Fréttastefi Ríkissjónvarpsins stolið Kjartan Atli Kjartansson skrifar 19. september 2014 11:40 Hér má sjá Birgi í hljóðveri, að semja eða vinna í tónlist. Upphafsstefinu í fréttatíma Ríkisútvarpsins hefur verið stolið. Stofnunin Alexandra Palace Television Society notar stefið á Youtube-síðu sinni, en myndböndin sem stofnunin birtir eru mörg hver ansi vinsæl; horft hefur verið á þau í yfir tvær og hálfa milljón skipta. Stefið úr fréttum RÚV er spilað á undan öllum myndböndunum sem birtast á síðunni, eins og sjá má hér að neðan. Birgir Tryggvason heitir maðurinn sem samdi stefið fyrir fréttatímann. Hann er vanur í þessum bransa, hann samdi til að mynda einnig upphafsstefið fyrir þættina Logi í Beinni og Stelpurnar. Hann er ekki sáttur og hefur haft samband við aðstandendur síðunnar og STEF vegna málsins: „Þetta er ólöglegt. Þetta er óþolandi. Þetta er í fjórða sinn sem ég heyri stefið notað ólöglega annarsstaðar. Ég sendi vinsamlegt bréf á þessa sem eru með síðuna og bað þá að taka þetta út. Síðan hafði ég samband við STEF til þess að hjálpa mér í málinu.“ segir hann ósáttur og bætir við: „Maður hefur heyrt að fréttastofur á Rhodes og Forteventura hafi notað þetta stef. Ég hef líka heyrt stefið úr Logi í beinni notað einhversstaðar erlendis. Ef byggi einhversstaðar annarsstaðar þá væri þetta ekki vinsamlegt bréf sem ég hefði sent þeim, heldur væri kæran þúsundföld.“Íslenskir tónlistarmenn berskjaldaðir Birgir segir að íslenskir tónlistarmenn séu nokkuð berskjaldaðir gagnvart ólöglegri notkun á síðum eins og Youtube. „Maður veit af því að Youtube reynir að taka út tónlist erlendra tónlistarmanna, þegar hún er notuð ólöglega í myndböndum sem fólk setur inn. En við erum svo lítið markaðssvæði að það er ekkert gert í þessu fyrir Íslendinga.“ Hann segir að það sé óþoloandi að sjá vinnu sinni stolið svona. „Hugverk er alltaf hugverk. Ég fer ekki heim til fólks þegar það er nýkomið úr Bónus og tek nautalundina sem það var að kaupa.“Ef stefinu hefur verið stolið svona oft, er það ekki þá líka til marks um að þetta sé vel heppnað stef?„Þetta er vel heppnað stef jú,“ svarar Birgir og segir það vera með því betra sem hann hefur gert „ásamt kannski stefinu fyrir Stelpurnar.“En hvað þarf að einkenna gott stef?„Það skiptir máli að stefið sé ekki pirrandi í byrjun. Stefið gengur upp ef engum finnst það í lagi til að byrja með, en svo þegar fólk heyrir það aftur og aftur fer því að líka við það. En þetta er auðvitað ákveðin heppni að hitta á gott stef.“ Birgir segist vona að þetta verði í síðasta sinn sem hann þurfi að standa í stappi. „Já, þetta er rosalega leiðinlegt. Þarna er verið að stela frá Ríkissjónvarpinu. Mörgum finnst þetta vera þeirra stef. Ég vona að þetta komi bara ekkert fyrir aftur.“APTS verðlaunað Á vefsíðu Alexandra Palace Television Society, sem reyndar virðist komin svolítið til ára sinna, er tekið fram að samtökin hafi unnið til hinn svokallaða Shiers Trust styrk árið 2001. Styrkurinn er veittur af hinum svokölluðu Royal Television Society samtökum. Styrkurinn er veittur árlega er er allt að tvö þúsund pund, eða tæplega fjögur hundruð þúsund krónur. Markmiðið með styrkveitingunni er að verðlauna þá sem rannsaka, kynna og kenna sögu sjónvarpsins á einhvern hátt. Meðal þeirra sem hafa fengið styrk er sir David Attenborough, sjónvarpsmaðurinn frægi. Á Youtube-síðu APTS-samtakanna kemur fram að samtökin vilji varðveita munlega og skriflega sögu frumkvöðla í þróunar sjónvarpsins. Nafn samtakanna er dregið af Alexandra Palace í norðurhluta Lúndúna, en á síðunni kemur fram að þar hafi fyrstu reglulegu, skýru sjónvarpsútsendingarnar hafist árið 1936. Einnig er tekið fram að allir þeir sem steli efni af síðunni verði tilkynntir til stjórnenda Youtube. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira
Upphafsstefinu í fréttatíma Ríkisútvarpsins hefur verið stolið. Stofnunin Alexandra Palace Television Society notar stefið á Youtube-síðu sinni, en myndböndin sem stofnunin birtir eru mörg hver ansi vinsæl; horft hefur verið á þau í yfir tvær og hálfa milljón skipta. Stefið úr fréttum RÚV er spilað á undan öllum myndböndunum sem birtast á síðunni, eins og sjá má hér að neðan. Birgir Tryggvason heitir maðurinn sem samdi stefið fyrir fréttatímann. Hann er vanur í þessum bransa, hann samdi til að mynda einnig upphafsstefið fyrir þættina Logi í Beinni og Stelpurnar. Hann er ekki sáttur og hefur haft samband við aðstandendur síðunnar og STEF vegna málsins: „Þetta er ólöglegt. Þetta er óþolandi. Þetta er í fjórða sinn sem ég heyri stefið notað ólöglega annarsstaðar. Ég sendi vinsamlegt bréf á þessa sem eru með síðuna og bað þá að taka þetta út. Síðan hafði ég samband við STEF til þess að hjálpa mér í málinu.“ segir hann ósáttur og bætir við: „Maður hefur heyrt að fréttastofur á Rhodes og Forteventura hafi notað þetta stef. Ég hef líka heyrt stefið úr Logi í beinni notað einhversstaðar erlendis. Ef byggi einhversstaðar annarsstaðar þá væri þetta ekki vinsamlegt bréf sem ég hefði sent þeim, heldur væri kæran þúsundföld.“Íslenskir tónlistarmenn berskjaldaðir Birgir segir að íslenskir tónlistarmenn séu nokkuð berskjaldaðir gagnvart ólöglegri notkun á síðum eins og Youtube. „Maður veit af því að Youtube reynir að taka út tónlist erlendra tónlistarmanna, þegar hún er notuð ólöglega í myndböndum sem fólk setur inn. En við erum svo lítið markaðssvæði að það er ekkert gert í þessu fyrir Íslendinga.“ Hann segir að það sé óþoloandi að sjá vinnu sinni stolið svona. „Hugverk er alltaf hugverk. Ég fer ekki heim til fólks þegar það er nýkomið úr Bónus og tek nautalundina sem það var að kaupa.“Ef stefinu hefur verið stolið svona oft, er það ekki þá líka til marks um að þetta sé vel heppnað stef?„Þetta er vel heppnað stef jú,“ svarar Birgir og segir það vera með því betra sem hann hefur gert „ásamt kannski stefinu fyrir Stelpurnar.“En hvað þarf að einkenna gott stef?„Það skiptir máli að stefið sé ekki pirrandi í byrjun. Stefið gengur upp ef engum finnst það í lagi til að byrja með, en svo þegar fólk heyrir það aftur og aftur fer því að líka við það. En þetta er auðvitað ákveðin heppni að hitta á gott stef.“ Birgir segist vona að þetta verði í síðasta sinn sem hann þurfi að standa í stappi. „Já, þetta er rosalega leiðinlegt. Þarna er verið að stela frá Ríkissjónvarpinu. Mörgum finnst þetta vera þeirra stef. Ég vona að þetta komi bara ekkert fyrir aftur.“APTS verðlaunað Á vefsíðu Alexandra Palace Television Society, sem reyndar virðist komin svolítið til ára sinna, er tekið fram að samtökin hafi unnið til hinn svokallaða Shiers Trust styrk árið 2001. Styrkurinn er veittur af hinum svokölluðu Royal Television Society samtökum. Styrkurinn er veittur árlega er er allt að tvö þúsund pund, eða tæplega fjögur hundruð þúsund krónur. Markmiðið með styrkveitingunni er að verðlauna þá sem rannsaka, kynna og kenna sögu sjónvarpsins á einhvern hátt. Meðal þeirra sem hafa fengið styrk er sir David Attenborough, sjónvarpsmaðurinn frægi. Á Youtube-síðu APTS-samtakanna kemur fram að samtökin vilji varðveita munlega og skriflega sögu frumkvöðla í þróunar sjónvarpsins. Nafn samtakanna er dregið af Alexandra Palace í norðurhluta Lúndúna, en á síðunni kemur fram að þar hafi fyrstu reglulegu, skýru sjónvarpsútsendingarnar hafist árið 1936. Einnig er tekið fram að allir þeir sem steli efni af síðunni verði tilkynntir til stjórnenda Youtube.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Innlent Fleiri fréttir Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Sjá meira