Innlent

Barn brenndist í heitum potti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Vísir/Stefán
Barn var flutt á slysadeild Landspítala í liðinni viku með brunasár á fæti. Í tilkynningu frá lögreglunni á Selfossi kemur fram að barnið hafi stígið ofan í heitan pott við sumarbústað í Bláskógabyggð. Blöndunartæki voru í ólagi þannig að of heitt vatn rann í pottinn.

Þá slasaðist kona eftir að hafa fallið af hestbaki síðdegis í gær við Kjóastaði í Biskupstungum. Hún mun hafa hlotið minni háttar meiðsli að því er segir í tilkynningu frá lögreglu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×