Innlent

Minntust fórnarlamba kjarnorkusprenginganna

Atli Ísleifsson skrifar
Kertafleytingin er fyrir löngu orðinn árviss viðburður í borginni.
Kertafleytingin er fyrir löngu orðinn árviss viðburður í borginni. Vísir/Arnþór
Kertum var fleytt á Tjörninni í Reykjavík fyrr í kvöld til minningar um fórnarlömb kjarnorkuárásanna á Hiroshima og Nagasaki í Japan.

Kertafleytingin er fyrir löngu orðinn árviss viðburður en um þessar mundir er liðið 69 ár síðan Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengjum á borgirnar tvær og fórst á þriðja hundrað þúsund manna í árásunum.

Fjöldi fólks fylkti liði niður að tjörninni til að sýna samstöðu gegn stríði, auk þess að leggja áherslu á friðarboðskapinn.

Þetta var í þrítugasta skipti sem kertum er fleytt á Tjörninni til að undirstrika kröfuna um frið. Hefðin er uppruninn í Japan en kertafleytingar eins og þessi fara fram víðs vegar um heiminn í ágúst ár hvert.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×