Einn leiðtoga andófsmanna býður sig fram til forseta Heimir Már Pétursson skrifar 28. mars 2014 20:46 Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum. Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Olga Bogomolets er engin venjulegur andófsmaður. Hún er hámenntaður læknir, komin af frægri fjölskyldu lækna og er einn af spítulum borgarinnar skýrður í höfuð afa hennar. Þegar mótmælendur tólku yfir Maidan torg síðast liðið haust tók hún að sér að setja upp sjúkraskýli við torgið. Þegar skotárásirnar hófust síðan á mótmælendur hinn 18. febrúar stjórnaði hún uppsetningu bráðamóttöku við torgið þar sem gerðar voru aðgerðir á særðum og hún stóð yfir líkum hinna föllnu sem lögð voru í andyrið á hótel Úkraínu og talaði við erlenda fjölmiðla. Þegar Janukovits var hrakinn úr forsetastóli bauð bráðabirgðastjórnin Olgu sæti heilbrigðisráðherra, en þegar hún sagðist vilja taka með sér hóp af sínu eigin fólki í ráðneytið var látið líta út fyrir að hún hefði hafnað boðinu. Olga er enn á Maidan torgi á hverjum degi og nýtir hvert tækifæri til að koma sjónarmiðum andófsmanna til skila, en um 100 manns féllu á torginu á þremur dögum frá 18. til 21. febrúar. „Og nú þegar liðinn er rúmur mánuður frá því fólk var myrt vitum við ekki enn hverjir stóðu að morðunum og frömdu þau hér í miðborg Kænugarðs. Hinn 18. febrúar særðust 1.500 manns þar af um fjögur hundruð mjög alvarlega og 24 féllu. Hinn 20. febrúar særðust 1.300 manns og 45 féllu fyrir skotum leyniskyttna,“segir Olga sem vonar að sökudólgarnir finnist og vill aðstoð óháðra alþjóðlegra aðila til að rannsaka morðin. Olga notaði tækifærið til að ræða við Gunnar Braga Sveinsson utanríkisráðherra á Maidan torgi um síðustu helgi en aðalkrafa andófsmanna er að þeir sem beri ábyrgð á morðunum verði þefaðir uppi og dregnir fyrir dóm. „Byltingu okkar er enn ekki lokið en okkur miðar áfram og ég vona að við munum bera sigur úr bítum til að koma á lýðræði. En auðvitað er staðan mjög erfið núna vegna aðgerða Rússa,“ sagði Olga í samtali við Gunnar Braga. Og nú hefur Olga ákveðið að bjóða sig fram til forseta í kosningunum hinn 25. maí næst komandi. „Við erum vön pólitískum slagorðum stjórnmálamanna sem margir hverjir sitja í núverandi ríkisstjórn. En þeir hafa ekki breytt neinu þannig að við bíðum eftir að nýtt þing verði kosið,“ sagði Olga Bogomolets við Gunnar Braga sem tók undir með henni að aðgerðir þyrftu að fylgja orðum.
Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira