Fjölgun ferðamanna að komast í hámark Jón Hákon Halldórsson skrifar 11. september 2014 10:00 Gullfoss í vetrarbúningi Helga segir að það hefði mátt moka betur við Gullfoss í fyrra. fréttablaðið/GVA Á næsta ári mun draga verulega úr fjölgun erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Búist er við að hún verði 22,6 prósent í ár en 13,7 prósent á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri spá Greiningardeildar Arion banka sem kynnt var á morgunverðarfundi bankans í morgun. „Það stefnir í enn eitt metárið í komum erlendra ferðamanna í ár og fjórða árið í röð er ferðamönnum að fjölga með meiri hraða en árið á undan. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að fjölgun ferðamanna í ár muni nema um 23% frá seinasta ári og því komi um 960 þúsund ferðamenn til Íslands í gegnum Leifsstöð,“ segir Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildarinnar. Hún segir að deildin geri ráð fyrir að um 1,1 milljón ferðamanna muni heimsækja Ísland á næsta ári og á árinu 2017 verði þeir rúmlega 1,3 milljónir. Gangi spáin eftir mun vöxturinn haldast yfir langtímameðaltali á næstu árum. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur koma ekkert á óvart. „Tuttugu prósenta aukning á milli ára er ekki það sem við viljum horfa á sem árlega aukningu til framtíðar. Það er allt of hröð aukning,“ segir hún. Þótt hún fari niður í 13,7 prósent, þá sé hún vel yfir meðaltalinu í Evrópu og mun viðráðanlegri. „Hvort sem það eru tíu prósent eða þrettán prósent þá er það mjög gott,“ segir hún. Helga segir að það þurfi að afla meiri tölfræðiupplýsinga um ferðaþjónustuna til að efla greinina til framtíðar. „Það er í raun sorglegt hvað við vitum lítið um þessa atvinnugrein og það þarf að rannsaka svo við tökum öll rétt skref í sömu átt hverju sinni. Það þarf allsherjarstefnumótun sem allir koma að,“ segir Helga. Það þurfi raunverulega framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamennsku. Það sé auðvelt að leggja huglægt mat á ferðaþjónustu, en huglægt mat sé ekki það sama og staðreyndir. „Það er til dæmis svo auðvelt að halda að ákveðnir ferðamenn eyði of litlu, en hvað vitum við?“ segir hún. Þá bendir Helga líka á að það þurfi að ráðast í uppbyggingu innviða, meðal annars með því að bæta vegakerfið og halda því við. Það þurfi líka að halda vegum opnum á veturna. „Við vorum að berjast við það í fyrra að láta moka að Gullfossi. Ferðamenn sem eiga að vera hér á veturna, þeir komast jafnvel ekki að náttúruperlunum,“ segir hún. Hér séu enn einbreiðar brýr og margt sem þurfi að laga. „Það er mikilvægt að allir líti á þessi verkefni sem tækifæri sem við þurfum að nýta sem allra best,“ segir Helga. Ekki beri að líta á þetta sem vandamál. Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira
Á næsta ári mun draga verulega úr fjölgun erlendra ferðamanna sem koma til Íslands. Búist er við að hún verði 22,6 prósent í ár en 13,7 prósent á næsta ári. Þetta kemur fram í nýrri spá Greiningardeildar Arion banka sem kynnt var á morgunverðarfundi bankans í morgun. „Það stefnir í enn eitt metárið í komum erlendra ferðamanna í ár og fjórða árið í röð er ferðamönnum að fjölga með meiri hraða en árið á undan. Greiningardeild Arion banka gerir ráð fyrir að fjölgun ferðamanna í ár muni nema um 23% frá seinasta ári og því komi um 960 þúsund ferðamenn til Íslands í gegnum Leifsstöð,“ segir Regína Bjarnadóttir, forstöðumaður Greiningardeildarinnar. Hún segir að deildin geri ráð fyrir að um 1,1 milljón ferðamanna muni heimsækja Ísland á næsta ári og á árinu 2017 verði þeir rúmlega 1,3 milljónir. Gangi spáin eftir mun vöxturinn haldast yfir langtímameðaltali á næstu árum. Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur koma ekkert á óvart. „Tuttugu prósenta aukning á milli ára er ekki það sem við viljum horfa á sem árlega aukningu til framtíðar. Það er allt of hröð aukning,“ segir hún. Þótt hún fari niður í 13,7 prósent, þá sé hún vel yfir meðaltalinu í Evrópu og mun viðráðanlegri. „Hvort sem það eru tíu prósent eða þrettán prósent þá er það mjög gott,“ segir hún. Helga segir að það þurfi að afla meiri tölfræðiupplýsinga um ferðaþjónustuna til að efla greinina til framtíðar. „Það er í raun sorglegt hvað við vitum lítið um þessa atvinnugrein og það þarf að rannsaka svo við tökum öll rétt skref í sömu átt hverju sinni. Það þarf allsherjarstefnumótun sem allir koma að,“ segir Helga. Það þurfi raunverulega framkvæmdaáætlun um uppbyggingu ferðamennsku. Það sé auðvelt að leggja huglægt mat á ferðaþjónustu, en huglægt mat sé ekki það sama og staðreyndir. „Það er til dæmis svo auðvelt að halda að ákveðnir ferðamenn eyði of litlu, en hvað vitum við?“ segir hún. Þá bendir Helga líka á að það þurfi að ráðast í uppbyggingu innviða, meðal annars með því að bæta vegakerfið og halda því við. Það þurfi líka að halda vegum opnum á veturna. „Við vorum að berjast við það í fyrra að láta moka að Gullfossi. Ferðamenn sem eiga að vera hér á veturna, þeir komast jafnvel ekki að náttúruperlunum,“ segir hún. Hér séu enn einbreiðar brýr og margt sem þurfi að laga. „Það er mikilvægt að allir líti á þessi verkefni sem tækifæri sem við þurfum að nýta sem allra best,“ segir Helga. Ekki beri að líta á þetta sem vandamál.
Mest lesið Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Hleypti líklega óvart úr Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Innlent Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Innlent „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Pútín lætur sér fátt um finnast Erlent „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Innlent Fleiri fréttir Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Tæpur fjórðungur umræðutímans fór í veiðigjöld Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Sjá meira