Gaman að troða upp í Bæjarbíói í Hafnarfirði Þórður Ingi jónsson skrifar 28. nóvember 2014 09:30 Jónas Sig - Hljómsveitin fer í pásu eftir helgi til að semja nýtt efni. Vísir/Pjetur „Ég er mjög ánægður og spenntur að spila þarna, þessi salur í Bæjarbíói er mjög sérstakur,“ segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem treður upp í Bæjarbíói í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Ritvélum framtíðarinnar. „Þetta er eitt af þeim fáu sögulegu rýmum sem eru ennþá mjög upprunaleg einhvern veginn, það er rosalega góð stemning þarna. Það er svolítið sterkt „lókal“ og menning í Hafnarfirði, þess vegna var ég svona spenntur þegar ég frétti að Bæjarbíó væri að fara aftur í gang. Það er gaman að vera hluti af því,“ segir Jónas. Hann stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2007 með sinni fyrstu sólóplötu en síðan þá hefur hann komið víða að, meðal annars í hljómsveitinni Dröngum. „Við höfum verið að spila mikið á þessu ári og er bandið orðið ansi formað í lögunum. Eftir þessa helgi förum við í smá pásu og verðum komnir með nýtt efni sem við spilum á næsta ári,“ segir Jónas sem gerði, vel á minnst, tónlistina og hljóðheiminn fyrir leikritið Útlenska drenginn sem er nú sýnt í Tjarnarbíói. Fyrir verkið gerði hann lag með rapparanum Kött Grá Pjé. „Hann er algjör snillingur og ég var mjög ánægður með útkomuna,“ segir Jónas.Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 2.000 krónur inn. Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira
„Ég er mjög ánægður og spenntur að spila þarna, þessi salur í Bæjarbíói er mjög sérstakur,“ segir tónlistarmaðurinn Jónas Sigurðsson, sem treður upp í Bæjarbíói í kvöld ásamt hljómsveit sinni, Ritvélum framtíðarinnar. „Þetta er eitt af þeim fáu sögulegu rýmum sem eru ennþá mjög upprunaleg einhvern veginn, það er rosalega góð stemning þarna. Það er svolítið sterkt „lókal“ og menning í Hafnarfirði, þess vegna var ég svona spenntur þegar ég frétti að Bæjarbíó væri að fara aftur í gang. Það er gaman að vera hluti af því,“ segir Jónas. Hann stimplaði sig inn í íslenskt tónlistarlíf árið 2007 með sinni fyrstu sólóplötu en síðan þá hefur hann komið víða að, meðal annars í hljómsveitinni Dröngum. „Við höfum verið að spila mikið á þessu ári og er bandið orðið ansi formað í lögunum. Eftir þessa helgi förum við í smá pásu og verðum komnir með nýtt efni sem við spilum á næsta ári,“ segir Jónas sem gerði, vel á minnst, tónlistina og hljóðheiminn fyrir leikritið Útlenska drenginn sem er nú sýnt í Tjarnarbíói. Fyrir verkið gerði hann lag með rapparanum Kött Grá Pjé. „Hann er algjör snillingur og ég var mjög ánægður með útkomuna,“ segir Jónas.Tónleikarnir hefjast klukkan 22.00 og kostar 2.000 krónur inn.
Tónlist Mest lesið Var orðið að spurningu um líf og dauða Lífið Mömmustrákur skýtur uppvakningum ref fyrir rass Gagnrýni Aron Kristinn orðinn pabbi Lífið Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Lífið Norah Jones: Tíminn stóð í stað þar til ljóskastarinn vakti mann Gagnrýni Komu Balmain Hair Couture í Hagkaup fagnað með glæsilegum viðburði Lífið samstarf „Þvílíkur fílingur bara“ Lífið Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Lífið Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára Lífið Umboðsmaður Jenner lést af slysförum Lífið Fleiri fréttir „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Ástardúett Stuðmanna í nýjum búning Trúlofuðu sig á sama stað og þau byrjuðu saman Frumflutti nýtt lag á FM957: „Þetta er bara winning lag“ Cave vildi ekki taka þátt í „kjánalegri langloku“ Morrissey gegn „vók“ Tónlistarhátíðinni Lóu aflýst Eltir draumana og þarf að færa fórnir Brian Wilson látinn „Ég var ekki að búast við því að gráta svona“ Keyrði frá Sauðárkróki í Garðabæ fyrir einn gítartíma Heldur sér við efnið og burt frá efnunum Þykja skuggalega lík Fleetwood Mac „Okkur var ekkert cancelað, nema hann bara gerði það sjálfur“ Heitustu rapparar landsins í eina sæng Sjá meira