Atli Viðar: Sáttur við þessa lausn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2014 19:26 Vísir/Arnþór Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH eins og fram hefur komið og hefur þar með sitt fjórtánda tímabil hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann gerði tveggja ára samning sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Ég gaf mér tíma til að hugsa málið - vega og meta framhaldið,“ sagði Atli Viðar en gamli samningurinn rann út eftir tímabilið og sagði hann þá að hann væri alvarlega að íhuga að yfirgefa FH. „Nokkur félög hringdu,“ sagði hann um áhuga annarra liða en vildi ekkert segja nánar um hversu langt viðræður þau fóru. „FH-ingar létu strax vita af sínum áhuga en ég ákvað að taka mér smá frí eftir tímabilið. Ég hef því ekki legið undir feldi í tvo mánuði og hugsað stanslaust um fótbolta.“ „Síðustu daga höfum við spjallað saman og fundið lausn sem ég er sáttur við,“ sagði Atli Viðar sem fékk þó minna að spila í sumar en oft áður. „Auðvitað vill maður spila eins og ég hef áður sagt og þetta hafði sitt að segja í öllu þessu ferli. En þegar ég var búinn að setjast niður og hugsa málið til enda þá tel ég að þessi ákvörðun sé rétt. Ég stend og fell með henni.“ Það eru rúm fjórtán ár liðin síðan hann samdi fyrst við FH og hefur hann verið samningsbundinn félaginu allan þann tíma. Hann var reyndar lánaður til Fjölnis og lék með félaginu í eitt tímabil þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. „Þessi tími hefur liðið fáránlega hratt og breytingin sem hefur orðið á þeim tíma, til dæmis á FH sem knattspyrnufélagi, er ótrúleg. Ég hef átt frábæran tíma í þessu félagi.“ Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki leitt hugann að því að hann yrði svo lengi hjá FH þegar hann gekk til liðs við félagið í október árið 2000. „Þá var ég bara tvítugur gutti utan að landi og var ekkert að spá í slíku löguðu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH eins og fram hefur komið og hefur þar með sitt fjórtánda tímabil hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann gerði tveggja ára samning sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Ég gaf mér tíma til að hugsa málið - vega og meta framhaldið,“ sagði Atli Viðar en gamli samningurinn rann út eftir tímabilið og sagði hann þá að hann væri alvarlega að íhuga að yfirgefa FH. „Nokkur félög hringdu,“ sagði hann um áhuga annarra liða en vildi ekkert segja nánar um hversu langt viðræður þau fóru. „FH-ingar létu strax vita af sínum áhuga en ég ákvað að taka mér smá frí eftir tímabilið. Ég hef því ekki legið undir feldi í tvo mánuði og hugsað stanslaust um fótbolta.“ „Síðustu daga höfum við spjallað saman og fundið lausn sem ég er sáttur við,“ sagði Atli Viðar sem fékk þó minna að spila í sumar en oft áður. „Auðvitað vill maður spila eins og ég hef áður sagt og þetta hafði sitt að segja í öllu þessu ferli. En þegar ég var búinn að setjast niður og hugsa málið til enda þá tel ég að þessi ákvörðun sé rétt. Ég stend og fell með henni.“ Það eru rúm fjórtán ár liðin síðan hann samdi fyrst við FH og hefur hann verið samningsbundinn félaginu allan þann tíma. Hann var reyndar lánaður til Fjölnis og lék með félaginu í eitt tímabil þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. „Þessi tími hefur liðið fáránlega hratt og breytingin sem hefur orðið á þeim tíma, til dæmis á FH sem knattspyrnufélagi, er ótrúleg. Ég hef átt frábæran tíma í þessu félagi.“ Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki leitt hugann að því að hann yrði svo lengi hjá FH þegar hann gekk til liðs við félagið í október árið 2000. „Þá var ég bara tvítugur gutti utan að landi og var ekkert að spá í slíku löguðu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06 Mest lesið Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Handbolti Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn United horfir til Þýskalands eftir höfnun Semenyo Enski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Körfubolti Goðsögn fallin frá Enski boltinn Fleiri fréttir Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Óskar Hrafn um komu Arnórs Ingva: „Gífurlega dýrmætt fyrir KR“ Arnór Ingvi orðinn leikmaður KR Breiðablik kaupir Jónatan frá Norrköping Elías mættur til meistaranna KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Hilmar Árni til starfa hjá KR Segir fjórðung í bók Óla ósannan Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Þekkir Egilshöllina vel og skoraði gegn fyrrum félögum Strákar Heimis Guðjóns fengu slæman skell í fyrsta leik Axel verður áfram hjá Aftureldingu Kveður pabba sinn í Laugardalnum og fer til FH „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Gylfi með tvö og Víkingar byrja á sigri Frá Akureyri til Danmerkur Markadrottningin heldur að landsliðið sé búið spil Strákarnir í 2. flokki Vals þeir einu sem ekki spila fyrir áramót Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina „Ég var orðinn algjörlega bugaður“ Sjá meira
Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06