Krafan um takmarkanir á innflutningi dýra hefði fengið efnislega meðferð Stefán Árni Pálsson skrifar 7. apríl 2014 11:31 visir/gva Mikill undirbúningur fór fram af hálfu Íslands á sviði landbúnaðarmála vegna aðildarumsóknarinnar og umtalsverð þekkingaruppbygging átti sér stað á flestum stigum stjórnsýslunnar en þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðastofnunarinnar um aðildarviðræðurnar við ESB. Fram kemur að samningsafstaða hafi verið á lokastigum í janúar 2013, þegar ákveðið var að setja aðildarviðræðurnar í „hægagang“ framyfir alþingiskosningar. Viðræður hefðu að miklu leyti snúist um hversu rausnarlegan stuðning Ísland gæti fengið úr sjóðum ESB; hversu mikinn innlendan stuðning Ísland fengi heimild til að veita íslenskum landbúnaði og hversu mikinn framleiðslutengdan stuðning hefði mátt veita. Fordæmi hefðu að líkindum verið sótt í norðurslóðaákvæði aðildarsamnings Finnlands. Fram kemur í skýrslunni að í samningsafstöðu vegna kafla um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði sé farið fram á tíu undanþágur, sérlausnir og aðlögunartímabil. Þar sem hlé var gert á viðræðum áður en viðbrögð ESB komu við samningsafstöðunni sé erfitt að meta líkur á að kröfur Íslands hefðu náðst í gegn. Fyrir Ísland virðist sem mikilvægustu kröfurnar hafi snúið að innflutningi lifandi dýra og innflutningi á fersku kjöti. Skýrsluhöfundar telja líklegt að krafa Íslands um takmarkanir á innflutningi lifandi dýra hefði fengið efnislega meðferð og ef Ísland hefði getað sýnt fram á að hún væri byggð á vísindalegum grunni þá hefði verið fundin leið til að mæta kröfunni. Þannig undanþága myndi þó verða endurskoðuð með reglulegu millibili með hliðsjón af mögulegum breytingum á hinu vísindalega mati. Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Mikill undirbúningur fór fram af hálfu Íslands á sviði landbúnaðarmála vegna aðildarumsóknarinnar og umtalsverð þekkingaruppbygging átti sér stað á flestum stigum stjórnsýslunnar en þetta kemur fram í skýrslu Alþjóðastofnunarinnar um aðildarviðræðurnar við ESB. Fram kemur að samningsafstaða hafi verið á lokastigum í janúar 2013, þegar ákveðið var að setja aðildarviðræðurnar í „hægagang“ framyfir alþingiskosningar. Viðræður hefðu að miklu leyti snúist um hversu rausnarlegan stuðning Ísland gæti fengið úr sjóðum ESB; hversu mikinn innlendan stuðning Ísland fengi heimild til að veita íslenskum landbúnaði og hversu mikinn framleiðslutengdan stuðning hefði mátt veita. Fordæmi hefðu að líkindum verið sótt í norðurslóðaákvæði aðildarsamnings Finnlands. Fram kemur í skýrslunni að í samningsafstöðu vegna kafla um matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði sé farið fram á tíu undanþágur, sérlausnir og aðlögunartímabil. Þar sem hlé var gert á viðræðum áður en viðbrögð ESB komu við samningsafstöðunni sé erfitt að meta líkur á að kröfur Íslands hefðu náðst í gegn. Fyrir Ísland virðist sem mikilvægustu kröfurnar hafi snúið að innflutningi lifandi dýra og innflutningi á fersku kjöti. Skýrsluhöfundar telja líklegt að krafa Íslands um takmarkanir á innflutningi lifandi dýra hefði fengið efnislega meðferð og ef Ísland hefði getað sýnt fram á að hún væri byggð á vísindalegum grunni þá hefði verið fundin leið til að mæta kröfunni. Þannig undanþága myndi þó verða endurskoðuð með reglulegu millibili með hliðsjón af mögulegum breytingum á hinu vísindalega mati.
Tengdar fréttir Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15 Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40 Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27 Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53 Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49 Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04 Mest lesið Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Innlent Munaði sex atkvæðum Erlent Drengnum sleppt en fleiri handteknir Erlent Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Innlent Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Erlent Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Innlent Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Fleiri fréttir Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Sjá meira
Vigdís segir rök í ESB-skýrslu vera haldlaus "Mér finnst þessi gagnrýni afskaplega ómakleg og bið hana vinsamlega að lesa úttektina áður en hún kemur með þvílíkar yfirlýsingar," segir einn skýrsluhöfunda 7. apríl 2014 15:15
Ef umsóknin yrði dregin til baka, færi ferlið aftur á byrjunarreit Auðvelt ætti að reynast að hefja viðræður að nýju við Evrópusambandið, svo fremi sem aðildarumsóknin yrði ekki dregin til baka en þetta er mat viðmælenda í skýrslu Alþjóðamálastofnunar. 7. apríl 2014 10:40
Ísland áhrifalaust með EES-samningum Pia Hanson, forstöðukona Alþjóðamálastofnunar, gagnrýndi EES-samninginn þegar hún kynnti skýrslu um Evrópumál. Hún sagði Ísland hafa innleitt tvo þriðju laga og reglna Evrópusambandsins nú þegar. 7. apríl 2014 09:27
Skýrslu Alþjóðamálastofnunar má lesa hér Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands hefur gefið út skýrslu um stöðu aðildarviðræðna Íslands við Evrópusambandið. 7. apríl 2014 08:53
Ísland hafði þegar náð fram sérlausnum og undanþágum Viðmælendur skýrslu Alþjóðamálastofnunar um aðildarviðræðurnar við Evrópusambandið voru sammála um að viðræðurnar hafi gengið hratt og vel fyrir sig. 7. apríl 2014 09:49
Ekkert því til fyrirstöðu að Ísland haldi eigin fiskveiðistjórnunarkerfi Í skýrslu Alþjóðamálastofnunar kemur fram að Íslendingar hættu að geta haldið eigin fiskveiðistjórnunarkerfi. 7. apríl 2014 10:04