Innlent

Borgarstjóri dansaði ballett

Freyr Bjarnason skrifar
Dagur b. Eggertsson borgarstjóri dansar ballett í Laugarnesskóla.
Dagur b. Eggertsson borgarstjóri dansar ballett í Laugarnesskóla.
Átaksverkefnið Göngum í skólann var sett í áttunda skipti í gær og fór setningarhátíðin fram í Laugarnesskóla í Reykjavík.

Illugi Gunnarsson, mennta- og menningarmálaráðherra, og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri fluttu stutt ávörp og hvöttu nemendur til þess að ganga, hjóla eða nota annan virkan ferðamáta á leið sinni í skólann.

Að því loknu kom Solla stirða í heimsókn og tók nokkrar léttar æfingar í morgunsárið auk þess að láta borgarstjóra dansa ballett við mikla kátínu nemenda jafnt sem starfsfólks.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×