Um þúsund tímar falla niður hjá heilsugæslunni Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 17. nóvember 2014 13:09 vísir Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur. Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira
Fella þarf niður um eitt þúsund læknaviðtöl á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu vegna verkfalls lækna í dag. Á þriðja hundrað lækna lögðu niður störf á miðnætti á Landspítalanum og á heilbrigðisstofnunum um land allt þegar önnur lota verkfallsaðgerða Læknafélagsins hófst. Á Landspítalanum eru það læknar á Barnaspítala, kvennadeild og á rannsóknarsviði sem eru í verkfalli. Þá lögðu læknar á heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu einnig niður störf og hjá heilbrigðisstofnun Vesturlands, Vestfjarða, Norðurlands, Austurlands, Suðurlands og Suðurnesja. Hópurinn verður í verkfalli þar til að miðnætti annað kvöld. Yfirlæknar mæta á hverja stofnun fyrir sig og sinna þar bráðatilfellum. Ekki er hægt að fá lyf endurnýjuð nema um lífsnauðsynleg lyf sé að ræða. Hjúkrunarfræðingar mæta hins vegar til vinnu og er mæðra- og ungbarnavernd sinnt. Oddur Steinarsson, lækningaforstjóri Heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu, segir fjölda læknaviðtala falla niður í dag. „Það falla niður allir tímar lækna bókaðir og eins kvöldmóttökurnar sem eru yfirleitt á milli klukkan fjögur og sex. Ég geri ráð fyrir að þetta séu eitthvað á bilinu um þúsund tímar sem falla niður á hverjum degi ,“ segir Oddur. Oddur segir langtímaáhrifin vera þau að bið eftir tíma hjá heimilislæknum lengist en síðasta verkfallslota hafi haft nokkur áhrif. Þá segir hann að í dag vanti um 30 til 40 heimilislækna á höfuðborgarsvæðið en á landinu öllu vanti allt að áttatíu sérfræðinga í heimilislækningum. „Það er mjög mikilvægt að það komi lausn í þetta mál og önnur mál þannig að við náum viðspyrnu og getum spyrnt í botninn og byggt þetta upp. Því að það er gríðarlega mikilvægt að gera það og gera það vel. Því miður erum við ekki enn þá farin að sjá viðsnúninginn,“ segir Oddur. Næsti samningafundur lækna og ríksins hjá Ríkissáttasemjara verður á morgun klukkan fjögur.
Mest lesið Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Innlent Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt Innlent Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Fleiri fréttir Þyrlan kölluð út að sækja veikan farþega á skemmtiferðakipi „Kemur af sama lager og það sem er selt í partýinu í næsta bæ“ Spændi upp mosann á krossara Netið sló út í miðborginni og Hlíðunum Bræður „moka inn“ á límónaðisölu og egg spælt á bíl Sögulegt þing, geðrof eftir meðferð og bongóblíða Dópsalar handteknir sem reyndust dvelja ólöglega á Íslandi Stjórnarandstaðan sakar forseta um alvarlegan trúnaðarbrest Mótmæltu komu „spilltrar“ der Leyen Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Sjá meira