Innlent

Þriðjungi fleiri hefja nám á Bifröst

Stefán Árni Pálsson skrifar
Mest var fjölgunin í meistaranámi skólans aðallega vegna nýrrar námslínu sem heitir MS í forystu og stjórnun.
Mest var fjölgunin í meistaranámi skólans aðallega vegna nýrrar námslínu sem heitir MS í forystu og stjórnun.
Um þriðjungi fleiri munu hefja nám nú á haustönn í háskóladeildum Háskólans á Bifröst en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í tilkynningu frá skólanum.

Mun þetta vera er í samræmi við fjölgun umsókna um skólavist s.l. sumar.

Mest var fjölgunin í meistaranámi skólans aðallega vegna nýrrar námslínu sem heitir MS í forystu og stjórnun en yfir 80 nemendur byrjuðu í þeirri línu.

Þá varð veruleg fjölgun í MA í Menningarstjórnun á milli ára. Alls munu 618 nemendur hefja nám í Háskólanum á Bifröst núna á haustönn, 481 á háskólastigi og 137 í Háskólagátt sem er aðfararnám að háskólanámi.

Í heild eru nú um 100 fleiri nemendur sem hefja nám í Háskólanum á Bifröst miðað við síðasta skólaár.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×