Kveikt á Friðarsúlunni í minningu fórnarlamba á Gasa Randver Kári Randversson skrifar 6. ágúst 2014 12:31 Vísir/Vilhelm Minningar- og friðarstund verður haldin í Viðey fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gaza í rúst. Friðarsinninn og listamaðurinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðarsúlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga til morguns. Í tilkynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísrael og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendrað þann 7. ágúst næstkomandi.“ Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í tengslum við tendrun friðarljóssins mun Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félagið Ísland – Palestína og UNICEF á Íslandi – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir dagskrá í Viðey þar sem þátttakendur sameinast í ósk um varanlegan frið og minnst verður þeirra mörg hundruð barna sem þegar eru orðin fórnarlömb stríðsins. Siglingar hefjast frá Skarfabakka kl. 18.30 og er ferjugjaldið kr. 1.100. Dagskráin við Viðeyjarstofu hefst kl. 19.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar UNICEF munu flytja stutt ávörp. Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar sjá um tónlistarflutning. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað kl. 20.30. Ljóða- og tónlistardagskrá hefst í Viðeyjarstofu kl. 21.00. Dagskráin ber heitið Tónlist og ljóð leiða von á myrkum tímum og skartar íslenskum og erlendum skáldum og tónlistarmönnum, meðal annars Juan Roman, Kiru Kiru og Mazen Maarouf. Stofan verður opin gestum og gangandi allt kvöldið. Siglingar í land verða á hálftíma fresti frá kl. 21.00 -23.00. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari stund sem helguð er minningu og von um frið – t.a.m. með því að kveikja á kertum og senda skilaboð á samfélagsmiðlum og á vefsvæðinu www.imaginepeacetower.com, þar sem friðarljósinu verður jafnframt sjónvarpað beint. Gasa Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Minningar- og friðarstund verður haldin í Viðey fimmtudagskvöldið 7. ágúst. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað í minningu þeirra barna sem látið hafa lífið á síðustu vikum í hinum skelfilegu árásum sem lagt hafa samfélagið á Gaza í rúst. Friðarsinninn og listamaðurinn Yoko Ono tilkynnti fyrir nokkrum dögum að kveikt yrði á Friðarsúlunni af þessu tilefni og mun ljósið loga til morguns. Í tilkynningu frá Yoko Ono segir: „Við erum öll harmi slegin yfir því að svo mörg saklaus börn hafa látið lífið í átökum Ísrael og Palestínu. Með þeirri von að ofbeldinu linni tafarlaust mun ljós Friðarsúlunnar verða tendrað þann 7. ágúst næstkomandi.“ Í fréttatilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að í tengslum við tendrun friðarljóssins mun Reykjavíkurborg, í samvinnu við Félagið Ísland – Palestína og UNICEF á Íslandi – Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna, standa fyrir dagskrá í Viðey þar sem þátttakendur sameinast í ósk um varanlegan frið og minnst verður þeirra mörg hundruð barna sem þegar eru orðin fórnarlömb stríðsins. Siglingar hefjast frá Skarfabakka kl. 18.30 og er ferjugjaldið kr. 1.100. Dagskráin við Viðeyjarstofu hefst kl. 19.30. Borgarstjórinn í Reykjavík, Dagur B. Eggertsson, Sveinn Rúnar Hauksson, formaður Félagsins Ísland – Palestína og Svanhildur Konráðsdóttir, formaður stjórnar UNICEF munu flytja stutt ávörp. Kórinn Graduale Nobili, undir stjórn Jóns Stefánssonar, Sigríður Thorlacius og Guðmundur Óskar sjá um tónlistarflutning. Ljós Friðarsúlunnar verður tendrað kl. 20.30. Ljóða- og tónlistardagskrá hefst í Viðeyjarstofu kl. 21.00. Dagskráin ber heitið Tónlist og ljóð leiða von á myrkum tímum og skartar íslenskum og erlendum skáldum og tónlistarmönnum, meðal annars Juan Roman, Kiru Kiru og Mazen Maarouf. Stofan verður opin gestum og gangandi allt kvöldið. Siglingar í land verða á hálftíma fresti frá kl. 21.00 -23.00. Allir eru hvattir til að taka þátt í þessari stund sem helguð er minningu og von um frið – t.a.m. með því að kveikja á kertum og senda skilaboð á samfélagsmiðlum og á vefsvæðinu www.imaginepeacetower.com, þar sem friðarljósinu verður jafnframt sjónvarpað beint.
Gasa Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira