Píratar vilja frumlegri lausnir en hraðahindranir Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 6. ágúst 2014 00:01 Halldór Auðar Svansson og félagar í borgarstjórn Reykjavíkur. „Það eru til ýmsar aðferðir aðrar til að draga úr hraða en hraðahindranir sem gefast ágætlega,“ segir Halldór Auðar Svansson, fulltrúi Pírata í borgarstjórn. Píratar höfðu það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar í vor að taka hraðahindranir til gagngerrar endurskoðunar og leita annarra leiða til þess að hægja á umferð í borginni. „Það er mikilvægt að umferðin gangi greiðlega fyrir sig en líka að mismunandi ferðamátar virki vel saman, akandi, hjólandi og gangandi fólk,“ útskýrir Halldór en stefna Pírata er að styðja við mismunandi samgöngumáta.Hugmyndir Pírata eru ekki fyllilega mótaðar eins og er en vilji er fyrir því að finna frumlegar og skemmtilegar lausnir sem jafnframt eru praktískar. Hann bendir á nýlega frétt um íbúa í Bergstaðastræti sem greip til þess ráðs að koma fyrir blómum á götunni til þess að draga úr hraða. „Það eru ýmsar leiðir sem hafa verið prófaðar með ágætum árangri erlendis.“ Nefnir hann til að mynda ákveðna samgönguleið í Hollandi og Bretlandi þar sem allir ferðamátar hafa jafnan rétt og fólk stýrir því sjálft hver hefur forgang. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina taka jákvætt í alla umræðu. Engar reglur eru í gildi um hraðahindranir og engir séríslenskir staðlar til um byggingu þeirra. Þær verkfræðistofur sem sjá um hraðahindranir styðjast við norræna hönnunarstaðla.Ólafur Bjarnason„Við erum alltaf að þróa nýjar lausnir og breyta til.“ Ólafur fær talsvert af kvörtunum vegna hraðahindrana og þá í báðar áttir – bæði eru þær taldar of háar og of lágar. Meðal þeirra sem hafa látið í sér heyra vegna óhentugra hraðahindrana eru strætóbílstjórar. Þeir hafa talað fyrir svokölluðum koddahindrunum sem fara betur með bílana. Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, segir háar hraðahindranir fara illa með bílana. „Bílarnir eru svo langir að á þessum kröppu hraðahindrunum rekst botninn á bílnum alltaf í hindrunina.“ Hafa hlotist af þessu einhverjar skemmdir.Skemmdir Hraðahindranir eru víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og af öllum stærðum og gerðum. Þær geta valdið skemmdum á bílum ef þær eru of háar. Fréttablaðið/GVA Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira
„Það eru til ýmsar aðferðir aðrar til að draga úr hraða en hraðahindranir sem gefast ágætlega,“ segir Halldór Auðar Svansson, fulltrúi Pírata í borgarstjórn. Píratar höfðu það á stefnuskrá sinni fyrir kosningar í vor að taka hraðahindranir til gagngerrar endurskoðunar og leita annarra leiða til þess að hægja á umferð í borginni. „Það er mikilvægt að umferðin gangi greiðlega fyrir sig en líka að mismunandi ferðamátar virki vel saman, akandi, hjólandi og gangandi fólk,“ útskýrir Halldór en stefna Pírata er að styðja við mismunandi samgöngumáta.Hugmyndir Pírata eru ekki fyllilega mótaðar eins og er en vilji er fyrir því að finna frumlegar og skemmtilegar lausnir sem jafnframt eru praktískar. Hann bendir á nýlega frétt um íbúa í Bergstaðastræti sem greip til þess ráðs að koma fyrir blómum á götunni til þess að draga úr hraða. „Það eru ýmsar leiðir sem hafa verið prófaðar með ágætum árangri erlendis.“ Nefnir hann til að mynda ákveðna samgönguleið í Hollandi og Bretlandi þar sem allir ferðamátar hafa jafnan rétt og fólk stýrir því sjálft hver hefur forgang. Ólafur Bjarnason, samgöngustjóri Reykjavíkur, segir borgina taka jákvætt í alla umræðu. Engar reglur eru í gildi um hraðahindranir og engir séríslenskir staðlar til um byggingu þeirra. Þær verkfræðistofur sem sjá um hraðahindranir styðjast við norræna hönnunarstaðla.Ólafur Bjarnason„Við erum alltaf að þróa nýjar lausnir og breyta til.“ Ólafur fær talsvert af kvörtunum vegna hraðahindrana og þá í báðar áttir – bæði eru þær taldar of háar og of lágar. Meðal þeirra sem hafa látið í sér heyra vegna óhentugra hraðahindrana eru strætóbílstjórar. Þeir hafa talað fyrir svokölluðum koddahindrunum sem fara betur með bílana. Kolbeinn Óttarsson Proppé, upplýsingafulltrúi Strætó, segir háar hraðahindranir fara illa með bílana. „Bílarnir eru svo langir að á þessum kröppu hraðahindrunum rekst botninn á bílnum alltaf í hindrunina.“ Hafa hlotist af þessu einhverjar skemmdir.Skemmdir Hraðahindranir eru víðs vegar á höfuðborgarsvæðinu og af öllum stærðum og gerðum. Þær geta valdið skemmdum á bílum ef þær eru of háar. Fréttablaðið/GVA
Mest lesið Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Innlent Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Innlent Hitinn víða yfir 50 stig og vatnsforðinn að þorna upp Erlent Brú skóf þakið af tveggja hæða rútu Erlent Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Innlent Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Innlent Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Innlent Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Innlent Fleiri fréttir Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Með vesen í miðborginni og á bráðamóttöku og síðar handtekinn vegna þjófnaðar Virknin bundin við einn gíg: Gasmengunar gæti orðið vart á Suðurlandi Ekki hægt að draga ályktanir um hver varð manninum „líklegast“ að bana Hvalreki í Vogum Gosmóðan gæti setið sem fastast fram á fimmtudag: „Menn verða að taka þetta alvarlega“ Hefur áhyggjur af málflutningi „taugaveiklaðrar“ stjórnarandstöðu Lokuð inni með lokað fyrir glugga í þrjá daga Fundurinn vonbrigði: „Þetta leikrit er hafið“ Búin að vera lokuð inni í þrjá daga vegna gosmóðunnar Vopnað rán og skartgripaþjófnaður í Reykjavík Einfaldlega nýnastistar sem þýði meira ofbeldi og átök Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Fordæma Hamas og segja áform um „mannúðarborg“ óviðunandi Stofna grunnskóla fyrir einhverf börn í Garðabæ Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Sjá meira