Atli Viðar: Sáttur við þessa lausn Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. nóvember 2014 19:26 Vísir/Arnþór Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH eins og fram hefur komið og hefur þar með sitt fjórtánda tímabil hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann gerði tveggja ára samning sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Ég gaf mér tíma til að hugsa málið - vega og meta framhaldið,“ sagði Atli Viðar en gamli samningurinn rann út eftir tímabilið og sagði hann þá að hann væri alvarlega að íhuga að yfirgefa FH. „Nokkur félög hringdu,“ sagði hann um áhuga annarra liða en vildi ekkert segja nánar um hversu langt viðræður þau fóru. „FH-ingar létu strax vita af sínum áhuga en ég ákvað að taka mér smá frí eftir tímabilið. Ég hef því ekki legið undir feldi í tvo mánuði og hugsað stanslaust um fótbolta.“ „Síðustu daga höfum við spjallað saman og fundið lausn sem ég er sáttur við,“ sagði Atli Viðar sem fékk þó minna að spila í sumar en oft áður. „Auðvitað vill maður spila eins og ég hef áður sagt og þetta hafði sitt að segja í öllu þessu ferli. En þegar ég var búinn að setjast niður og hugsa málið til enda þá tel ég að þessi ákvörðun sé rétt. Ég stend og fell með henni.“ Það eru rúm fjórtán ár liðin síðan hann samdi fyrst við FH og hefur hann verið samningsbundinn félaginu allan þann tíma. Hann var reyndar lánaður til Fjölnis og lék með félaginu í eitt tímabil þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. „Þessi tími hefur liðið fáránlega hratt og breytingin sem hefur orðið á þeim tíma, til dæmis á FH sem knattspyrnufélagi, er ótrúleg. Ég hef átt frábæran tíma í þessu félagi.“ Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki leitt hugann að því að hann yrði svo lengi hjá FH þegar hann gekk til liðs við félagið í október árið 2000. „Þá var ég bara tvítugur gutti utan að landi og var ekkert að spá í slíku löguðu.“ Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Atli Viðar Björnsson hefur skrifað undir nýjan samning við FH eins og fram hefur komið og hefur þar með sitt fjórtánda tímabil hjá Hafnarfjarðarfélaginu. Hann gerði tveggja ára samning sem er með uppsagnarákvæði eftir eitt ár. „Ég gaf mér tíma til að hugsa málið - vega og meta framhaldið,“ sagði Atli Viðar en gamli samningurinn rann út eftir tímabilið og sagði hann þá að hann væri alvarlega að íhuga að yfirgefa FH. „Nokkur félög hringdu,“ sagði hann um áhuga annarra liða en vildi ekkert segja nánar um hversu langt viðræður þau fóru. „FH-ingar létu strax vita af sínum áhuga en ég ákvað að taka mér smá frí eftir tímabilið. Ég hef því ekki legið undir feldi í tvo mánuði og hugsað stanslaust um fótbolta.“ „Síðustu daga höfum við spjallað saman og fundið lausn sem ég er sáttur við,“ sagði Atli Viðar sem fékk þó minna að spila í sumar en oft áður. „Auðvitað vill maður spila eins og ég hef áður sagt og þetta hafði sitt að segja í öllu þessu ferli. En þegar ég var búinn að setjast niður og hugsa málið til enda þá tel ég að þessi ákvörðun sé rétt. Ég stend og fell með henni.“ Það eru rúm fjórtán ár liðin síðan hann samdi fyrst við FH og hefur hann verið samningsbundinn félaginu allan þann tíma. Hann var reyndar lánaður til Fjölnis og lék með félaginu í eitt tímabil þegar hann var að koma til baka eftir erfið meiðsli. „Þessi tími hefur liðið fáránlega hratt og breytingin sem hefur orðið á þeim tíma, til dæmis á FH sem knattspyrnufélagi, er ótrúleg. Ég hef átt frábæran tíma í þessu félagi.“ Hann viðurkennir fúslega að hann hafi ekki leitt hugann að því að hann yrði svo lengi hjá FH þegar hann gekk til liðs við félagið í október árið 2000. „Þá var ég bara tvítugur gutti utan að landi og var ekkert að spá í slíku löguðu.“
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06 Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Fótbolti Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Opinberað að Beard tók eigið líf Enski boltinn Davíð Smári hættur fyrir vestan Íslenski boltinn Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Íslenski boltinn Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Formúla 1 „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Ólafur aðstoðar Þorstein með landsliðið Nik hættir með Breiðablik og tekur við Kristianstad „Sætið tryggt og nú er að klára forsetabikarinn“ Uppgjörið: Keflavík - HK 4-0 | Keflavík í Bestu deildina Uppgjörið: Fram - FHL 4-0 | Framarar áfram í deild þeirra bestu Óskar svaraði syngjandi Skagamönnum: „Ekki fagna of mikið“ Uppgjörið: FH - Breiðablik 1-1 | Fjörugum og viðburðarríkum leik lauk með jafntefli í Krikanum Uppgjörið: ÍA - KR 3-2 | Skagamenn á sigurbraut Rúnar gerir nýjan samning við Fram „Held að skipið sé siglt að maður verði kallaður í landsliðið“ „Lærðum það í fyrra hvað það er leiðinlegt að tapa“ Stórveldaslagur „upp á líf og dauða“ „Held við séum búnir að sjúga karamelluna nægilega mikið“ Sjá meira
Atli Viðar áfram hjá FH Skrifaði undir nýjan samning við Hafnfirðinga en þar hefur hann verið í fjórtán ár. 28. nóvember 2014 19:06