Rottueitur á víðavangi: „Hvað ef barn hefði komist í þetta?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 09:15 Guðmundur Birgir Pálsson kom að ketti sínum dauðum á bílaplani skammt frá heimili hans á Selfossi í gær. Hann taldi í fyrstu að ekið hefði verið á köttinn en þó var enga áverka að sjá á kettinum. Í ljós kom að kötturinn hafði drepist afar kvalarfullum dauða, en líklega var honum gefið rottueitur. Engir áverkar en súr lykt „Ég sá hann síðast um klukkan sex í gærmorgun og svo næst um klukkan tólf í hádeginu. Þá var hann úti á bílaplani og ég prófaði að kalla á hann. Hann hins vegar svaraði mér ekki svo ég ákvað að rölta til hans. Þar lá hann og hafði allur stirnað upp. Ég tók hann upp og á móti mér tók þessi súra lykt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann hringdi strax í dýralækni til að segja honum hvað komið hefði fyrir. Hann teldi að ekið hefði verið á köttinn en að honum þætti undarlegt að engir áverkar væru á kettinum - ekki einu sinni blóðblett að finna.„Ég sagði dýralækninum frá þessari skrítnu lykt og hann vissi þá nánast strax hvað hefði komið fyrir. Þetta væri líklega rottueitur sem kötturinn hefði komist í, en eitrið brennur allt að innan.“ Vill verða öðrum víti til varnaðar Guðmundi þykir heldur ólíklegt að nokkur hafi gert þetta með ásettu ráði. Tilhugsunin við að vita af því að slíkt eitur sé í umferð og að saklaust dýr geti komist í það sé skelfileg. „Mér finnst líklegt að þetta hafi átt að vera til þess að drepa ránfugla en get þó ekki sagt neitt með vissu,“ segir Guðmundur.„Hvað er barn hefði komist í þetta? Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda. Þess vegna verður að vekja athygli á þessu. Það má ekki hver sem er eiga eitur en þeir sem mega það þurfa að fara varlega með það,“ bætir hann við. Guðmundur vakti athygli á dauða kattar síns á Facebook í gær. Upp spunnust töluverðar umræður og í ljós kom að ekki var um einsdæmi að ræða. „Mín læða dó eftir að hafa drukkið rottueitur og frostlög sem einhver setti í mjólkurdisk hérna úti,“ skrifaði kona við Facebook-færslu Guðmundar. Einstakur köttur Kötturinn hét Mústafa og var Guðmundi afar kær. Hann var 23 mánaða en Guðmundur fékk köttinn einungis nokkurra vikna gamlan. „Þetta var alveg ofsalega einstakur köttur. Ég bý einn og kötturinn var því alltaf hjá mér. Ég fékk hann þegar hann var nýkominn af spena og svaf alltaf á gólfinu hjá mér eða uppi í glugga,“ segir Guðmundur að lokum en hann jarðsetti köttinn sinn í dýrakirkjugarði í gær. Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira
Guðmundur Birgir Pálsson kom að ketti sínum dauðum á bílaplani skammt frá heimili hans á Selfossi í gær. Hann taldi í fyrstu að ekið hefði verið á köttinn en þó var enga áverka að sjá á kettinum. Í ljós kom að kötturinn hafði drepist afar kvalarfullum dauða, en líklega var honum gefið rottueitur. Engir áverkar en súr lykt „Ég sá hann síðast um klukkan sex í gærmorgun og svo næst um klukkan tólf í hádeginu. Þá var hann úti á bílaplani og ég prófaði að kalla á hann. Hann hins vegar svaraði mér ekki svo ég ákvað að rölta til hans. Þar lá hann og hafði allur stirnað upp. Ég tók hann upp og á móti mér tók þessi súra lykt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann hringdi strax í dýralækni til að segja honum hvað komið hefði fyrir. Hann teldi að ekið hefði verið á köttinn en að honum þætti undarlegt að engir áverkar væru á kettinum - ekki einu sinni blóðblett að finna.„Ég sagði dýralækninum frá þessari skrítnu lykt og hann vissi þá nánast strax hvað hefði komið fyrir. Þetta væri líklega rottueitur sem kötturinn hefði komist í, en eitrið brennur allt að innan.“ Vill verða öðrum víti til varnaðar Guðmundi þykir heldur ólíklegt að nokkur hafi gert þetta með ásettu ráði. Tilhugsunin við að vita af því að slíkt eitur sé í umferð og að saklaust dýr geti komist í það sé skelfileg. „Mér finnst líklegt að þetta hafi átt að vera til þess að drepa ránfugla en get þó ekki sagt neitt með vissu,“ segir Guðmundur.„Hvað er barn hefði komist í þetta? Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda. Þess vegna verður að vekja athygli á þessu. Það má ekki hver sem er eiga eitur en þeir sem mega það þurfa að fara varlega með það,“ bætir hann við. Guðmundur vakti athygli á dauða kattar síns á Facebook í gær. Upp spunnust töluverðar umræður og í ljós kom að ekki var um einsdæmi að ræða. „Mín læða dó eftir að hafa drukkið rottueitur og frostlög sem einhver setti í mjólkurdisk hérna úti,“ skrifaði kona við Facebook-færslu Guðmundar. Einstakur köttur Kötturinn hét Mústafa og var Guðmundi afar kær. Hann var 23 mánaða en Guðmundur fékk köttinn einungis nokkurra vikna gamlan. „Þetta var alveg ofsalega einstakur köttur. Ég bý einn og kötturinn var því alltaf hjá mér. Ég fékk hann þegar hann var nýkominn af spena og svaf alltaf á gólfinu hjá mér eða uppi í glugga,“ segir Guðmundur að lokum en hann jarðsetti köttinn sinn í dýrakirkjugarði í gær.
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Málið sem Trump getur ekki losað sig við Erlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Færir nýársboðið fram á þrettándann Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Sjá meira