Gaman að troða upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði Þórður Ingi jónsson skrifar 28. nóvember 2014 09:30 Jónas Sig - Hljómsveitin fer í pásu eftir helgi til að semja nýtt efni. Vísir/Pjetur „Ég er mjög ánægður og spenntur að spila þarna, þessi salur í Bæjarbíói er mjög sérstakur,“ segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem treður upp í Bæjarbíói í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Ritvélum framtíðarinnar. „Þetta er eitt af þeim fáu sögulegu rýmum sem eru ennþá mjög upprunaleg einhvern veginn, það er rosalega góð stemning þarna. Það er svolítið sterkt „lókal“ og menning í Hafnarfirði, þess vegna var ég svona spenntur þegar ég frétti að Bæjarbíó væri að fara aftur í gang. Það er gaman að vera hluti af því,“ segir Jónas. Hann stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2007 með sinni fyrstu sólóplötu en síðan þá hefur hann komið víða að, meðal annars í hljómsveitinni Dröngum. „Við höfum verið að spila mikið á þessu ári og er bandið orðið ansi formað í lögunum. Eftir þessa helgi förum við í smá pásu og verðum komnir með nýtt efni sem við spilum á næsta ári,“ segir Jónas sem gerði, vel á minnst, tónlistina og hljóðheiminn fyrir leikritið Útlenska drenginn sem er nú sýnt í Tjarnarbíói. Fyrir verkið gerði hann lag með rapparanum Kött Grá Pjé. „Hann er algjör snillingur og ég var mjög ánægður með útkomuna,“ segir Jónas.Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 2.000 krónur inn. Tónlist Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
„Ég er mjög ánægður og spenntur að spila þarna, þessi salur í Bæjarbíói er mjög sérstakur,“ segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem treður upp í Bæjarbíói í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Ritvélum framtíðarinnar. „Þetta er eitt af þeim fáu sögulegu rýmum sem eru ennþá mjög upprunaleg einhvern veginn, það er rosalega góð stemning þarna. Það er svolítið sterkt „lókal“ og menning í Hafnarfirði, þess vegna var ég svona spenntur þegar ég frétti að Bæjarbíó væri að fara aftur í gang. Það er gaman að vera hluti af því,“ segir Jónas. Hann stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2007 með sinni fyrstu sólóplötu en síðan þá hefur hann komið víða að, meðal annars í hljómsveitinni Dröngum. „Við höfum verið að spila mikið á þessu ári og er bandið orðið ansi formað í lögunum. Eftir þessa helgi förum við í smá pásu og verðum komnir með nýtt efni sem við spilum á næsta ári,“ segir Jónas sem gerði, vel á minnst, tónlistina og hljóðheiminn fyrir leikritið Útlenska drenginn sem er nú sýnt í Tjarnarbíói. Fyrir verkið gerði hann lag með rapparanum Kött Grá Pjé. „Hann er algjör snillingur og ég var mjög ánægður með útkomuna,“ segir Jónas.Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 2.000 krónur inn.
Tónlist Mest lesið Woody Allen segist enginn aðdáandi Pútíns Lífið Ein glæsilegasta leikkona landsins selur slotið Lífið Þetta eru keppendur Ungfrú Ísland Teen 2025 Lífið Lil Nas X ákærður fyrir brot á alríkislögum Lífið Skúli hannaði hof fyrir Grímu Lífið Hegðun Benedikts kom upp um bónorðið Lífið Ljúffengir hafraklattar með kaffinu Lífið Sonur Rögnu og Árna kominn með nafn Lífið Fagurkeri selur miðbæjarperlu Lífið Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira