Innlent

Kjaradeila tónlistarskólakennara til ríkissáttasemjara

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Félag tónlistarskólakennara vísaði kjaradeilu sinni við Samband íslenskra sveitarfélaga til embættis ríkissáttasemjara nú rétt í þessu.

Hafa því öll aðildarfélög Kennarasambands Íslands, ef frá eru taldir stjórnendur í leikskólum, vísað kjaradeilum sínum til sáttasemjara það sem af er ári.

Grunn- og leikskólakennarar vísuðu sínum málum við sveitarfélögin til embættisins og framhaldsskólakennarar gerðu slíkt hið sama í kjaradeilum sínum við ríkið og einkaskóla.

Sem fyrr er nóg um að vera hjá embættinu en fyrr í dag var gengið frá kjarasamningi starfsmannafélags Sinfóníuhljómsveitar Íslands við fjármálaráðherra fyrir hönd ríkissjóðs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×