Um þúsund tímar falla niður hjá heilsugæslunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2014 13:09 vísir Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur. Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira
Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur.
Mest lesið Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Viðskipti innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Reynslan hafi breytt sér úr ungum hægrimanni í klassískan krata Sjá meira