Mjög alvarlega staða sögð vera í viðræðum við kennara Snærós Sindradóttir skrifar 26. mars 2014 06:30 Aðalheiður Steingrímsdóttirformaður samninganefndar framhaldskólakennara. Fundi í kjaraviðræðum ríkisins og Kennarasambands Íslands lauk á sjötta tímanum í gærkvöldi. Samninganefnd kennara hafði óskað eftir því að ríkið legði fram raunhæfa málamiðlun í launadeilu aðilanna í gær. Þær launatölur sem ríkið gat boðið voru lagðar fram seinnipart dags og farið yfir þær á fundi. Það endaði á þann veg að samninganefnd kennara sleit fundi fyrr en tíðkast hefur síðustu daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar kennara, vildi ekki tjá sig um það tilboð sem ríkið hafði borið á borð. „Við settumst yfir málin seinnipartinn og vorum búin að nefna að það væri mjög æskilegt að ríkið myndi tjá sig um launatölur, það var gert á fundi seinnipartinn. Ég vil ekkert tjá mig um stöðuna fyrr en við erum búin að funda aftur með ríkinu í fyrramálið,“ sagði Aðalheiður í gærkvöldi.„Undrandi hvað þetta dregst lengi“ Samninganefnd kennara var bjartsýn eftir samningafund á mánudag en svo virðist sem bakslag hafi komið í viðræðurnar í gær. „Það eru engar fréttir af deginum í dag. Við erum undrandi hvað þetta dregst lengi og lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu að halda skólunum og nemendum svona lengi í verkfalli,“ segir Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í dag en gerði. Það er frekar þungur tónn í okkur.“ Ólafur vildi bíða eftir áframhaldandi fundi samninganefndar og ríkis í dag „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í gær en svona er þetta. Það gengur stundum fram og til baka.“„Mjög alvarleg staða uppi“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, tekur undir að róður viðræðanna sé þungur. „Ég lifi á því að vera bjartsýnn en það er mjög alvarleg staða uppi. Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að koma því þannig fyrir að hægt sé að hefja skólastarf að nýju,“ segir Gunnar sem kveðst ekki þora að segja til um hvort aðilum gæti tekist að semja fyrir vikulok. Fulltrúar framhaldsskólakennara og samninganefnd ríkisins halda viðræðum áfram klukkan tíu í dag. Þá verður tilboð ríkisins skoðað ofan í kjölinn.- ssb Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira
Fundi í kjaraviðræðum ríkisins og Kennarasambands Íslands lauk á sjötta tímanum í gærkvöldi. Samninganefnd kennara hafði óskað eftir því að ríkið legði fram raunhæfa málamiðlun í launadeilu aðilanna í gær. Þær launatölur sem ríkið gat boðið voru lagðar fram seinnipart dags og farið yfir þær á fundi. Það endaði á þann veg að samninganefnd kennara sleit fundi fyrr en tíðkast hefur síðustu daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar kennara, vildi ekki tjá sig um það tilboð sem ríkið hafði borið á borð. „Við settumst yfir málin seinnipartinn og vorum búin að nefna að það væri mjög æskilegt að ríkið myndi tjá sig um launatölur, það var gert á fundi seinnipartinn. Ég vil ekkert tjá mig um stöðuna fyrr en við erum búin að funda aftur með ríkinu í fyrramálið,“ sagði Aðalheiður í gærkvöldi.„Undrandi hvað þetta dregst lengi“ Samninganefnd kennara var bjartsýn eftir samningafund á mánudag en svo virðist sem bakslag hafi komið í viðræðurnar í gær. „Það eru engar fréttir af deginum í dag. Við erum undrandi hvað þetta dregst lengi og lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu að halda skólunum og nemendum svona lengi í verkfalli,“ segir Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í dag en gerði. Það er frekar þungur tónn í okkur.“ Ólafur vildi bíða eftir áframhaldandi fundi samninganefndar og ríkis í dag „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í gær en svona er þetta. Það gengur stundum fram og til baka.“„Mjög alvarleg staða uppi“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, tekur undir að róður viðræðanna sé þungur. „Ég lifi á því að vera bjartsýnn en það er mjög alvarleg staða uppi. Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að koma því þannig fyrir að hægt sé að hefja skólastarf að nýju,“ segir Gunnar sem kveðst ekki þora að segja til um hvort aðilum gæti tekist að semja fyrir vikulok. Fulltrúar framhaldsskólakennara og samninganefnd ríkisins halda viðræðum áfram klukkan tíu í dag. Þá verður tilboð ríkisins skoðað ofan í kjölinn.- ssb
Mest lesið Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Innlent Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Innlent Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Innlent Von á leifum fellibylsins Erin til landsins Veður „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Innlent Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Innlent Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Innlent Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Innlent Fleiri fréttir Vestfirðingar fagna í kvöld: „Þetta er bara mjög stórt“ Öll spjót beinast að ÍBR vegna skipulagsleysis og „rugls í ræsingu“ Hlaupið aftur í rénun eftir vöxt í nótt Þrjár líkamsárásir og yfir tuttugu ungmenni í athvarf Hver verður Íslandsmeistari í hrútaþukli? Kraftaverk að ekki fór verr þegar bíll hafnaði ofan á tveimur Akstursíþróttasamfélagið harmi slegið, unglingadrykkja á Menningarnótt og hrútaþukl Evrópusambandið, menntamál, stýrivextir og Gasa í Sprengisandi „Heilt yfir“ friðsamleg Menningarnótt en nokkrir ofbeldisfullir Skutu upp flugeldum í minningu Bryndísi Klöru Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjá meira