Mjög alvarlega staða sögð vera í viðræðum við kennara Snærós Sindradóttir skrifar 26. mars 2014 06:30 Aðalheiður Steingrímsdóttirformaður samninganefndar framhaldskólakennara. Fundi í kjaraviðræðum ríkisins og Kennarasambands Íslands lauk á sjötta tímanum í gærkvöldi. Samninganefnd kennara hafði óskað eftir því að ríkið legði fram raunhæfa málamiðlun í launadeilu aðilanna í gær. Þær launatölur sem ríkið gat boðið voru lagðar fram seinnipart dags og farið yfir þær á fundi. Það endaði á þann veg að samninganefnd kennara sleit fundi fyrr en tíðkast hefur síðustu daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar kennara, vildi ekki tjá sig um það tilboð sem ríkið hafði borið á borð. „Við settumst yfir málin seinnipartinn og vorum búin að nefna að það væri mjög æskilegt að ríkið myndi tjá sig um launatölur, það var gert á fundi seinnipartinn. Ég vil ekkert tjá mig um stöðuna fyrr en við erum búin að funda aftur með ríkinu í fyrramálið,“ sagði Aðalheiður í gærkvöldi.„Undrandi hvað þetta dregst lengi“ Samninganefnd kennara var bjartsýn eftir samningafund á mánudag en svo virðist sem bakslag hafi komið í viðræðurnar í gær. „Það eru engar fréttir af deginum í dag. Við erum undrandi hvað þetta dregst lengi og lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu að halda skólunum og nemendum svona lengi í verkfalli,“ segir Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í dag en gerði. Það er frekar þungur tónn í okkur.“ Ólafur vildi bíða eftir áframhaldandi fundi samninganefndar og ríkis í dag „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í gær en svona er þetta. Það gengur stundum fram og til baka.“„Mjög alvarleg staða uppi“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, tekur undir að róður viðræðanna sé þungur. „Ég lifi á því að vera bjartsýnn en það er mjög alvarleg staða uppi. Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að koma því þannig fyrir að hægt sé að hefja skólastarf að nýju,“ segir Gunnar sem kveðst ekki þora að segja til um hvort aðilum gæti tekist að semja fyrir vikulok. Fulltrúar framhaldsskólakennara og samninganefnd ríkisins halda viðræðum áfram klukkan tíu í dag. Þá verður tilboð ríkisins skoðað ofan í kjölinn.- ssb Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira
Fundi í kjaraviðræðum ríkisins og Kennarasambands Íslands lauk á sjötta tímanum í gærkvöldi. Samninganefnd kennara hafði óskað eftir því að ríkið legði fram raunhæfa málamiðlun í launadeilu aðilanna í gær. Þær launatölur sem ríkið gat boðið voru lagðar fram seinnipart dags og farið yfir þær á fundi. Það endaði á þann veg að samninganefnd kennara sleit fundi fyrr en tíðkast hefur síðustu daga. Aðalheiður Steingrímsdóttir, formaður samninganefndar kennara, vildi ekki tjá sig um það tilboð sem ríkið hafði borið á borð. „Við settumst yfir málin seinnipartinn og vorum búin að nefna að það væri mjög æskilegt að ríkið myndi tjá sig um launatölur, það var gert á fundi seinnipartinn. Ég vil ekkert tjá mig um stöðuna fyrr en við erum búin að funda aftur með ríkinu í fyrramálið,“ sagði Aðalheiður í gærkvöldi.„Undrandi hvað þetta dregst lengi“ Samninganefnd kennara var bjartsýn eftir samningafund á mánudag en svo virðist sem bakslag hafi komið í viðræðurnar í gær. „Það eru engar fréttir af deginum í dag. Við erum undrandi hvað þetta dregst lengi og lýsum fullri ábyrgð á hendur ríkisvaldinu að halda skólunum og nemendum svona lengi í verkfalli,“ segir Ólafur Hjörtur Sigurjónsson, formaður Félags stjórnenda í framhaldsskólum. „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í dag en gerði. Það er frekar þungur tónn í okkur.“ Ólafur vildi bíða eftir áframhaldandi fundi samninganefndar og ríkis í dag „Við áttum von á því að þetta myndi ganga betur í gær en svona er þetta. Það gengur stundum fram og til baka.“„Mjög alvarleg staða uppi“ Gunnar Björnsson, formaður samninganefndar ríkisins, tekur undir að róður viðræðanna sé þungur. „Ég lifi á því að vera bjartsýnn en það er mjög alvarleg staða uppi. Við erum að reyna að gera allt sem við getum til að koma því þannig fyrir að hægt sé að hefja skólastarf að nýju,“ segir Gunnar sem kveðst ekki þora að segja til um hvort aðilum gæti tekist að semja fyrir vikulok. Fulltrúar framhaldsskólakennara og samninganefnd ríkisins halda viðræðum áfram klukkan tíu í dag. Þá verður tilboð ríkisins skoðað ofan í kjölinn.- ssb
Mest lesið Vinum hans ekki litist á blikuna Innlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent „Margir sem því miður eru ekki jafn heppnir og ég“ Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fleiri fréttir Vinum hans ekki litist á blikuna Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Sjá meira