Samningafundur í kjaradeilu framhaldsskólakennara og ríkisins var boðaður klukkan tíu í morgun hjá ríkissáttasemjara.
Takist samningar ekki hefst verkfall strax eftir helgina í flestum framhaldsskólum landsins.
Þegar rætt var við Aðalheiði Steingrímsdóttur, formann Félags framhaldskólakennara, rétt fyrir klukkan ellefu voru deiluaðilar komnir í hús og viðræður voru að hefjast.
Hún bjóst við að fundað yrði út daginn.

