá sem nýta sér þjónustu hennar. Helgi segir að hann hafi ekki haft tök á að kynna sér lögin nægilega vel áður en hann greiddi atkvæði og hefur í kjölfarið beðist afsökunar „Nú langar mig að hafa eitt algjörlega á hreinu sem að ég vona að allir muni það sem eftir lifir lífs þeirra. Það er engin leið fyrir nokkurn þingmann að setja sig almennilega inn í mál sem að Alþingi fjallar um,“ sagði Helgi Hrafn í viðtali í Bítinu á Bylgjunni nú í morgun.Alþingi þarfnast ábendinga frá nördum úti í bæ „Það er eitthvað sem þarf að eiga sér stað varðandi stöðu lýðræðisins almennt,“ segir Helgi um lausnir á þessu ástandi. „Lausnin er nánari aðkoma fólksins að ákvarðanatökunni. Við píratar erum ekki á því að fólk eigi að ráða 63 aðila til að hugsa fyrir þjóðina, það er ekki að virka," bætir hann við. Aðspurður segir Helgi að hann kannist við fleiri mál þar sem hann hefur greitt atkvæði með lögum án þess að hafa kynnt sér þau vel. „Já, svona þannig. Eitt sem ég hefði viljað kynnt mér betur var frítekjumarkið, sem var ægilegur skandall, í tengslum við bankaskattinn. Ég veit ekki hvernig manni átti að detta í hug af fyrra bragði að safna þeim upplýsingum sem þurfti til að átta sig á því sem fólk síðan hafði út á að setja,“ segir hann. Helgi bætir svo við:„En þá hugsaði ég með mér, mikið væri nú gott að hafa nánari aðkomu einhverra annarra nörda úti í bæ sem að eru að pæla í einstaka tölum og hafa færi á að vekja athygli á því áður en ákvarðanir eru teknar.“ Hér að neðan má sjá myndband af Youtube síðu Helga þar sem hann fjallar um málið:
Mest lesið Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Innlent Lét þingmenn heyra það og sagði Evrópu ekki geta varið sig sjálfa Erlent Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Innlent „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Innlent Fleiri fréttir Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Öflugur 92 ára dósa og plast plokkari á Suðurlandi Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni „Förum strax í lífsbjargandi aðgerðir“ Ekki fleiri barnaníðsmál í fimmtán ár Eldsvoði, Bjarni Ben og fjölskylduerjur Veitir ekki viðtöl að sinni Hundrað ára gamalt hús sem varð myglu að bráð Aukin veikindaforföll ekki vegna einstaklingsbundinna vandamála Elsti Íslendingurinn 105 ára gömul kona „Margt óráðið í minni framtíð“ Ein fjölskylda aðstoðuð með gistingu vegna brunans Sigurður Helgi kjörinn varaforseti „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Sjá meira