Rottueitur á víðavangi: „Hvað ef barn hefði komist í þetta?“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 17. nóvember 2014 09:15 Guðmundur Birgir Pálsson kom að ketti sínum dauðum á bílaplani skammt frá heimili hans á Selfossi í gær. Hann taldi í fyrstu að ekið hefði verið á köttinn en þó var enga áverka að sjá á kettinum. Í ljós kom að kötturinn hafði drepist afar kvalarfullum dauða, en líklega var honum gefið rottueitur. Engir áverkar en súr lykt „Ég sá hann síðast um klukkan sex í gærmorgun og svo næst um klukkan tólf í hádeginu. Þá var hann úti á bílaplani og ég prófaði að kalla á hann. Hann hins vegar svaraði mér ekki svo ég ákvað að rölta til hans. Þar lá hann og hafði allur stirnað upp. Ég tók hann upp og á móti mér tók þessi súra lykt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann hringdi strax í dýralækni til að segja honum hvað komið hefði fyrir. Hann teldi að ekið hefði verið á köttinn en að honum þætti undarlegt að engir áverkar væru á kettinum - ekki einu sinni blóðblett að finna.„Ég sagði dýralækninum frá þessari skrítnu lykt og hann vissi þá nánast strax hvað hefði komið fyrir. Þetta væri líklega rottueitur sem kötturinn hefði komist í, en eitrið brennur allt að innan.“ Vill verða öðrum víti til varnaðar Guðmundi þykir heldur ólíklegt að nokkur hafi gert þetta með ásettu ráði. Tilhugsunin við að vita af því að slíkt eitur sé í umferð og að saklaust dýr geti komist í það sé skelfileg. „Mér finnst líklegt að þetta hafi átt að vera til þess að drepa ránfugla en get þó ekki sagt neitt með vissu,“ segir Guðmundur.„Hvað er barn hefði komist í þetta? Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda. Þess vegna verður að vekja athygli á þessu. Það má ekki hver sem er eiga eitur en þeir sem mega það þurfa að fara varlega með það,“ bætir hann við. Guðmundur vakti athygli á dauða kattar síns á Facebook í gær. Upp spunnust töluverðar umræður og í ljós kom að ekki var um einsdæmi að ræða. „Mín læða dó eftir að hafa drukkið rottueitur og frostlög sem einhver setti í mjólkurdisk hérna úti,“ skrifaði kona við Facebook-færslu Guðmundar. Einstakur köttur Kötturinn hét Mústafa og var Guðmundi afar kær. Hann var 23 mánaða en Guðmundur fékk köttinn einungis nokkurra vikna gamlan. „Þetta var alveg ofsalega einstakur köttur. Ég bý einn og kötturinn var því alltaf hjá mér. Ég fékk hann þegar hann var nýkominn af spena og svaf alltaf á gólfinu hjá mér eða uppi í glugga,“ segir Guðmundur að lokum en hann jarðsetti köttinn sinn í dýrakirkjugarði í gær. Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Guðmundur Birgir Pálsson kom að ketti sínum dauðum á bílaplani skammt frá heimili hans á Selfossi í gær. Hann taldi í fyrstu að ekið hefði verið á köttinn en þó var enga áverka að sjá á kettinum. Í ljós kom að kötturinn hafði drepist afar kvalarfullum dauða, en líklega var honum gefið rottueitur. Engir áverkar en súr lykt „Ég sá hann síðast um klukkan sex í gærmorgun og svo næst um klukkan tólf í hádeginu. Þá var hann úti á bílaplani og ég prófaði að kalla á hann. Hann hins vegar svaraði mér ekki svo ég ákvað að rölta til hans. Þar lá hann og hafði allur stirnað upp. Ég tók hann upp og á móti mér tók þessi súra lykt,“ segir Guðmundur í samtali við Vísi. Hann hringdi strax í dýralækni til að segja honum hvað komið hefði fyrir. Hann teldi að ekið hefði verið á köttinn en að honum þætti undarlegt að engir áverkar væru á kettinum - ekki einu sinni blóðblett að finna.„Ég sagði dýralækninum frá þessari skrítnu lykt og hann vissi þá nánast strax hvað hefði komið fyrir. Þetta væri líklega rottueitur sem kötturinn hefði komist í, en eitrið brennur allt að innan.“ Vill verða öðrum víti til varnaðar Guðmundi þykir heldur ólíklegt að nokkur hafi gert þetta með ásettu ráði. Tilhugsunin við að vita af því að slíkt eitur sé í umferð og að saklaust dýr geti komist í það sé skelfileg. „Mér finnst líklegt að þetta hafi átt að vera til þess að drepa ránfugla en get þó ekki sagt neitt með vissu,“ segir Guðmundur.„Hvað er barn hefði komist í þetta? Ég bara get ekki hugsað þá hugsun til enda. Þess vegna verður að vekja athygli á þessu. Það má ekki hver sem er eiga eitur en þeir sem mega það þurfa að fara varlega með það,“ bætir hann við. Guðmundur vakti athygli á dauða kattar síns á Facebook í gær. Upp spunnust töluverðar umræður og í ljós kom að ekki var um einsdæmi að ræða. „Mín læða dó eftir að hafa drukkið rottueitur og frostlög sem einhver setti í mjólkurdisk hérna úti,“ skrifaði kona við Facebook-færslu Guðmundar. Einstakur köttur Kötturinn hét Mústafa og var Guðmundi afar kær. Hann var 23 mánaða en Guðmundur fékk köttinn einungis nokkurra vikna gamlan. „Þetta var alveg ofsalega einstakur köttur. Ég bý einn og kötturinn var því alltaf hjá mér. Ég fékk hann þegar hann var nýkominn af spena og svaf alltaf á gólfinu hjá mér eða uppi í glugga,“ segir Guðmundur að lokum en hann jarðsetti köttinn sinn í dýrakirkjugarði í gær.
Mest lesið Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Erlent Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Innlent „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Erlent Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu Innlent Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Erlent Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Innlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði