Kennari á Akureyri undir smásjá vegna meints múslimahaturs Jakob Bjarnar skrifar 12. júní 2014 10:03 Elías Þorsteinsson kennari á Akureyri segist ekki hafa áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra vegna ummæla um múslimi. Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“ Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Elías Þorsteinsson, kennari við Verkmenntaskólann á Akureyri, er kominn í brennidepil vegna ummæla sem hann lét flakka á athugasemdakerfi Vísis - við þessa frétt. Þar segir hann: „Á meðan múslimar haga sér eins og staðreindin er, þá á ekki að byggja Mosku. Konur eru lítillækkaðar. Í sumum ríkjum fá þær ekki einu sinni bílpróf eða almenn réttindi. Þekki þetta af eigin raun. Þeir sem vilja Múslimavæða Ísland vita ekki hvað þeir eru að kalla yfir sig. Mæli með því að Múslimasinnar skoði sögu og tilurð múslimatrúar og taki afstöðu eftir það. Múslimar eiga ekki heima á Íslandi.“ Vefmiðillinn Herðubreið vekur athygli á þessum ummælum, og fleiri slíkum sem féllu á athugasemdakerfinu. Akureyri – vikublað, tekur málið upp og spyr skólastjóra VMA, Hjalta Jón Sveinsson, skólameistara, hvort skólinn ætli að grípa til aðgerða vegna ummælanna. Hann segist ekki geta haft áhrif á hvernig starfsmenn tjá sig á opinberum vettvangi nema um sé að ræða málefni skólans. En VMA sé skóli án aðgreiningar. „Ég mun ræða þetta atvik við umræddan kennara þegar hann kemur úr sumarleyfi,“ segir Hjalti Jón í samtali við Akureyri Vikublað. Blaðið spyr Elías að því í tölvupósti hvort hann sé rasisti en fram kemur að ekki hafi borist svar. Vísir hafði samband við Elías og endurtók einfaldlega spurningu vikublaðsins: „Nei,“ segir Elías og hlær. „Það er ég ekki.“ Menn eru að velta því fyrir sér hvort það hreinlega utan þinnar lögsögu að tjá þig með þeim hætti sem þú gerir á Vísi? „Sko, það sem ég á við þarna, þannig að það sé ekki dregið úr samhengi, þá er það svo að mannréttindi eru brotin í löndum múslima, vegna trúarinnar. Og þeir sem kunna að koma til Íslands, ég er ekki fylgjandi því að þeir komi hingað með þau mál, en ef þeir koma til Íslands og taka upp þá siði á Íslandi sem við lifum eftir, þá finnst mér það besta mál.“ Þetta er sem sagt tekið úr samhengi? „Já,“ segir Elías sem hefur engar áhyggjur af væntanlegum fundi með skólastjóra sínum. Skólastjórinn segist ætla að ræða við þig um þetta mál þegar þú kemur úr sumarfríi. Við hverju býstu á þeim fundi? „Ég geri ráð fyrir því að Hjalti Jón sé að svara ákalli frá þessum blaðamanni. Og mér finnst það bara hið besta mál.“ Þegar þetta mál kemur upp óneitanlega velta menn fyrir sér því í samhengi við umdeilda uppsögn Snorra Óskarssonar, sem vitnaði með afgerandi hætti í Biblíuna þá varðandi afstöðu til samkynhneigðra... „Já, hann gerði það í tímum. Það er þrennt sem ég ræði aldrei við nemendur mína. Það eru trúmál, stjórnmál og hvaðan þeir koma.“En finnst þér þá að vegið sé að tjáningarfrelsi þínu sem borgara í þessu samfélagi með þessu máli?„Að sjálfsögðu er verið að vega að tjáningarfrelsi mínu.“
Mest lesið Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Skiluðu hagnaði á kosningaári Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira