Um þúsund tímar falla niður hjá heilsugæslunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2014 13:09 vísir Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur. Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur.
Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira