Ofbeldi gegn starfsfólki Landspítalans daglegt brauð Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 12. júní 2014 07:15 Flest atvikin tengd ofbeldi og átökum eiga sér stað á geðdeildum Landspítalans á Kleppi og við Hringbraut. vísir/gva Flest atvik sem eru skráð er varða starfsmenn Landspítala eru átök eða ofbeldi af hendi sjúklinga eða um þrjú hundruð atvik. Næstalgengast er að starfsmenn verði fyrir óhappi eða slysi við vinnu sína eða í rúmlega 250 tilfellum. Atvik sem eru flokkuð sem átök eða ofbeldi eru afar ólík í eðli sínu; geta verið líkamlegt ofbeldi en einnig að sjúklingur sýni af sér ógnandi hegðun. Flest ofbeldisatvikin eru skráð á geðsviði árið 2013, eða 190 atvik. Næst kemur lyflækningasvið með 58 atvik en lyflækningasvið er stærsta svið spítalans og skýrir það að miklu leyti háar tölur þar.Á bráðasviði eru 19 ofbeldisatvik skráð sem skýrist af ástandi sjúklinga sem þangað leita eftir aðstoð. Atvik skráð á kvenna- og barnasviði eru langflest á barna- og unglingageðdeildinni. Bryndís Hlöðversdóttir, starfsmannastjóri Landspítala, segir skipulögð vinnubrögð viðhöfð þegar kemur að alvarlegum atvikum sem starfsmenn verða fyrir. „Næsti stjórnandi fær tilkynningu um atvikið ásamt starfsmanni á mannauðsdeild sem heldur utan um slík mál ásamt framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs. Þessir aðilar bregðast við og hafa eftirlit með úrvinnslu málsins," segir Bryndís og bætir við að starfsmönnum sé veittur viðeigandi stuðningur innan deildar sem utan. Ofbeldisatvikum á geðsviði hefur þó fækkað verulega eftir að bráðageðdeild komst í gagnið í febrúar. Til dæmis hefur fjöldi mála þar sem halda þarf sjúklingi vegna ofbeldisógnar fækkað um 67 prósent frá árinu 2009. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir ofbeldisatvikum hafa fækkað verulega.vísir/valli„Með því að bæta öryggið, auka þjálfunina og skapa betra rými hefur okkur tekist að fækka atvikum,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. „Öll hönnun á nýju deildinni byggist á öryggi og það er til dæmis passað að allir sjúklingar séu í sjónlínu frá vaktherberginu.“ María segir áherslu lagða á hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ofbeldið. „Það að sýna ógnandi hegðun er ein leið til að tjá vanlíðan. Þess vegna er svo mikilvægt að lesa í þessa hegðun, skilja hana og hjálpa fólki áður en ofbeldi brýst út.“ Síðustu ár hefur sérþjálfað varnarteymi tekist á við sjúklinga sem róa þarf niður. Í versta falli þarf að halda sjúklingum niðri ef ekki tekst að róa þá með samtali en á Íslandi eru ólar ekki notaðar við slíkt. „Það þarf að vanda til verka og passa að allir haldi reisn. Það er mikilvægt fyrir starfsmenn að kunna ákveðna ferla og finna til öryggis. Einnig er mikilvægt að sjúklingar séu ekki niðurlægðir og finni ekki til sektarkenndar eftir að hafa misst stjórn á sér. Það hjálpar ekki í bata.“ Þegar starfsmenn spítalans lenda í alvarlegum atvikum við vinnu sína er þeim veittur viðeigandi stuðningur af sérstöku teymi innan spítalans og samkvæmt mannauðsdeild spítalans er haft gott eftirlit með úrvinnslu mála. Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Flest atvik sem eru skráð er varða starfsmenn Landspítala eru átök eða ofbeldi af hendi sjúklinga eða um þrjú hundruð atvik. Næstalgengast er að starfsmenn verði fyrir óhappi eða slysi við vinnu sína eða í rúmlega 250 tilfellum. Atvik sem eru flokkuð sem átök eða ofbeldi eru afar ólík í eðli sínu; geta verið líkamlegt ofbeldi en einnig að sjúklingur sýni af sér ógnandi hegðun. Flest ofbeldisatvikin eru skráð á geðsviði árið 2013, eða 190 atvik. Næst kemur lyflækningasvið með 58 atvik en lyflækningasvið er stærsta svið spítalans og skýrir það að miklu leyti háar tölur þar.Á bráðasviði eru 19 ofbeldisatvik skráð sem skýrist af ástandi sjúklinga sem þangað leita eftir aðstoð. Atvik skráð á kvenna- og barnasviði eru langflest á barna- og unglingageðdeildinni. Bryndís Hlöðversdóttir, starfsmannastjóri Landspítala, segir skipulögð vinnubrögð viðhöfð þegar kemur að alvarlegum atvikum sem starfsmenn verða fyrir. „Næsti stjórnandi fær tilkynningu um atvikið ásamt starfsmanni á mannauðsdeild sem heldur utan um slík mál ásamt framkvæmdastjóra viðkomandi sviðs. Þessir aðilar bregðast við og hafa eftirlit með úrvinnslu málsins," segir Bryndís og bætir við að starfsmönnum sé veittur viðeigandi stuðningur innan deildar sem utan. Ofbeldisatvikum á geðsviði hefur þó fækkað verulega eftir að bráðageðdeild komst í gagnið í febrúar. Til dæmis hefur fjöldi mála þar sem halda þarf sjúklingi vegna ofbeldisógnar fækkað um 67 prósent frá árinu 2009. María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans, segir ofbeldisatvikum hafa fækkað verulega.vísir/valli„Með því að bæta öryggið, auka þjálfunina og skapa betra rými hefur okkur tekist að fækka atvikum,“ segir María Einisdóttir, framkvæmdastjóri geðsviðs Landspítalans. „Öll hönnun á nýju deildinni byggist á öryggi og það er til dæmis passað að allir sjúklingar séu í sjónlínu frá vaktherberginu.“ María segir áherslu lagða á hvernig hægt sé að koma í veg fyrir ofbeldið. „Það að sýna ógnandi hegðun er ein leið til að tjá vanlíðan. Þess vegna er svo mikilvægt að lesa í þessa hegðun, skilja hana og hjálpa fólki áður en ofbeldi brýst út.“ Síðustu ár hefur sérþjálfað varnarteymi tekist á við sjúklinga sem róa þarf niður. Í versta falli þarf að halda sjúklingum niðri ef ekki tekst að róa þá með samtali en á Íslandi eru ólar ekki notaðar við slíkt. „Það þarf að vanda til verka og passa að allir haldi reisn. Það er mikilvægt fyrir starfsmenn að kunna ákveðna ferla og finna til öryggis. Einnig er mikilvægt að sjúklingar séu ekki niðurlægðir og finni ekki til sektarkenndar eftir að hafa misst stjórn á sér. Það hjálpar ekki í bata.“ Þegar starfsmenn spítalans lenda í alvarlegum atvikum við vinnu sína er þeim veittur viðeigandi stuðningur af sérstöku teymi innan spítalans og samkvæmt mannauðsdeild spítalans er haft gott eftirlit með úrvinnslu mála.
Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira